28.10.2008 | 17:14
Tvö Halloween partý um helgina :0)
Hæ, hæ kæru vinir!
Það var mikið fjör hjá okkur krökkunum á Halloween hjá CCP um helgina. Embla var klædd sem Lína Langsokkur og Eygló var Pumpkin, já það var sko ekki grasker heldur pumkin. Hún var alveg með það á hreinu. Þær voru voða sætar. Ég ákvað að vera eitthvað einfalt og gott og varð djöfullinn sjálfur fyrir valinu. Það voru margir skemmtilegir búningar þarna og tók ég fullt af myndum. Guðný og Reynir voru stórglæsileg í sínum búningum og Baddi vinur okkur var alveg frábær, hans búningur var bestur að mínu mati. En hann og einn annar lentu með jafnmörg stig í 1. sæti.
Á laugardaginn fórum við svo í krakka Halloween partý til Matt og Jasmine, en dóttir þeirra Eva bauð Emblu að koma. 'Asþór og Þórarinn komu með og skemmtu þau öll sér alveg konunglega. Það var farið í beinaleit, graskeri hent á fullar vatnsflöskur og átti að reyna að fella sem flestar og svo var slegið köttinn úr tunninni. Það var mikið um sælgæti og litlu halloween dóti. Stelpurnar mínar lifðu á sælgæti alla helgina og var lítið um mat, en ég hef reynt að bæta úr því hehe.
Á sunnudaginn komu mamma og pabbi. Við náðum í þau upp á flugvöll í glampandi sólskini og 20. stiga hita. En þetta var heitasti dagurinn sem búið er að vera í svolítinn tíma. Það er rosalega notalegt að fá mömmu og pabba hingað.
Kær kveðja Þóra:0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.