Hitt og þetta :0)

Hæ, hæ.

Vá, hvað er langt síðan ég skrifaði síðast. Það er bara heill mánuður svei mér þá! Tryggvi og Lee Ann eignuðust tvíbura að kvöldi 7. apríl. Eina stelpu og einn strák og þeim heilsast vel. Alveg yndislegar fréttir. Tryggvi hringdi í mig þegar Lee Ann var komin á  spítalann. Mikið þótti mér vænt um að fá að vita þetta. Svo fengu allir e-mail þegar fæðingin var afstaðin og allt gekk vel sem betur fer.

Ég sló fyrsta sláttí í þar seinustu viku, eða rétt áður en Þórunn Elfa kom. Hún kom í heimsókn í lok apríl og við fórum á Aquarium safnið og svo á kaffihús og tvisar á smá jamm og svo í bíó og í óperuna. Brjálað að gera í þessa nokkra daga sem hún var hér. Við fórum að sjá Hollendinginn fljúgandi í óperunni. Það var bara gaman. Sá sem söng Hollendinginn var mjög góður, alveg yndislegt að hlusta á hann syngja.  Svo eftir óperuna fórum við í Kosningapartý hjá Tótu og Reyni. Þar var kjaftað og drukkið. Þórunn keyrði þetta kvöld hehe.

Síðan er búið að vera frekar rólegt. Ég var að passa litla strákinn hennar Evu í gær og það gekk bara vel. 

Ég og Arndís ætlum að vera með skipti pössun nætu 3 vikur eða þar til skólinn er búinn. Fyrsti dagurnn var í dag, þar sem ég var ein heima í allan dag. Það var ótrúlega skrítið. Ég kom heilmiklu í verk. Söng og söng, skrifaði niður texta til að læra og leitaði að skólum til að sækja um vinnu í. Við sjáum til hvernig það gengur, það er víst ekki auðvelt að fá vinnu núna. Allir að spara hehe.

Jæja, kæru vinir, þetta var nú það helsta sem var og er í fréttum :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1697

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband