Mamma og systur voru í heimsókn :0)

Hæ, hæ,

 Mamma, Erla og Jóna lentu á flugvellinum í Atlanta þann 28. október. Ég næ í þær í góðu veðri. Við förum heim og tökum því rólega svona fyrsta daginn. 'A föstudeginum fórum við upp í sveit til tengdaforeldra Trygga með Tryggva frænda og Lee Ann. Það var mjög skemmtilegt og þvílík náttúrufegurð á þessum stað. Við fengum túr um landið og sáum nautgriparæktunina sem hann er með þarna. Landið er risastórt og tók töluverðan tíma að fara yfir þetta allt. Um kvöldið fengum við dýrlegan kvöldmat. Að því búnu fórum við heim. Eygló skemmti sér konunglega, enda fékk hún kók og nammi. Hún skipti namminu systurlega á milli sín og Emblu og geymdi það þangað til hún kom heim. Alltaf að hugsa um systur sína. Frábær dagur. Halloween var svo á laugardeginum. Um morguninn fórum við að skoða búninga. Konurnar keyptu sér nornahatta og ég keypti mér hárkollu, ég var búin að kaupa búninginn áður en þær komu :0). Um kvöldið fórum við öll saman í trick or treat. Embla gat ómögulega sagt "Trick or treat" henni fannst það bara mjög dónalegt að hóta fólki að hrekkja það. Þannig að hún sagði "Happy Halloween!" en Eygló sagði "Trick or treat" það var mjög sætt. Þær sneru svo heim með fullar fötur af nammi og tók langan tíma að borða þetta allt. Síðar um kvöldið fórum við svo til Jóns og Barbro. Þar var partý, eftir það fóru systurnar heim og stelpurnar með þeim, en við Pétur skruppum í Halloween partý hjá fyrirtækinu, það var mjög gaman.

Daginn eftir skruppum við svo í mollinn og það var mikið keypt. Næstu dagar voru búðardagar. Á miðvikudeginum tókum við pásu á búðum og Jóna og Erla fóru í Aquarium og ég, mamma og Eygló  fórum í Coca Cola verksmiðjuna á meðan. Það var mjög gaman, sérstaklega fannst mér skemmtilegt að horfa á mömmu gretta sig ógurlega, þegar hún smakkaði einhvern ógeðisdrykk frá einhverju landinu. Það var nefnilega smökkun á allskonar drykkjum frá Coca Cola frá mismunandi löndum, það vantaði þó 'Island inn í þetta. Það væri of mikil samkeppni við þá hér held ég hehe, enda íslenska kókið lang, lang best :0) Eftir þetta keyri ég þær í lyftuna upp á Stone Mountain steininn og ég fór að ná í Emblu í skólabílinn á meðan. Síðan keyrði ég Emblu til Barbro því að við komumst ekki allar í bílinn. Keypti eitthvað að borða handa þeim, enda ekki búið að borða neitt þann daginn, nema morgunmat. Þær borðuðu svo á skottinu á bílnum og svo var farið í kaffi til Barbro hehe. Mikil törn þennan dag. Við fórum þaðan um 6 leytið. 'Eg náði í Pétur og svo fórum við á Loca Luna og þar borðuðum við marga litla rétti og hlustuðum á lifandi salsatónlist, eftir það var ferðinni heitið á Carpé Diem og þar hlustuðum við á lifandi djass og þær drukku hvítvín og svona á meðan ég fékk mér kaffi og köku:0) Við skemmtum okkur konunglega, en vorum alveg búnar á því þegar við komum heim. Daginn eftir og alla hina dagana sem eftir vorum, vorum við í búðum. Þetta var mjög skemmtilegt og ég vona að þær hafi líka skemmt sér vel, því að mér fannst yndislegt að hafa þær. Það er þeim að þakka að nú veit ég nákvæmlega hvar allt er í Discover Mills mollinum HAHAHA.

Knús á ykkur elskulegu systur. Við sjáumst svo hressar í sumar :0) Smá ekstra knús á mömmu:0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband