15.12.2008 | 00:26
Jólaundirbúningur í hámarki um helgina :0)
Jæja, nú loksins gef ég mér tíma til að setjast niður.
Á föstudaginn fórum við á jólaball hjá CCP. Við áttum að koma með desert. Mætingin var góð og mikið stuð. Jólasveinnin kom og gaf pakka. Þetta er í fyrsta skipti sem Embla sest hjá jólasveininum án þess að öskra af hræðslu, en nú er systirin tekin við. Vá, hvað barnið var hrætt, hún var mjög hugrökk þangað til að hún átti að setjast í fangið á honum, þá trylltist mín af hræðslu. En hún fékk jólapakka eins og allir hinir krakkarnir. Þetta var mjög skemmtilegt. Við mæðgurnar fórum svo heim um 10 leytið um kvöldið, en Pétur skemmti sér aðeins lengur.
Á laugardaginn bakaði ég piparkökur, tvær tvöfaldar uppskriftir. Rúnar og María komu með strákana og krakkarnir skreyttu piparkökur fyrir jólin. Þórarinn vildi nú fá að borða allar sínar strax og skildi ekkert í því af hverju maður þarf eitthvað að vera að bíða hehe, en Ásþór var mjög passasamur á sínar kökur. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt. Um kvöldið spiluðum við svo askinn eitthvað frameftir. Rúnar og María og strákarnir gistu svo hjá okkur um nóttina. 'A sunnudeginum var svo spilað aðeins lengur. Svo fóru þau heim og við hjónin út í garð og stelpurnar líka. Pétur klippti stóra runnann sem við setjum jólaljósin á og ég klippti greinarnar af einu af þremur trjánum sem þarf að klippa. Síðan settum við jólaljósin á runnan og núna er bara orðið svolítið jólalegt hjá okkur. Ég skreytti líka húsið með jólaljósum og jólamyndum sem við Embla festum á gluggana. Einnig kláraði ég að skrifa öll jólakort um helgina og verða þau flest öll send frá Íslandi. Húni og Anna tóku þau með til Íslands. Þannig að nú á bara eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og sjálft tréð og þá er allt klappað og klárt.
Kær kveðja Þóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.