Afi og Amma fóru í dag

Í dag var jólatréð tekið niður og þar með jólin búin hérWink. Tengdaforeldrarnir fóru heim í dag og er búið að vera alveg yndislegt að hafa þau. Pétur og Tóti eru búnir að spila mikið á spil og mikið hlegið. Við konurnar erum líka mikið búnar að spjalla og hafa gamanGrin.

Pétur fór með foreldrana í bíltúr alla leið til N-Carolinu, nánar tiltekið "Great Smokey Mountains". Það var mjög gaman hjá þeim og sá Þórarinn marga sveitabæi á leiðinni þótt að ekki væri stoppað á neinum þeirra. "Cherokee Resorvation" er verndarsvæði Indjána og liggur þetta svæði við "Great Smokey Mountains". Þar var m.a. leðurbúð, sem var með handunnið leður unnið af Indjánum sem var mjög gaman að skoða. Ég ætla pottþétt að fara þangað og fá að sjá þetta svæðiHappy.

Í gær fórum við María með Guðborgu í búðir. Það var mjög gaman hjá okkurCool. Um kvöldið borðuðum við svo öll saman. Embla var svolítið lítil í sér í gærkvöldi þar sem hún vissi að amma og afi færu á morgunCrying, en var svo fljót að jafna sig og gat sofnaðSmile. Ég sagði henni að áður en hún vissi af værum við á leið til Íslands. Í morgun fylgdu afi og amma henni í skólabílinn og kvaddi hún þau með bros á vör og gaf þeim engan tíma til að vera leið hehe. Emblu minni líkt, alltaf svo gaman að fara í skólann. Pétur keyrði þau svo út á flugvöll.

Hafið það sem allra best kæru vinir Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband