Kraftur í karlinum :0)

Hæ aftur,

Það var nú þvílíkur lúxus í morgun. Ég var bara send í rúmið að leggja mig eftir að Embla var komin í skólabílinn og mamma og pabbi fóru niður með Eygló. Þegar ég kem niður klukkan 11 finn ég þau hvergi nokkurs staðar í húsinu. En allt í einu heyri ég skaðræðis öskur og þekkti strax litlu skapmiklu prinsessuna mína. Mér er litið út um gluggann og sé að pabbi er búinn að taka allar spíturnar og naglahreinsa þær og raða þeim snyrtilega upp við vegginn og Eygló alveg svakalega sár því að hún vildi fara úr sokkunum til að fara í sandinn en varð svo svekkt þegar hún fann hvað hann var kaldur. Hún gat nú ekki sætt sig við það að það væri kalt úti. "Þa e katt mamma, tásuna e katt mamma!" og svo orgaði hún yfir þessu öllu saman he he. Það er greinilega komið haust hér í Lilburn. 'Eg þarf greinilega að leggja mig oftar hahahaLoL.

Pabbi kláraði svo að setja hurðina upp á screened og er þetta að verða bara svaka flott. Nú er bara eftir að klára alveg stigann og handriðið og þá er veröndin tilbúin. Það verður spennandi að fylgjast með því, en miðað við drifkraftinn í þeim gamla held ég að næst þegar ég sef út þá verður hann búinn að þessu öllu saman hahahaLoL.

 Hafið það sem allra best, kær kveðja frá okkur héðan í Lilburn:0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband