1.12.2008 | 21:13
Stoltir foreldrar
Í dag var farið í búðir og keyptar síðustu jólagjafirnar sem eiga að fara til Íslands. Það er voða notalegt að vera búin að því.
Í gær spilaði Embla á trommurnar með pabba sínum og var ekkert smá góð. Pétur spilaði undir á gítarnum. Hún hélt alveg takti. Pétur er að kenna henni að spila á þær, og kæmi mér ekki á óvart að afi og amma á Egilsstöðum fái smá tónleika þegar þau koma þann 27. desember. Hún sagði okkur að hún ætlaði að verða "perfect trommuleikari", en þegar Pétur sagði að það væri ekki til fullkominn trommuleikari að þá kom svipur á mína hehe, enda er hún með fullkomnunar áráttu af hæstu gráðu. En svo sagði hún "Ég ætla að verða mjög góður trommuleikari!" Það kom einnig fréttablað frá skólanum fyrir desember mánuðinn og kom nafn Emblu Nætur fram vegna þess að hún hafði fengið Achievement Awards. Litla duglega stelpan okkar.
Ekki má gleyma henni Eygló okkar en hún er líka voðalega dugleg. Hún fór á klósettið í gær og sat þar mjög lengi, reyndar án þess að nokkuð gerðist en ég las fyrir hana Barbapabba á meðan hún sat. Við vorum að æfa okkur að telja ýmislegt sem var á blaðsíðunni og taldi mín þá bara í fyrsta skipti alveg ein upp á fimm og svo taldi hún upp á tíu. Embla er líka voðalega dugleg að benda á hitt og þetta og spurja hana hvað þetta og hitt kallast. Þetta er allt að koma hjá henni, en erfiðast hefur mér fundist að fá hana til að fara á klósettið / koppinn og hvað þá að fá eitthvað í hann hehe. En þetta kemur með smá þolinmæði hjá okkur mæðgum hehe.
Við Pétur erum aðeins byrjuð að skreyta, og verður það klárað í næstu viku að setja upp öll ljós og gera jólastemmningu :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðalega eruð þið dugleg :) Ég þarf greinilega að koma til ykkar og fá smá jólastemmingu. Kveðja María
Rúnar og María, 1.12.2008 kl. 23:29
Já endilega María mín :0) Þú ert alltaf velkomin í gott kaffi. Við erum eitthvað að reyna að gera kósý, ég er að koma mér í jólagírinn svo að ég geti klárað að skrifa jólakortin haha. Kær kveðja til ykkar Þóra :0)
Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.