Stoltir foreldrar :0)

Embla situr hérna við hliðina á mér og les fyrir skólann, voðalega notalegt. Eygló er að horfa á uppáhaldsmyndina sína GOSI á meðan hehe. Það er farið að kólna svolítð hérna hjá okkur og þá finn ég hvað húsin hérna eru illa einangruð en samt finnst mér kuldinn notalegri en hitinn sem er hér í júlí og ágúst. Embla kom heim með þrenn verðlaun frá skólanum á föstudaginn fyrir árangur í skólanum á fyrstu 9 vikunum. Hún var rosalega stolt eins og við hin auðvitað. Hún fékk frían ís og frían mat á veitingastað í verðlaun. Hún fékk "Principal's Academic Award", þau verðlaun fær maður fyrir að vera með A í öllu eða E (Excellent), næstu verðlaun voru "Certificate of Achievement" (improvement of extra effort) og svo verðlaun fyrir "Perfect Attendance" (fullkomin mæting)Smile. Hún bauð systur sinni upp á ís í gær. Hún er rosalega dugleg að læra og finnst það mjög skemmtilegt. Einhvern veginn leikur allt í höndunum á henni :0) Eygló getur ekki beðið eftir að fá að byrja í skóla og er að læra stafina núna með mömmu á daginn. Hún verður voðalega glöð þegar hún finnur að hún kann eitthvað af þeim. Þetta gengur aðeins hægar að læra stafina þar sem að hún er að læra þá bæði á ensku og íslensku. En hún er voðalega dugleg :0)Það er mjög gaman að fylgjast með þróuninni hjá Eygló að teikna, reyndar hjá þeim báðum, fyrst voru það karlar með hendur og fætur út úr höfðunum, það er reyndar enn þannig, en það var t.d. aldrei neitt hár á þeim, en núna er sko svakalega mikið hár á höfðinu á þessum körlum og kerlingum haha Smile. Við fórum í matarboð á föstudaginn til Frigga og Brynju. Það var alveg frábær matur og mjög gaman. Við fórum ekki heim fyrr en klukkan 6 um morguninn. Í dag fór Pétur í golf en við stelpurnar vorum bara hérna heima að hafa það notalegt í kluldanum.

 Nú fer að styttast í að mamma, Erla og Jóna koma í heimsókn. Ég get varla beðið ég hlakka svo til. Alltaf gaman að fá heimsóknir. Þetta verður stuttur tími og við munum hafa nóg að gera :0) Segi ykkur frá því þegar þær koma. Halloween verður þá og svaka stuð :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband