30.11.2008 | 21:58
Geðveikt afmælispartý
Hæ,hæ,
Af okkur er allt gott að frétta. Við héldum upp á Thanksgiving á fimmtudaginn og buðum Söru og Badda, Önnu Rut og Húna og börnum þeirra. Pétur eldaði og tókst stórkostlega vel. Það er alveg sama hvort talað er um fyllinguna, kalkúninn sjálfan eða sósuna. Talandi um sósuna, þvílíkt nammi. Eftir matinn var boðið upp á heimatilbúnar sörur og kaffi. Síðan var spilað borðspilið "Mystery of the Abbey". Það var mjög skemmtilegt þetta kvöld.
Á föstudaginn þann 28. nóvember, héldum við upp á afmælið mitt með svaka partýi. Þar voru flest allir íslendingarnir sem eru hér. Það var svaka stuð og Pétur fór og keypti fullt í barinn og gerði kjallarann geðveikt kósý. Úti undir pallinum bjó hann til borð úr gamalli hurð og málningadósum hehe. Svo setti hann kerti út um allt og dimmaði ljósin, ekkert smá rómó. Þetta gerði hann á methraða. Það var djammað fram til klukkan sex um morguninn. Það var kjaftað, drukkið og mikið sungið og spilað. Rúnar spilaði undir sönginn. Rosa fjör. Gaman, gaman. Margir gistu hér hjá okkur og fóru svo heim um hádegi. Það var svo gaman að Þóra sem er aldrei þunn var þunn í einn sólarhring á eftir. Núna er ég loksins búin að þrífa kjallarann eftir okkur hehe.
Við heyrumst fljótt aftur, knús og kossar, kær kveðja Þóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábært partý !!
Guðný og Reynir, 1.12.2008 kl. 01:52
Pínu sein... en TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ elskan! ...Hefði svo viljað mæta, enda veit ég af reynslu hve mikið stuð er í partýum hjá ykkur hjónakornum.. en kannski næst, maður veit aldrei hvar maður verður að ári. Risaknús afmælisstelpa!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 1.12.2008 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.