25.8.2009 | 14:10
Lífið í Atlanta
Loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrifa um lífið hér í Atlanta.
Það er búið að vera mjög gott veður hér, en ég farin að finna smá kulda í lofti á morgnanna, sem mér finnst reyndar æði. Embla er búin að vera tvær vikur í skólanum og gengur rosalega vel. Hún fær mjög góða einkunn í hverri viku. Kennarinn gefur einkunn fyrir hverja viku, hegðun og vinnu heima og í skólanum. Eygló er mjög háð systur sinni og finnst erfitt að sjá eftir henni í skólann. Hún fær að byrja í leikskóla næsta haust.
Við Pétur fórum á föstudaginn í hjónagolf og Guðborg frænka passaði. Þetta var keppni sem var þannig að sá sem átti betra skor á þeirri holu vann holuna. Við urðum í fjórða sæti, það hefði verið ljúft að vera aðeins hærri. Næsta dag var önnur keppni sem fjórir voru saman í grúppu og áttu allir að taka kúluna sína að besta skotinu hjá hverjum og einum í grúppunni. Þetta var mjög skemmtilegt. Ég fór með þeim bræðrum. Við áttum öll góð skot, en Pétur átti nú þau flest. Hann chippaði t.d. einu sinni beint í holuna, sem var mjög cool hehe. Við fengum æðislegt veður báða dagana. Á sunnudaginn fórum við með Emblu og Eygló í mini-golf. Þeim fannst rosalega gaman. Jón og Barbro, Guðborg og Bjarki komu líka.
Við Sigga, hún er kona Jóns Hördal, en hann vinnur í CCP og hún er hér að læra í 6 mán., förum alltaf í golf á miðvikudagsmorgnum. Þ.e.a.s. þegar ég fæ pössun. Við spiluðum 18 holur síðast. Núna ætlar Chardonee að passa fyrir mig og Brynju, en hún ætlar að koma með okkur næsta miðvikudag. Ég hlakka voðalega til.
Annars er mest lítið að frétta þannig. Lífið heldur áfram og verður hversdagslegt eins og alls staðar annars staðar :0) Ég sló fyrir framan hús og gerði snyrtilegt. Núna er bara túnið fyrir aftan hús eftir. Það er ekki hægt að kalla þetta garð hahaha.
Hafið það sem allra best kæru vinir :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.