Barack Obama kosinn forseti :0) "Yes, we can!"

Hæ,hæ,

Á mánudaginn fórum við mamma í Farmers Market. Þar var keypt allt í matinn og auðvitað gott rauðvín og hvítvín. Mamma bauð okkur í æðislega góða fiskisúpu. María kom með strákana og opnuð var hvítvíns flaska. Svo var krökkunum komið í háttinn og við supum á góðu hvítvíni. Þegar leið á kvöldið langaði mig ekki í meira vín en María og mamma urðu mjög skemmtilegar og fjörugar þegar líða tók á kvöldið hahaha. Það var mjög skemmtilegt hjá okkur.

Pabbi er búinn að vera að vinna í veröndinni í allan dag, og núna erum við að horfa á kosningarnar. Obama varð forseti klukkustund fyrir miðnætti, mér til mikillar gleðiSmile. Vona ég svo innilega að hann eigi eftir að koma með betri og bættari tíma. Þetta er söguleg stund fyrir Bandaríkin og fyrir allt afríska-ameríska fólkið í landinu. Ég man enn eftir því þegar Bush var kosinn en þá var ég í New York árið 2000 og núna árið 2008 er ég stödd enn og aftur í Bandaríkjunum í kosningum. Ég verð að viðurkenna að það er gaman að upplifa svona sögulega stundCool.

Kær kveðja Þóra Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar og María

Húrra!

kveðja María

Rúnar og María, 5.11.2008 kl. 18:54

2 identicon

Sæl frænka

Ég gladdist líka... samt finnst mér svo sorglegt að árið 2008 séum við að fagna fyrsta svarta forsetanum! En Bandaríkin voru greinilega ekki tilbúinn fyrr og enn síður fyrir konu!!

Bið að heilsa yfir hafið

Unnur Björk 

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband