1.11.2008 | 16:38
Halloween stuð!!!
Hæ, hæ kæru vinir!
Þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg. Við hittumst íslensku skvísurnar og skárum út grasker. Það var rosalega gaman, en það kom mér á óvart hvað það var erfitt. Ég lét mig samt hafa það að gera 3 stk. Tvö andlit, annað var grimmilegt, hitt var glaðlegt og svo gerði ég hús með gluggum og norn og draugi í glugganum, með smá hjálp frá Söru vinkonu minni. En hún er svo klár í höndunum. Þetta var bara mjög skemmtilegt.
Á halloween sem var í gær var farið í göngutúr í hús. Embla var Lína Langsokkur og Eygló grasker. Þær gengu um með plast graskersfötur og tvö halloween vasaljós sem ég keypti handa þeim. Við máttum banka upp á hjá öllum sem höfðu kveikt á útiljósunum. Eygló var svolítið feimin fyrst en svo lagaðist það aðeins. Embla aðstoðaði systur sína við þetta og voru þær farnar að hlaupa að húsunum þegar leið á kvöldið. Eygló var náttúrlega alveg í skýjunum yfir þessari nammiparadís sem þetta kvöld er og brosti allan hringinn og hrópaði bara "nammi!" og svo kom þetta ómótstæðilega breiða bros sem hún hefur og allir fóru að hlæja. Enda bara ekki hægt annað. Sara kom með okkur á milli húsa og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega þetta kvöld. Pabbi var einn heima til að taka á móti krökkunum og gefa þeim nammi. Ég hafði miklar áhyggjur af því að engin myndi koma og ég sæti uppi með allt þetta nammi fyrir mig til að eta haha. En ég þurfti sko ekki að hafa áhyggjur því að þegar við komum heim, var pabbi alveg kófsveittur, búinn að tæma eina skál og fylla á hana aftur. Hann sagði að það hafði verið stanslaus straumur að dyrabjöllunni. HAHA, en samt er afgangur af þessu blessaða nammi. Stelpurnar eru búnar að lifa á þessu í dag.
Jæja, nú þarf ég að hætta að skrifa og fara í Lowe's og kaupa meira timbur, en pabbi ætlar að klára veröndina áður en þau fara. Nú á bara eftir að kaupa í stigann og þá er þetta komið. Þetta er rosalega flott hjá pabba. Þetta verður flottasta veröndin í hverfinu hahaha. Kominn tími til. Sara sagði: "Það er verst að engin sér hana því að hún snýr út í garð og þú býrð í endagötu!" hahaha.
Ég mun setja myndir af veröndinni jafnóðum og hún verður tilbúin :0)
Kær kveðja Þóra :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, þetta hljómar eins og amerísk bíómynd! ...Hefur verið mikið stuð. Hlakka til að sjá myndir af veröndinni. Risaknús vinkona mín!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 3.11.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.