Spilakvöld breyttist í partý :0)

Á laugardagskvöldið ákváðum við Pétur að það væri nú gaman að hittast nokkur saman og hafa smá spilakvöld. Við hringdum í Guðný og Reyni og spurðum þau hvort þau væru til í að koma og spila. Jú þau ákváðu að koma, svo hringdi dyrabjallan og Rúnar og María voru komin og strákarnir. Rúnar og Pétur fóru út á pall að fara yfir Roxör lögin. Á endanum vorum við María komnar út á pall með bjór í hönd til að hlusta á strákana. Það var sko fjör út á palli. Svo hirngdum við í Tótu og Reyni og spurðum hvort þau vildu koma að spila, jú þau ákváðu að koma og gista bara líka, til að geta fengið sér smá í glas. Það endaði með þvi að allir gistu hjá okkur um nóttina og var mikið fjör. Sungið og spilað fram á rauða nótt. María lánaði okkur nokkrar sængur og kodda og þar með reddaðist það, því ekki vantar plássið hehe.

Á sunnudaginn fórum við Pétur svo í golf saman. María var svo góð að passa fyrir okkur á meðan. Þetta var bara gaman, við lentum að spila með tveimur öðrum sem voru bara góðir að spila. Það var svolítið skondið að á fyrstu holu var ég að pitcha inn á völlinn og var frekar langt frá holunni, c.a. 3 metra, og svo sló ég í kúluna og hún þaut upp í loft og svo rann hún beint ofan í holuna. Ég gat ekki einu sinni fagnað ég var svo hissa. Þetta var nú bara eins og Tiger Woods væri að spila, nema að það væri ekki tilviljun hjá honum að hitta ofan í holuna hahaha. Ég tók eftir því að ég er nú orðin aðeins betri að spila núna. Allt í einu er ég farin að slá lengra en ég er vön. Þannig að það hlýtur að vera góðs viti hmmm, vonandi hehe.

Pétur er á Egilsstöðum í góðu yfirlæti hjá foreldrunum og kemur alveg gjörspilltur til baka hehe. Svo er hann að fara að æfa fyrir Roxör og svo er Eve fanfest helgina 7. og 8. nóvember.

 Jæja, knús og kossar frá mér til ykkar :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf að hætta þessu skólarugli, fá mér vinnu og safna fyrir flugfari til þín. Greinilega aðalstuðið hjá ykkur.

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Ha ha, já drífðu þig. Þú ert alltaf velkomin, nóg er nú plássið .

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband