Flensan herjar á okkur mæðgur

Það er svo sem ekki mikið að frétta héðan, annað en að vorið er svo sannarlega komið, með rigningu og sól.

Embla varð mjög veik á fimmtudaginn og kvartaði um hausverk. Síðan var henni illt í hálsinum. Á föstudeginum hækkaði hitinn upp í 39 gráður og ekkert lát á að barninu mínu færi að líða betur. Við urðum að sleppa þemapartýinu hjá CCP vegna veikinda. Á laugardagskvöldinu ríkur daman upp í 39,8 og var mér þá ekki farið að lítast á blikuna og hringdi í Brynju, en hún er íslenski hjúkrunarfræðingurinn í grúppunni. Það er sko gott að hafa hjúkrunarfræðing hérna á svæðinu. Hún sagði mér að gefa henni hitalækkandi og fylgjast svo með hvort hitinn lækkaði ekki. 'Eg gaf henni hálfa panodíl og svo var bara fylgst með hvort hitinn færi nú ekki að lækka, sem hann gerði sem betur fer og næsta dag var mín komin með 38,7. En nú varð það mamman sem var orðin veik. Ég hef ekki fengið hita í einhver ár, enda mældi ég mig tvisvar sinnum því að ég var viss um að þetta hlyti að vera vitlaust. 'I dag er Embla mun betri en ég mun verri. Ég fór með Emblu til læknis og útkoman var að þetta er flensa. Læknirinn var nú heldur hissa hvað við fengum hana seint, því að hún á að vera að mestu afstaðin. Þannig að nú er bara að bíða og láta sér batna. Pétur, Jón og Rúnar fóru á jarðarför sem er fimm tíma héðan og lögðu eldsnemma af stað í morgun.

Annars er nú mest lítið að frétta, nema að ég tel dagana þangað til við komum til Íslands, ég get hreinlega ekki beðið að sjá ykkur öll og njóta íslenskrar veðurblíðu. Ferskt loft og hlýan svalan í andlitið, það er ekkert sem toppar það. Það verður sko farið í útreiðartúr og útilegu. Það er efst á óskalistanum ákkurat núna og jú, íslenskt lambakjöt, nammi namm. Grillaðar kótilettur úff, nei nú hætti ég. Ég verð nú bara svöng á þessu tali.

Jæja, knús og kossar og hafið það sem allra best :0)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný og Reynir

Látið ykkur batna mæðgur

Guðný og Reynir, 6.4.2009 kl. 21:52

2 identicon

Takk fyrir það.

Nú er Eygló mín orðin lasin. þannig að nú eru bara Pétur og Jón eftir. Ég vona svo innilega að þeir sleppi við þetta.

Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband