Jólin :0)

Loksins gef ég mér tíma til að skirfa nokkarar línur :0)

Jólin voru yndisleg. Stelpurnar svo spenntar að það var ekki annað en hægt að hlæja. Um kvöldið opnuðum við pakkana og borða konfekt og kaffi/gos. Mér er minnisstæðast þegar Eygló og Embla opnuðu saman pakka frá vinkonum sínum og í því var íslenskt nammi.  Þegar Eygló sá nammið þá strauk hún magann og sagði nammi namm og svo dansaði hún. Við náttúrlega skellihlógum yfir þessuLoL. Þann 28. desember var spilakvöld hér og var spiluð félagsvist. Þórarinn litli var alveg ótrúlegur, ekki nema 6 ára og vann hvert spilið á fætur öðru og fékk nánast enga hjálp við það. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Þann 29. desember fórum við í pinnkjötsveislu til Jóns og Barbro. Þetta var kjöt frá Noregi, ekkert smá gott. Svo var djamm á eftir. Við Pétur ákváðum svo að vera bara heima með stelpurnar á gamlárskvöld og hafa það kósý. Það var alveg yndislegt. Eftir matinn horfðum við á áramótaskaupið og svo þegar átti að fara að sprengja þessar fáeinu kökur sem fást hérna, eitthvað sem okkur Íslendingum myndi finnast óttalegt prump haha, að þá voru stelpurnar sofnaðar. Greyin litlu. Við fórum því bara út hjónin og sprengdum :0) 

Í gær snjóaði og stelpurnar voru svo æstar að fá að fara út. Embla var með hita daginn áður en við ákváðum samt að leyfa henni að fara út, því að það snjóar nú svo sjaldan hérna. Þær fóru því út kappklæddar. Embla fékk plastpoka til að renna sér á, en það var of lítill snjór í brekkunni í garðinum til að renna sér, þannig að hún kom grátandi inn. Ég sagði henni bara að búa til engil í staðinn og kenna Eygló að gera það líka. Þær gerðu það. Eftir að hafa verið úti í svona klukkutíma komu þær inn, alveg kafrjóðar og brosandi út að eyrum. Ég gerði svo heitt kakó handa þeim og svo léku þær sér allan daginn. Elsku litlu englarnir mínir. Þær fengu ekki að fara út í dag, því að Embla var enn með hita í gærkvöldi. Það er níu stiga frost í dag, sem er nú fremur óvenjulega kalt miðað vð hér. Þetta er kaldur vetur, en svo kemur vorið áður en ég veit af :0)  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1634

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband