Embla skrifar Valentínusarkort :0)

HeartHæ, hæ, hvað segið þið gott í dag?

Á þriðjudag buðum við Badda, Reyni, Guðný og systur hennar í mat. Við enduðum á því að spila borðspil. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í góðra vina hópiSmile.

Í gær fór ég í leikfimi að lyfta, rosa dugleg og svo fórum við þ.e. ég og Eva og stelpurnar út að ganga í Stone Mountain park. Við lögðum bílnum svolítið í burtu frá leikvellinum og gengum þangað og það gekk nú alveg ljómandi vel, en leiðin til baka fannst stelpunum erfið, enda verið að stefna að bílnum en ekki að leikvellinum í þetta sinn. Þannig að ég held í næsta skipti að þá leggjum við á leikvellinum og göngum þaðan fram og til baka hehe. En það var æðislegt veður sól og 20 stiga hiti, algjört stuttermabols veðurSmile.

Embla er búin að vera að skrifa HeartValentínusarkortHeart fyrir krakkana í bekknum alla vikuna. Hún vildi hafa öll kortin frekar persónuleg, það er sko ekki nóg að skrifa "Happy Valentine". Öll kortin voru voða falleg og persónuleg, eins og "I want to be your friend, would you want to be mine?" eða Love Embla" og svo framvegis. En það er ein stelpa í bekknum sem henni semur ekki við og í hennar kort skrifaði hún " Dear xxx! You are an unusual friend, Love Embla" LoL. Þetta fannst mér náttúrlega alveg geðveikislega fyndið og spurði af hverju hún hafði skrifað þetta, þá sagði Embla. "Mamma, hún er bara ekki góð við mig!" En ég sagði henni þá bara að skrifa frekar "Happy Valentine" í hennar kort sem hún og gerði. Ég fór til kennarans hennar í viðtal í gærmorgun og sagði henni þetta og hún alveg skellihló og sagði að þetta væri nú líkt Emblu, segir bara það sem henni finnst, en hún sagði þetta ekki á neikvæðan hátt samt. Embla fékk mjög góða einkunn hjá kennaranum og gengur henni rosalega vel. Hún er búin að bæta sig heilmikið í því sem vantaði upp á. Hún hefur líka ofsalega gaman af því að læra.

Hafið það sem allra best kæru vinir Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka,

mér finnst þett bráðfyndið hjá Emblu og sætt

Er ekki gaman að fylgjast með henni læra annað tungumál?

 kv, Þurý (22v)

Þurý (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hæ og hó mín kæra.  Stórkostlegt! "óvenjulegur vinur" mjög vel til fundið hjá prinsessunni.  Knús yfir hafið

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.2.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Guðný og Reynir

Takk fyrir síðast - æðislegt kvöld :) Vona að þú kíkir til mín á laugardagskvöldið - ætla bjóða nokkrum stelpum hingað heim og svo út á tjútt :)

Guðný og Reynir, 20.2.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband