9.11.2008 | 16:28
Söngtími og veröndin klárast :0)
hæ, hæ,
Á fimmtudagsmorgun fór ég í minn fyrsta söngtíma eftir veturinn. Mikið rosalega var gaman. Það varð smá "breaktrough" sem var æði og einmitt það sem ég þurfti á að halda til að áhuginn blossi upp aftur. Ég tók mömmu og pabba með niðrí bæ. Mamma kom í söngtímann á meðan pabbi gekk um bæinn með Eygló í kerrunni. Þegar ég kom úr tímanum var Eygló steinsofnuð. Við fórum á Starbucks og ég bauð mömmu og pabba upp á kaffi, smá pasta og eina köku sem við skiptum bróðurlega á milli okkar. Það var sól og hiti. Alveg æðislegt veður. Við skoðuðum Ólympíugarðinn og allar stórbyggingarnar. Þetta var bara yndislegur dagur. Svo um leið og við komum heim fór pabbi að vinna í veröndinni hehe. Um kvöldið bauð ég mömmu og pabba upp á dýrindis nautasteik sem ég grillaði og mjög gott rauðvín með. Pabbi vann alveg fram að kvöldmat. Það er svo yndislegt að hafa þau. Mamma og ég fórum og rökuðum garðinn, öll laufblöðin og allar furu nálarnar / pine needles.
Pabbi kláraði veröndina á föstudaginn. Ég ákvað að bjóða þeim að fara til Atlanta og leyfa þeim að upplifa næturlífið þar. Við fórum með Tótu, bróður hennar og foreldrum á Loga Luna, sem er dansstaður, en urðum fyrir vonbrigðum í þetta sinn. Við fórum þaðan á bar sem var með lifandi tónlist svolítið frá og þar var stuðið. Lifandi blústónlist og alvöru tónlistarmenn. Allir voru hæstánægðir með þetta. Sara var svo góð að passa fyrir mig á meðan ég skrapp með foreldrana í stuðið.
Á laugardeginum keyrði ég mömmu og pabba út á flugvöll. Ég verð að viðurkenna að það var ekki auðvelt að kveðja. Vitandi að það er hálft ár þangað til við hittumst aftur. En allt frí tekur enda. Þeim langaði báðum að vera viku lengur sem gleður mig, því að þá hefur verið notalegt að vera hér hjá okkur. Ég gerði nú ekki mikið restina af deginum nema að þvo og sauma út. Er að reyna að klára heilan jólasokk, smá bjartsýni hérna haha.´
Í dag er frekar svalt, 15 stig og sól. Þið hljótið að hugsa hvað er hún að kvarta, heil 15 stig. En það er aðeins öðruvísi hér í 15 en heima í 15 gráðum. Stelpurnar léku sér allan morguninn úti, næstum fram að hádegi á meðan ég var í tölvunni að tala við mömmu, Berglindi og Pétur. Ekki alla á sama tíma samt haha. Sara ætlar svo að koma í smá kaffi eftir hádegi, þannig að mér ætti nú ekki að leiðast. Og svo er bara að æfa sig fyrir næsta söngtíma, ekki leiðinlegt .
Kær kveðja Þóra :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.