Jólin...

Jólin voru alveg yndisleg hjá okkur. Við vorum með Nýsjálenskt lambalæri sem við keyptum í Whole Foods, ætluðum að kaupa það íslenska en það var ekki til. Það var alveg ágætt, en ég vel nú það íslenska fram yfir hitt. Eftir matinn opnuðum við pakkana í rólegheitum. Stelpurnar voru ansi spenntar yfir öllum þessum pökkum. Þetta gekk allt vel og þegar við vorum hálfnuð með pakkana gerðum við pásu og fórum og fengum okkur ananasfrómage, nammi namm. Stelpunum fannst hann ekkert góður svo þær fengu sér nammi í staðinn. Síðan kláruðum við að taka upp pakkana og fengum okkur kaffi og íslenskt konfekt og nutum þess í botn.

Rúnar og María og Strákarnir litu svo til okkar seinni partinn á jóladag. Það var svaka fjör hjá krökkunum. Rúnar og Pétur spiluðu tölvuleik langt fram eftir og við María sátum og spjölluðum í betri stofunni og saumuðum út. Við borðuðum svo restina af lambinu um kvöldið. Þegar krakkarnir voru farnir að sofa héldum við áfram að sauma út á meðan þeir spiluðu hehe og þegar ég var búin að sofna 3svar yfir saumaskappnum og missa nálina einu sinni á gólfið ákvað ég að það væri kannski best að fara að sofa haha.

Í gær prófaði ég leikinn sem Pétur gaf mér, en það er Mario Bros leikur. Pétur gaf mér nefnilega Wii tölvu í jólagjöf og þennan leik. Mikð roslega er hann skemmtilegur. Ég lék mér í þessu hálfan daginn og er ekki búinn að fá nóg af honum, eins og svo mörgum leikjum. Ég gef mér aldrei tíma til að læra þá almennilega, en þessi er ekki með margar skipanir og er einfaldur og skemmtilegur. Svo fórum við til Maríu og Rúnars um kvöldið og þau buðu okkur í mat og fromage. Rosalega gott. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.


Laufabrauðabakstur

Jæja, nú eru bara 3 dagar í jól og eitt og annað eftir að gera.

Í gær var sannkallaður Laufabrauðsbakstur. Arndís og Keli komu með sín börn, Rúnar og María og strákarnir, Sara og við hjónin bökuðum laufabrauð. Það var hnoðað, skorið og steikt frá klukkan 11 til 9 um kvöldið. Pétur var án gríns að steikja til klukkan níu. Þetta var svaka stuð og mikil jólastemning við þetta. Nú er til nóg af laufabrauði fyrir jólin Tounge.

Ég og Sara fórum í messu í kirkjunni sem Tryggvi frændi er prestur. Það var rosalega gott að geta sungið sálmana og lesið nótur aftur eftir svona langan tíma. Það sem mér fannst líka frábært við messuna er að söfnuðurinn tók vel undir og söng sálmana af mikilli innlifun. Kórinn var góður og greinilega mikill metnaður hjá kórstjórnandanum. Presturinn söng alveg yndislega. Þetta var mjög hátíðarlegt og bara líkt íslensku kirkjunni að mörgu leyti, messu uppbyggingin var mjög svipuð. Eftir messu spjölluðum við Tryggvi svolítið saman. Hann kynnti mig fyrir kórstjóranum og konu sem hefur eitthvað að gera með söng í brúðkaupum. Þannig að vonandi fæ ég eitthvað að gera í því. Hún ætlaði að senda honum upplýsingar um hvern ég ætti að tala við. Þetta kemur allt í ljós. Kirkjurnar í Bandaríkjunum eru þar sem samböndin eru. Þar er maður líklegur til að finna fólk sem getur bent manni hvert á að leita. Þar tala líka allir saman og allir þekkja alla í sínum söfnuði sem gerir kirkjuna hlýjan og góðan stað til að vera á Wink.

Á meðan við vorum í kirkju, bökuðu Embla og Pétur spesíur. Embla er orðinn meistari í að setja súkkulaði á þær og gerði það af mikilli nákvæmni. Eygló var ekki lengi að stelast með súkkulaðipokann upp á loft og sat þar í herberginu hennar Emblu og hámaði í sig súkkulaði dropa. Ég komst að því fljótlega, en gat ekki annað en hlegið þar sem hún sat útötuð súkkulaði alsæl á svip Grin.

Anna Fanney vinkona eignaðist stelpu klukkan átta á íslenskum tíma.  Innilega til hamingju með litlu prinsessuna Anna, Halli og Oddur Jarl og fjölskylda. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá hana.

Nú þarf ég að fara að baka aðra uppskrift af spesíum áður en Pétur minn kemur heim úr jólagjafaleiðangri, hafið það sem allra best kæru vinir Smile.


Jólaundirbúningur í hámarki um helgina :0)

Jæja, nú loksins gef ég mér tíma til að setjast niður.

Á föstudaginn fórum við á jólaball hjá CCPCool. Við áttum að koma með desert. Mætingin var góð og mikið stuð. Jólasveinnin kom og gaf pakka. Þetta er í fyrsta skipti sem Embla sest hjá jólasveininum án þess að öskra af hræðslu, en nú er systirin tekin við. Vá, hvað barnið var hrætt, hún var mjög hugrökk þangað til að hún átti að setjast í fangið á honum, þá trylltist mín af hræðslu. En hún fékk jólapakka eins og allir hinir krakkarnir. Þetta var mjög skemmtilegt. Við mæðgurnar fórum svo heim um 10 leytið um kvöldið, en Pétur skemmti sér aðeins lengur.

Á laugardaginn bakaði ég piparkökur, tvær tvöfaldar uppskriftirTounge. Rúnar og María komu með strákana og krakkarnir skreyttu piparkökur fyrir jólin. Þórarinn vildi nú fá að borða allar sínar strax og skildi ekkert í því af hverju maður þarf eitthvað að vera að bíða hehe, en Ásþór var mjög passasamur á sínar kökur. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt. Um kvöldið spiluðum við svo askinn eitthvað frameftir. Rúnar og María og strákarnir gistu svo hjá okkur um nóttina. 'A sunnudeginum var svo spilað aðeins lengur. Svo fóru þau heim og við hjónin út í garð og stelpurnar líka. Pétur klippti stóra runnann sem við setjum jólaljósin á og ég klippti greinarnar af einu af þremur trjánum sem þarf að klippa. Síðan settum við jólaljósin á runnan og núna er bara orðið svolítið jólalegt hjá okkur. Ég skreytti líka húsið með jólaljósum og jólamyndum sem við Embla festum á gluggana. Einnig kláraði ég að skrifa öll jólakort um helgina og verða þau flest öll send frá Íslandi. Húni og Anna tóku þau með til Íslands. Þannig að nú á bara eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og sjálft tréð og þá er allt klappað og klárt.

Kær kveðja Þóra Smile


Stoltir foreldrar

Í dag var farið í búðir og keyptar síðustu jólagjafirnar sem eiga að fara til Íslands. Það er voða notalegt að vera búin að því.

Í gær spilaði Embla á trommurnar með pabba sínum og var ekkert smá góð. Pétur spilaði undir á gítarnum. Hún hélt alveg taktiGrin. Pétur er að kenna henni að spila á þær, og kæmi mér ekki á óvart að afi og amma á Egilsstöðum fái smá tónleika þegar þau koma þann 27. desember. Hún sagði okkur að hún ætlaði að verða "perfect trommuleikari", en þegar Pétur sagði að það væri ekki til fullkominn trommuleikari að þá kom svipur á mína hehe, enda er hún með fullkomnunar áráttu af hæstu gráðu. En svo sagði hún "Ég ætla að verða mjög góður trommuleikari!" Það kom einnig fréttablað frá skólanum fyrir desember mánuðinn og kom nafn Emblu Nætur fram vegna þess að hún hafði fengið Achievement AwardsTounge. Litla duglega stelpan okkar.

Ekki má gleyma henni Eygló okkar en hún er líka voðalega duglegWink. Hún fór á klósettið í gær og sat þar mjög lengi, reyndar án þess að nokkuð gerðist en ég las fyrir hana Barbapabba á meðan hún sat. Við vorum að æfa okkur að telja ýmislegt sem var á blaðsíðunni og taldi mín þá bara í fyrsta skipti alveg ein upp á fimm og svo taldi hún upp á tíu. Embla er líka voðalega dugleg að benda á hitt og þetta og spurja hana hvað þetta og hitt kallast. Þetta er allt að koma hjá henni, en erfiðast hefur mér fundist að fá hana til að fara á klósettið  / koppinn og hvað þá að fá eitthvað í hann hehe. En þetta kemur með smá þolinmæði hjá okkur mæðgum hehe.

Við Pétur erum aðeins byrjuð að skreyta, og verður það klárað í næstu viku að setja upp öll ljós og gera jólastemmningu :0)


Geðveikt afmælispartý

Hæ,hæ,

Af okkur er allt gott að frétta. Við héldum upp á Thanksgiving á fimmtudaginn og buðum Söru og Badda, Önnu Rut og Húna og börnum þeirra. Pétur eldaði og tókst stórkostlega vel. Það er alveg sama hvort talað er um fyllinguna, kalkúninn sjálfan eða sósuna. Talandi um sósuna, þvílíkt nammi. Eftir matinn var boðið upp á heimatilbúnar sörur og kaffi. Síðan var spilað borðspilið "Mystery of the Abbey". Það var mjög skemmtilegt þetta kvöldSmile.

Á föstudaginn þann 28. nóvember, héldum við upp á afmælið mitt með svaka partýi. Þar voru flest allir íslendingarnir sem eru hér. Það var svaka stuð og Pétur fór og keypti fullt í barinn og gerði kjallarann geðveikt kósý. Úti undir pallinum bjó hann til borð úr gamalli hurð og málningadósum hehe. Svo setti hann kerti út um allt og dimmaði ljósin, ekkert smá rómó. Þetta gerði hann á methraða. Það var djammað fram til klukkan sex um morguninn. Það var kjaftað, drukkið og mikið sungið og spilað. Rúnar spilaði undir sönginn. Rosa fjör. Gaman, gamanLoL. Margir gistu hér hjá okkur og fóru svo heim um hádegi. Það var svo gaman að Þóra sem er aldrei þunn var þunn í einn sólarhring á eftirWink. Núna er ég loksins búin að þrífa kjallarann eftir okkur hehe.

 Við heyrumst fljótt aftur, knús og kossar, kær kveðja Þóra Cool


Þórarinn Þeyr 5 ára :0)

CoolHæ, hæ,

Hér er allt gott að frétta, allavega ennþá. Obama spáir að allt fari versnandi áður en það fer batnandi, en það er eðlileg þróun. Kannski maður fari að hamstra mat í frystinn áður en allt hækkar enn meira.

Við fórum í afmæli á laugardaginn hjá Þórarni og Herði Val. Þeir héldu upp á það saman strákarnir. Það var mikið fjör og mikið dót haha. Frábærar kökur og geðveikir brauðréttir. Afmælið var fram yfir miðnætti hjá stóra fólkinu og einnig hjá hluta af litla fólkinu. Við fengum okkur bjór og fórum út á pall hjá Rúnari og Maríu og kveiktum varðeld, og svo var spilað og sungið á íslenska vísu, svaka fjör, á meðan börnin léku sér inni að dótinu. Embla ákvað að fara að sofa, það var löngu kominn háttatími að hennar mati. Hún sofnaði í hjónarúminu litla prinsessan mín. En partýljónið, Eygló Þóra vakti alveg þangað til við fórum heim. Við hlógum mikið hjónin á heimleiðinni, því að Eygló skreið upp í stólinn sinn og blaðraði og hló og svo um leið og Pétur smellti beltinu var eins og ýtt hefði verið á off takka. Því litla skinnið steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en klukkan 9 daginn eftir haha. Já hún vill sko alls ekki missa af NEINU.

Nú er ég byrjuð eina ferðina enn á fullu í leikfiminni. Ég vona bara að engin veikindi verði á næsta leyti. Á eftir erum við Pétur að fara og kaupa kalkúninn fyrir Tanksgiving, því að það tekur víst 3 sóarhringa að þýða fuglinn. Baddi og Sara, Húni og Anna og börn ætla að koma í mat til okkar. Það verður svaka gaman hjá okkur, ég skrifa um það síðar hehe.

Til hamingju með afmælið í gær, Guðborg mín! Þúsund afmæliskossar til þín frá okkur öllum Wink.

 Kær kveðja ÞóraCool


Trommusett í afmælisgjöf :0)

Hæ,hæ,

Það er nú farið að kólna enn meira hér og lauf út um allt. Um helgina fór ég í saumaklúbb til Söru. Með í för var tannburstinn, gin og tonic. Því að nú átti sko að detta í það og gista, sem ég gerði. Það var mjög gaman hjá okkur og var mikið sungið og kjaftað. Ekta íslenskur saumaklúbbur. Það var mikið fjörGrin.

Daginn eftir var bara þreyta og svona sem fylgir deginum á eftir fyllerí heheSick. Pétur segir allt í einu við mig um kvöldið að hann þurfti að skreppa svolítið og hann myndi koma frekar seint. Allt í lagi með það hann fer og ég kem börnunum okkar í rúmið og svona og fer svo bara að sauma út. Svo kemur minn maður heim og fer að bauka eitthvað voðalega mikið niðrí kjallara. Hann kemur svo upp og segir mér að koma aðeins með sér niðrí kjallara, hann sé með afmælisgjöf handa mér. Ég fer auðvitað niður og þá blasir við mér trommusettW00t. Mig hefur nefnilega langað í trommusett síðan ég var 13 ára. Nú er loksins langþráður draumur orðinn að veruleika og nú þarf ég að fara að æfa mig hehe. 'Eg veit núna hver grunnslögin eru og þegar ég hef samhæft það að þá bæti ég smátt og smátt við.  Ég setti inn myndir af því á síðuna, svo þið getið skoðað gripinn. Hafið það sem allra best kæru vinirSmile.

 Kær kveðja Þóra :0)


Eygló litla lasin

Hæ,hæ,

Jæja loksins sest ég við skriftir. Það var mjög ljúft að fá karlinn heim eftir 3 vikna fjarveru. Við höfðum það voða kósí fyrsta daginn, en svo dreif ég mig í bíó með Hörpu, en hún er að fara að flytja hingað eftir áramót, og Söru. Við fórum á myndina "The life with the bees". Þetta er alveg frábær mynd og ég hvet alla til að sjá hanaSmile.

Í gær fór ég í annan söngtíma og það var rosalega gaman auðvitað. Í þessum tíma fann ég loks framför og fann að það er að fara að skila sér það sem við erum búin að vera að vinna að, sem er alltaf góð tilfinningWink. Sara fór með mér, en hún fór að versla eina jólagjöf sem var í búð rétt hjá. Eftir söngtímann fórum við og fengum okkur pizzu. Það var alveg yndislegt að komast aðeins út og vera ein með vinkonu að spjalla við. Smá afslöppun í lok dagsins. Þegar vð komum heim voru stelpurnar sofnaðar. Pétur sagði mér að Eygló hafi verið að leika sér í litla fataskápnum frammi á gangi og svo steig hún út úr honum alveg náhvít í framan og ældi yfir allt parketið, sem betur fer ekki á teppið. Greyið litla var orðin sárlasin. Svo þegar ég var að fara að sofa að þá sá ég að hún hafði ælt yfir sig alla og svaf bara í öllu samanSick. Þannig að ég varð að vekja greyið og þvo á henni hárið og setti hana svo í þur föt og Pétur talaði við hana á meðan ég skipti á öllu saman og svo sváfum við mæðgur bara saman í gestaherberginu. En hún hefur ekkert gubbaði í nótt, ég held að þessi mikli hiti sem hún fékk í nótt hafi drepið allt saman. Hún var svo með 8 kommur í morgun, litla skinnið.

Annars er dagurinn í dag bara búinn að vera rólegur. María og Sara komu hingað í kaffi og við spjölluðum saman á meðan Þórarinn og Eygló léku sér fallega saman. Þau eiga alveg rosalega vel saman frændsystkininTounge. Embla var að koma heim úr skólanum og byrjaði strax að lita og föndra, en það er eitt af því skemmtilegasta núna. Allskonar föndur og handavinnaSmile.

Kær kveðja Þóra :0)


Söngtími og veröndin klárast :0)

hæ, hæ,

Á fimmtudagsmorgun fór ég í minn fyrsta söngtíma eftir veturinn. Mikið rosalega var gaman. Það varð smá "breaktrough" sem var æði og einmitt það sem ég þurfti á að halda til að áhuginn blossi upp aftur. Ég tók mömmu og pabba með niðrí bæ. Mamma kom í söngtímann á meðan pabbi gekk um bæinn með Eygló í kerrunni. Þegar ég kom úr tímanum var Eygló steinsofnuð. Við fórum á Starbucks og ég bauð mömmu og pabba upp á kaffi, smá pasta og eina köku sem við skiptum bróðurlega á milli okkar. Það var sól og hiti. Alveg æðislegt veður. Við skoðuðum Ólympíugarðinn og allar stórbyggingarnar. Þetta var bara yndislegur dagur. Svo um leið og við komum heim fór pabbi að vinna í veröndinni hehe. Um kvöldið bauð ég mömmu og pabba upp á dýrindis nautasteik sem ég grillaði og mjög gott rauðvín með. Pabbi vann alveg fram að kvöldmat. Það er svo yndislegt að hafa þau. Mamma og ég fórum og rökuðum garðinn, öll laufblöðin og allar furu nálarnar / pine needles. 

Pabbi kláraði veröndina á föstudaginn. Ég ákvað að bjóða þeim að fara til Atlanta og leyfa þeim að upplifa næturlífið þar. Við fórum með Tótu, bróður hennar og foreldrum á Loga Luna, sem er dansstaður, en urðum fyrir vonbrigðum í þetta sinn. Við fórum þaðan á bar sem var með lifandi tónlist svolítið frá og þar var stuðið. Lifandi blústónlist og alvöru tónlistarmenn. Allir voru hæstánægðir með þetta. Sara var svo góð að passa fyrir mig á meðan ég skrapp með foreldrana í stuðið.

Á laugardeginum keyrði ég mömmu og pabba út á flugvöll. Ég verð að viðurkenna að það var ekki auðvelt að kveðja. Vitandi að það er hálft ár þangað til við hittumst aftur. En allt frí tekur enda. Þeim langaði báðum að vera viku lengur sem gleður mig, því að þá hefur verið notalegt að vera hér hjá okkur. Ég gerði nú ekki mikið restina af deginum nema að þvo og sauma út. Er að reyna að klára heilan jólasokk, smá bjartsýni hérna haha.´

Í dag er frekar svalt, 15 stig og sól. Þið hljótið að hugsa hvað er hún að kvarta, heil 15 stig. En það er aðeins öðruvísi hér í 15 en heima í 15 gráðum. Stelpurnar léku sér allan morguninn úti, næstum fram að hádegi á meðan ég var í tölvunni að tala við mömmu, Berglindi og Pétur. Ekki alla á sama tíma samt haha. Sara ætlar svo að koma í smá kaffi eftir hádegi, þannig að mér ætti nú ekki að leiðast. Og svo er bara að æfa sig fyrir næsta söngtíma, ekki leiðinlegt Wink.

 Kær kveðja Þóra :0)


Barack Obama kosinn forseti :0) "Yes, we can!"

Hæ,hæ,

Á mánudaginn fórum við mamma í Farmers Market. Þar var keypt allt í matinn og auðvitað gott rauðvín og hvítvín. Mamma bauð okkur í æðislega góða fiskisúpu. María kom með strákana og opnuð var hvítvíns flaska. Svo var krökkunum komið í háttinn og við supum á góðu hvítvíni. Þegar leið á kvöldið langaði mig ekki í meira vín en María og mamma urðu mjög skemmtilegar og fjörugar þegar líða tók á kvöldið hahaha. Það var mjög skemmtilegt hjá okkur.

Pabbi er búinn að vera að vinna í veröndinni í allan dag, og núna erum við að horfa á kosningarnar. Obama varð forseti klukkustund fyrir miðnætti, mér til mikillar gleðiSmile. Vona ég svo innilega að hann eigi eftir að koma með betri og bættari tíma. Þetta er söguleg stund fyrir Bandaríkin og fyrir allt afríska-ameríska fólkið í landinu. Ég man enn eftir því þegar Bush var kosinn en þá var ég í New York árið 2000 og núna árið 2008 er ég stödd enn og aftur í Bandaríkjunum í kosningum. Ég verð að viðurkenna að það er gaman að upplifa svona sögulega stundCool.

Kær kveðja Þóra Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1697

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband