Gaman, gaman...

Hæ allir,

Á þriðjudag fórum við stelpurnar í afmæli til Hörpu, það var svaka stuð. Við hitttumst fyrst á stað sem heitir Ecco niðrí bæ. Mjög flottur restaurant. Þar fengum við okkur slatta af smáréttum. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég keyrði inn á bílastæðið og lagði "fína" bílnum mínum í stæðið hjá þeim og spurði hvort hann vildi lyklana af honum, en hann leit bara á mig með svip og sagði "nei, nei" hahaha. En þegar Brynja kom var henni bannað að leggja sjálf í stæði og lykillinn bara tekinn af henni og lagt fyrir hana. Hann brosti allan hringinn þegar hann afhenti henni svo lyklana af jeppanum síðar um kvöldið HAHAHAHA. Mér hefur aldrei fundist bíllinn minn jafngamall og þetta kvöld. Síðan lá leiðin á blúsbar. Það var svakalega gaman. Lifandi tónlist sem hægt var að dilla sér við. Ég var bílstjóri þetta kvöld og var ekki búin að keyra stelpurnar heim fyrr en klukkan 3 um nóttina, enda mín alveg svakalega þreytt klukkan sjö um morguninn þegar ég fór með Emblu í skólann hehe.

Í gær átti CCP afmæli. Það var grillveisla í hádeginu og geðveikislega flott kaka. En það þorði bara enginn að borða hana, því að hún var svo flott hehe. Eygló fannst rosalega gaman að hitta alla krakkana. Embla mín var í skólanum, þannig að hún missti af fjörinu, en ef ég þekki hana rétt að þá hefur henni sko ekki fundist leiðinlegt þar. Við fórum svo þaðan um 3 leytið til að vera heima þegar Embla kæmi úr skólanum. Það var búið að vera sól og hiti um daginn, en Embla slapp svo rétt inn fyrir dyrnar áður en himnarnir opnuðust og rigningin streymdi. Það var sko grenjandi rigning og þrumur. Pétur er í fríi í dag og á morgun, þannig að það er löng helgi fram undan :0)

Bjarney kemur á föstudaginn og við Pétur ætlum að hringja í Tryggva og fá að kíkja í heimsókn til að sjá tvíburana um helgina, en ég hef ekkert séð þá enn. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá fallegu krílin.

Hafið það sem allra best kæru vinir, knús og kossar :0)

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1697

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband