Jólin...

Jólin voru alveg yndisleg hjá okkur. Við vorum með Nýsjálenskt lambalæri sem við keyptum í Whole Foods, ætluðum að kaupa það íslenska en það var ekki til. Það var alveg ágætt, en ég vel nú það íslenska fram yfir hitt. Eftir matinn opnuðum við pakkana í rólegheitum. Stelpurnar voru ansi spenntar yfir öllum þessum pökkum. Þetta gekk allt vel og þegar við vorum hálfnuð með pakkana gerðum við pásu og fórum og fengum okkur ananasfrómage, nammi namm. Stelpunum fannst hann ekkert góður svo þær fengu sér nammi í staðinn. Síðan kláruðum við að taka upp pakkana og fengum okkur kaffi og íslenskt konfekt og nutum þess í botn.

Rúnar og María og Strákarnir litu svo til okkar seinni partinn á jóladag. Það var svaka fjör hjá krökkunum. Rúnar og Pétur spiluðu tölvuleik langt fram eftir og við María sátum og spjölluðum í betri stofunni og saumuðum út. Við borðuðum svo restina af lambinu um kvöldið. Þegar krakkarnir voru farnir að sofa héldum við áfram að sauma út á meðan þeir spiluðu hehe og þegar ég var búin að sofna 3svar yfir saumaskappnum og missa nálina einu sinni á gólfið ákvað ég að það væri kannski best að fara að sofa haha.

Í gær prófaði ég leikinn sem Pétur gaf mér, en það er Mario Bros leikur. Pétur gaf mér nefnilega Wii tölvu í jólagjöf og þennan leik. Mikð roslega er hann skemmtilegur. Ég lék mér í þessu hálfan daginn og er ekki búinn að fá nóg af honum, eins og svo mörgum leikjum. Ég gef mér aldrei tíma til að læra þá almennilega, en þessi er ekki með margar skipanir og er einfaldur og skemmtilegur. Svo fórum við til Maríu og Rúnars um kvöldið og þau buðu okkur í mat og fromage. Rosalega gott. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott að heyra, Þóra mín, að þið hafið átt yndisleg jól.  Skemmtileg þessi blanda af því annars vegar að sitja og sauma út og hins vegar að sökkva sér í tölvuleik.. Knús elsku vinkona

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 28.12.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband