5.1.2009 | 21:24
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla :0)
Pétur fór með stelpurnar að ná í Ömmu og Afa á flugvöllinn að kvöldi 27. des. Það var mikið fjör hjá þeim og Eygló reyndi alltaf að tala hærra en Embla við ömmu svo hún fengi nú alla athyglina. 'A meðan þau fóru var ég heima að ausa öndina sem átti að vera í matinn um kvöldið. Maturinn heppnaðist svakalega vel, þvílíkt nammi, enda Pétur algjör snillingur í að elda. Já, Pétur minn á allan heiðurinn af hátíðarmatnum. Eftir matinn voru opnaðir pakkar og var þetta jafnmikið og á aðfangadag, þannig að það var mikil spenna í loftinu. Þetta var mjög skemmtilegt og fjörugt kvöld hehe.
Við tengdó erum búnar að fara í búðir og versla svona ýmislegt, en þess á milli að spjalla og fá okkur kaffi. Í gær fórum við að sjá King Tut, en á þessu safni voru um 130 fornmunir frá Egypsku faróunum sem fannst árið 1922. Þetta er heljarinnar safn og glæsilegt. Síðan var förinni heitið í aquarium og þar vorum við þangað til lokaði. Við vorum svo uppgefin eftir þessi tvö söfn enda búin að vera að ganga í sjö klukkustundir. Afi og Amma buðu okkur svo út að borða á mexíkanskan stað, rosalega gott . Allir fóru snemma að sofa, enda uppgefnir eftir daginn hehe. Afi svaf heima hjá Rúnari og Maríu og fylgdi strákunum í skólann og Amma svaf hér og vaknaði með Emblu í skólabílinn. Núna fóru afi og amma að ná í Þórarinn með Maríu og svo ætla þau að fara með Þórarni og 'Asþóri í Júdóið í kvöld. Þannig að það verður svaka fjör hjá þeim hehe. Stelpurnar eru að leika sér og ég að þrífa húsið því að við erum bara einar stelpurnar. Pétur fór nefnilega í golf að prófa nýja staðsetningartækið sem ég gaf honum .
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár frænka og megi gæfan fylgja þér á því næsta. hlakka til að hittast í sumar
Þurý (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.