Laufabrauðabakstur

Jæja, nú eru bara 3 dagar í jól og eitt og annað eftir að gera.

Í gær var sannkallaður Laufabrauðsbakstur. Arndís og Keli komu með sín börn, Rúnar og María og strákarnir, Sara og við hjónin bökuðum laufabrauð. Það var hnoðað, skorið og steikt frá klukkan 11 til 9 um kvöldið. Pétur var án gríns að steikja til klukkan níu. Þetta var svaka stuð og mikil jólastemning við þetta. Nú er til nóg af laufabrauði fyrir jólin Tounge.

Ég og Sara fórum í messu í kirkjunni sem Tryggvi frændi er prestur. Það var rosalega gott að geta sungið sálmana og lesið nótur aftur eftir svona langan tíma. Það sem mér fannst líka frábært við messuna er að söfnuðurinn tók vel undir og söng sálmana af mikilli innlifun. Kórinn var góður og greinilega mikill metnaður hjá kórstjórnandanum. Presturinn söng alveg yndislega. Þetta var mjög hátíðarlegt og bara líkt íslensku kirkjunni að mörgu leyti, messu uppbyggingin var mjög svipuð. Eftir messu spjölluðum við Tryggvi svolítið saman. Hann kynnti mig fyrir kórstjóranum og konu sem hefur eitthvað að gera með söng í brúðkaupum. Þannig að vonandi fæ ég eitthvað að gera í því. Hún ætlaði að senda honum upplýsingar um hvern ég ætti að tala við. Þetta kemur allt í ljós. Kirkjurnar í Bandaríkjunum eru þar sem samböndin eru. Þar er maður líklegur til að finna fólk sem getur bent manni hvert á að leita. Þar tala líka allir saman og allir þekkja alla í sínum söfnuði sem gerir kirkjuna hlýjan og góðan stað til að vera á Wink.

Á meðan við vorum í kirkju, bökuðu Embla og Pétur spesíur. Embla er orðinn meistari í að setja súkkulaði á þær og gerði það af mikilli nákvæmni. Eygló var ekki lengi að stelast með súkkulaðipokann upp á loft og sat þar í herberginu hennar Emblu og hámaði í sig súkkulaði dropa. Ég komst að því fljótlega, en gat ekki annað en hlegið þar sem hún sat útötuð súkkulaði alsæl á svip Grin.

Anna Fanney vinkona eignaðist stelpu klukkan átta á íslenskum tíma.  Innilega til hamingju með litlu prinsessuna Anna, Halli og Oddur Jarl og fjölskylda. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá hana.

Nú þarf ég að fara að baka aðra uppskrift af spesíum áður en Pétur minn kemur heim úr jólagjafaleiðangri, hafið það sem allra best kæru vinir Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól til þín og þinna kæra frænka.

 Hafið það sem best um hátíðarnar.

Unnur Björk

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:53

2 identicon

Gleðileg jól elsku frænka. Sömuleiðis, hafðu það sem allra best um hátíðarnar.

 Kær Kveðja héðan úr Lilburn

Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband