Stelpurnar eiga afmæli :0)

Einhvern veginn hefur það æxlast að það er búið að vera partý eða eitthvað um að vera síðustu þrjár helgar. Brjálaður mánuður hehe. Það var ákveðið að hafa svona stelpudag án barna og manna. Við hittumst niður á Altantic station og drukkum rauðvín og rósavín. Svo var kíkt smá í búðir og verslað. Svo var sest niður á annan stað og þar drukkum við María mjög skemmtilegan romm-kokteil saman í risastóru glasi. Mjög gaman. Drukkum tvo svoleiðis. Eftir það var leiðinni haldið heim til Brynju og þar var djammað til klukkan fjögur um nóttina. Pétur kom svo og náði í okkur sveitadísirnar.

Svo helgina þar á eftir var Júróvision-party hérna í kjallaranum hjá okkur. Það var sjónvarp tengt á báðum hæðum. Jón Helgi og Pétur gerðu mjög flottan pinnamat og svo var skálað í kampavíni og horft á Jurovision. Þetta var langur og skemmtilegur dagur. Allir skemmtu sér konunglega enda mikil stemmning.

Þann 19. maí varð Eygló okkar 3ja ára. Embla var í skólanum og við ákváðum mæðgurnar í tilefni dagsins að stefna öllum liltu krökkunum í Stone Mountain Park og þar fengu þau að leika sér. Sem betur fer tók Anna Rut Eygló með sér í bílinn, því á leið í garðinn bilaði bíllinn okkar. Og við sem vorum nýbúin að gera við hann. Ég hringdi í stelpurnar og bað einhverjar um að koma og hjálpa mér að ýta bílnum upp á næsta grasbala, því að löggan sagði að bíllinn væri á mjög hættulegum stað. Hún var líka svo elskuleg að kalla á löggumenn til að hjálpa mér. Eftir smá stund kom Anna Rut og svo komu allt í einu 3 lögreglubílar. Einn með blikkandi ljósum og sírenurnar á fullt. Ég fór nú svolítið hjá mér en mikið var ég glöð að sjá þessa herramenn koma hjálparvana konunni til bjargar. Þegar búið var að ýta bílnum út af, kom heill bílafloti sem var tilbúinn að hjálpa, María kom og Pétur og svo sá ég tvo aðra bíla keyra fram hjá sem voru Arndís og Tóta. 'Eg gat nú ekki annað en brosað og hugsað "Já, það er nú gott að eiga góða að". Þegar Pétur kom sagði einn lögreglumaðurinn við hann, "Já, hún hlýtur að hafa gert eitthvað, svo bíllinn bilaði". Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta yfir áliti lögreglumannsins á konum og bílum. Svo var bíllinn dreginn á verkstæði og komumst við að því að tímareiminn hafði slitnað, en bíllinn bjargaðist sem betur fer. Hann lifir enn!!! hehe

Helgina næstu átti Húni afmæli og var þá partý og svaka stuð. Það var mikið um kræsingar. Ég ákvað að vera á bíl í þetta skipti og leyfa manninum að fá sér í aðra löppina. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og fórum við síðust heim :0)

Í dag á Embla okkar afmæli og er orðin 6 ára. Úff, hvað þetta líður hratt. Litla stelpan mín að verða svo stór. Hún vaknaði við pakka eins og systir hennar fékk á sínu afmæli. Svo fór ég í söngtíma niður í bæ og þær fengu að vera hjá Brynju niðrí bæ á meðan. Þegar ég kom fórum við á leikvöll og leyfðum þeim að fá smá útrás í leik og svo lá leiðin til Tótu. Þar var Arndís og við fengum okkur kaffi og spjölluðum saman. Þetta var alveg yndislegur dagur með sól og sumri. Síðan var keypt nammi handa henni Emblu minni og hún valdi sér eina mynd sem þær systur horfðu á saman. Við ætlum svo að halda upp á afmælið þeirra beggja á morgun. Þá komum við öll saman og höfum gaman. Embla valdi skellibjölluköku og Eygló litlu hafmeyjuna, ég reyndi að gera þá köku í fyrra og Pétur hló svo mikið. Greinilega ekki verið mjög flott hehe, hva, munnurinn mistókst bara aðeins. Ég reyni að standa mig betur í kökulistinni á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband