17.11.2008 | 23:03
Trommusett í afmælisgjöf :0)
Hæ,hæ,
Það er nú farið að kólna enn meira hér og lauf út um allt. Um helgina fór ég í saumaklúbb til Söru. Með í för var tannburstinn, gin og tonic. Því að nú átti sko að detta í það og gista, sem ég gerði. Það var mjög gaman hjá okkur og var mikið sungið og kjaftað. Ekta íslenskur saumaklúbbur. Það var mikið fjör.
Daginn eftir var bara þreyta og svona sem fylgir deginum á eftir fyllerí hehe. Pétur segir allt í einu við mig um kvöldið að hann þurfti að skreppa svolítið og hann myndi koma frekar seint. Allt í lagi með það hann fer og ég kem börnunum okkar í rúmið og svona og fer svo bara að sauma út. Svo kemur minn maður heim og fer að bauka eitthvað voðalega mikið niðrí kjallara. Hann kemur svo upp og segir mér að koma aðeins með sér niðrí kjallara, hann sé með afmælisgjöf handa mér. Ég fer auðvitað niður og þá blasir við mér trommusett. Mig hefur nefnilega langað í trommusett síðan ég var 13 ára. Nú er loksins langþráður draumur orðinn að veruleika og nú þarf ég að fara að æfa mig hehe. 'Eg veit núna hver grunnslögin eru og þegar ég hef samhæft það að þá bæti ég smátt og smátt við. Ég setti inn myndir af því á síðuna, svo þið getið skoðað gripinn. Hafið það sem allra best kæru vinir.
Kær kveðja Þóra :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er almennilegt Góða skemmtun við trommuspilið, mér finnst þetta algjör snilld
Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:09
Til hamingju med settid! og takk fyrir frabaert laugardagskvold :)
Guðný og Reynir, 18.11.2008 kl. 15:24
He, he, Takk fyrir það frænka. Ég er að reyna að vera voða dugleg að æfa mig, er enn að reyna að ná grunn slögunum :0)
Takk Guðný, þið ættuð bara að koma og sjá!!! hahaha
Knús og kossar frá mér til ykkar allra :0)
Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:17
Jahá! Þá getum við stofnað band saman... til lukku með settið rokkari! Knús!!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.11.2008 kl. 16:40
Takk fyrir það :0) Það væri cool!!! Gæti kallast "Húsmæðrabandið!" hahaha. Knús til þín, elsku vinkona!
Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.