2.3.2009 | 15:30
Skólar lokaðir í dag...
Í gær snjóaði risastórum snjóflyksum. Alvöru snjór í Atlanta. Við skruppum í bíó með stelpurnar í gær á myndina Coraline. Hún var svolítið scary fyrir þær, en Eygló sagði með reglulegu millibili við pabba sinn, "Þetta er gaman!", Embla var komin þétt upp að mér í síðari hlutanum. Eftir myndina þurfti Pétur að skafa af bílnum, því það hafði snjóað allan tíman sem við vorum þar. Þegar krakkarnir komu heim þá fóru þær út að leika. Embla var í kuldagallanum sínum og ullarfötunum frá Eygló ömmu og Eygló líka. Þær voru voða flottar í snjónum. Eygló kom inn ísköld og rennandi blaut og bað um að fara inn, þegar ég var búin að klæða hana úr að ofan, hætti hún við að fara inn og vildi fara út aftur og þá lét ég hana fá nýja vetlinga með flís inn í og pollaefni að utan og hélt að það væri voðalega sniðugt. Þegar mér er litið út um gluggann stendur mín í miðjum drullupolli og er að fylla vettlingana af vatni. HAHAHA. Þegar þær komu inn rennandi blautar og fínar var sko allt sett í þvottavélina á eftir hehe.
Í dag fór ég upp á bus stop með Eygló með mér í skítakulda og hálku. Þar beið ég og beið og auðvitað datt mér ekki í hug að skólarnir væru lokaðir á þessum fallega degi. Þegar ég var búin að bíða í korter og var svona farið að gruna að ekki var allt eins og það á að vera, þá kom maður gangandi að mér og sagði mér að það væri búið að loka öllum skólum í Gwinnett. Ég meina auðvitað, það er snjór og hálka. Það er eins gott að ekki snjói oft hér, þá væri bara enginn skóli haha. Okkur Íslendingunum finnst þetta náttúrlega voðalega fyndið :0). En þegar ég hugsa um það þá eru bílarnir ekki búnir undir þetta og svo kann fólk ekki að keyra í þessari færð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja eg keyrdi lika upp i skola, skyldi ekkert hvar allir vaeru!!
Guðný og Reynir, 9.3.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.