Myndi gera næstum allt fyrir gott kaffi :0)

Hæ, hæ,

Á sunnudaginn fórum við með stelpurnar á leikvöllinn. Það var sól og hiti. Ég dauðsá eftir að hafa valið mér gallabuxur og síðerma bol til að vera í. Hvernig á maður að vita þetta, hvernig veður er svona á miðjum vetri. María og strákarnir komu líka og það var mjög gaman hjá okkur og krökkunum. Eftir einn og hálfan klukkutíma ákváðum við að fara í Decatur. Þar byrjuðum við á að fá okkur að borða, og skammtarnir náttúrlega fyrir naut en ekki manneskjur, en ég er nú búin að læra að skilja bara efitr það sem kemst ekki niður, annars myndi ég verða ansi "vel" vaxin. Mig langaði að sýna mömmu og pabba þennan litla miðbæ sem þar er og uppáhalds kaffihúsið mitt Java Monkey, sem ég kemst samt allt of sjaldan á, enda tekur 20 mín. að keyra þangað frá mér. En kaffið frá þeim er geðveikislega gott. Geri næstum allt fyrir gott kaffi. Þið ættuð að sjá mig í Target að lykta af öllum kaffibaununum sem þar eru og velja svo (sjálfsafgreiðsla í kaffinu og að mala), yfirleitt tek ég einhverjar tvær tegundir og sulla þeim saman og út úr því kemur þetta fína kaffibragð. Já, maður verður að bjarga sér í Ameríkunni. Á Java Monkey hittum við Reyni og Guðný og Jenný. Þar spjölluðum við í hálftíma sem varð eins og klukkustund því að krakkarnir voru ansi háværir og fjörugir. Þetta varð til þess að allir héldu fast um kaffibollana sína. Við María komumst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að taka alla krakkana með á kaffihús hehe.

Pabbi er kófsveittur að vinna í veröndinni fyrir okkur hjónin. Ég held að það verði langur tími þangað til að hann komi aftur hahahaLoL. En ég held að hann hafi nú svolítið gaman að þessu líka. Ef hann væri ekki að smíða pall að þá væri hann örugglega að klippa runnana fyrir framan húsið eða eitthvað. Í þessu húsi er alltaf nóg til af verkefnum. Engum ætti að leiðast hjá Þóru og Pétri  í stóra húsinu með stóra garðinum. Nú er stiginn kominn upp. Nú á eftir að setja handrið og ditta að hinu og þessu í kringum þetta og þá er hann tilbúinn. Ég held að ég verði bara að kaupa kampavín eða eitthvað gott til að skála í fyrir nýja pallinum og smiðnumCool.

kær kveðja Þóra Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband