14.11.2008 | 20:56
Eygló litla lasin
Hæ,hæ,
Jæja loksins sest ég við skriftir. Það var mjög ljúft að fá karlinn heim eftir 3 vikna fjarveru. Við höfðum það voða kósí fyrsta daginn, en svo dreif ég mig í bíó með Hörpu, en hún er að fara að flytja hingað eftir áramót, og Söru. Við fórum á myndina "The life with the bees". Þetta er alveg frábær mynd og ég hvet alla til að sjá hana.
Í gær fór ég í annan söngtíma og það var rosalega gaman auðvitað. Í þessum tíma fann ég loks framför og fann að það er að fara að skila sér það sem við erum búin að vera að vinna að, sem er alltaf góð tilfinning. Sara fór með mér, en hún fór að versla eina jólagjöf sem var í búð rétt hjá. Eftir söngtímann fórum við og fengum okkur pizzu. Það var alveg yndislegt að komast aðeins út og vera ein með vinkonu að spjalla við. Smá afslöppun í lok dagsins. Þegar vð komum heim voru stelpurnar sofnaðar. Pétur sagði mér að Eygló hafi verið að leika sér í litla fataskápnum frammi á gangi og svo steig hún út úr honum alveg náhvít í framan og ældi yfir allt parketið, sem betur fer ekki á teppið. Greyið litla var orðin sárlasin. Svo þegar ég var að fara að sofa að þá sá ég að hún hafði ælt yfir sig alla og svaf bara í öllu saman. Þannig að ég varð að vekja greyið og þvo á henni hárið og setti hana svo í þur föt og Pétur talaði við hana á meðan ég skipti á öllu saman og svo sváfum við mæðgur bara saman í gestaherberginu. En hún hefur ekkert gubbaði í nótt, ég held að þessi mikli hiti sem hún fékk í nótt hafi drepið allt saman. Hún var svo með 8 kommur í morgun, litla skinnið.
Annars er dagurinn í dag bara búinn að vera rólegur. María og Sara komu hingað í kaffi og við spjölluðum saman á meðan Þórarinn og Eygló léku sér fallega saman. Þau eiga alveg rosalega vel saman frændsystkinin. Embla var að koma heim úr skólanum og byrjaði strax að lita og föndra, en það er eitt af því skemmtilegasta núna. Allskonar föndur og handavinna.
Kær kveðja Þóra :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað þér gengur vel og hvað þú hefur marga núna í kringum þig frænka.
knús og kossar
Þurý
Þurý (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.