30.3.2009 | 12:33
"Pabbi, ég hló svo mikið að ég pissaði á mig!"
Það er mikið búið að rigna síðustu daga. Það er langt síðan ég hef séð annað eins, en kosturinn við það var að nýi pallurinn er orðin alveg skínandi hreinn og fínn. Í dag er frekar kalt en verður þurrt og á að hlýna með deginum, en svo er spáð rigningu alveg fram á föstudag. Veðurspá lokið hehe.
Þóra skellti sér í Pilates á mánudeginum síðasta, sem væri svo sem ekki frásögu færandi nema að ég fór svo í bakinu eftir tímann að ég gat varla gengið, en sem betur fer að þá er það allt að lagast, en varð til þess að það var engin leikfimi í heila viku.
Pétur hélt vinnupartý á föstudaginn. Bræðurnir tóku allt í gegn og allt gert fínt úti undir pallinum. Allir komu með smá að borða og svo borðuðum við öll saman. Þetta varð svaka partý og vakað til fimm um morguninn. Mikið hlegið og sungið. Ekta íslenskt stuð.
Pétur og Gunna, Rúnar, María og strákarnir komu í heimsókn í gær. Af því tilefni bakaði ég pönnukökur sem lukkuðust svo vel að allir töluðu um hvað þær væru góðar, mín bara orðin almennileg húsmóðir. Eftir kaffið fóru krakkarnir út að leika og svo var okkur tilkynnt að það væri leikrit. Embla og Þórarinn héldu svaka sýningu handa okkur og Embla söng á meðan Þórarinn blés sápukúlur. Þau voru mjög skemmtileg frændsystkinin. Um kvöldið kemur Embla inn og tilkynnir okkur það að hún hafi pissað í sig. "Pabbi, ég hló svo mikið að ég pissaði á mig!" Við nátturlega sprungum úr hlátri.
Jæja nú tekur alvaran við og mín þarf að fara að hysja sig aftur í leikfimina og læra fyrir söngtímann í næstu viku. Ég fer svo að setja inn nýjar myndir flótlega. Hafið það sem allra best kæru vinir :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.