Stelpurnar með hálsbólgu...

Hæ, hæ,

Það er greinilegt að haustið er komið. Laufin eru farin að fjúka af trjánum og kuldi í lofti á morgnanna. Eins og haustið hérna er fallegt og yndislegt að þá fylgir því einn leiðinlegur vágestur og það eru pestirnar. Embla er búin að vera lasin og nú er Eygló litla líka lasin. Báðar með það sama og það er hálsbólga og hiti, læknirinn sagði að þetta var vírus sem þær verða bara að bíða af sér. Embla er byrjuð aftur í skólanum eftir veikindin og gengur bara rosalega vel.

Sara kom í heimsókn í dag í vinnugallanum, því í dag ætluðum við að ráðast á posion ivy í garðinum. Poison Ivyið var búið að marg vefja sig í kringum þrjú tré í garðinum sem eru mjög þétt uppvið hvort annað. Það var alveg ógerlegt fannst okkur að ná því úr trjánum. En þegar við vorum alveg að fara að gefast upp og hætta að hamast í þessu eins og Tarzan og Jane að þá birtust þrír ungir herramenn úr næsta húsi og hjálpuðu okkur. Þá fór þetta að ganga og eftir hálftíma vinnu í viðbót var plantan unnin, í bili allavega hehe. Þegar við vorum búin að þrífa sem mest upp eftir þetta að þá kallar Húni hennar Önnu á okkur í mat. Úff hvað við vorum svangar. Við vorum mjög þakklátar fyrir góðan mat eftir mikla vinnu, en mikið var þetta góð útrás og frábær leikfimi. Eins og þið heyrið að þá veitir ekki af hjálp í þessum stóra garði, eins og einn strákanna sagði: "Þessi garður er svo stór að það væri hægt að byggja 3 hús inn í honum hehe. Ekki gera ykkur upp neinar hugmyndir, þið fáið ekki að byggja sumarbústað í garðinum hahaha.

Sara var 30 ára í gær og við ákváðum að halda afmæliskaffiboð heima hjá mér. Það var eitt boð klukkan eitt um hádegi og svo var annað klukkan fimm fyrir vinnandi fólk hehe. Þetta var mjög skemmtilegur og vel heppnað kaffiboð. Til hamingju Sara með daginn í gær og takk fyrir hjálpinaWink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

Myndirnar af ykkur í baráttunni við plöntuna eru nú ótrúlegar - býrðu í frumskógi Þóra?   Þvílík tré!!

Bið að heilsa allri familíunni - stelpurnar hafa greinilega stækkað mikið - sérstaklega Eygló!

 Kveðjur,

Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:13

2 identicon

Hæ frænka mín.

 Bara örstutt hæ til ykkar í Ameríkunni Allt gott að frétta hjá okkur Palla hérna uppi á Íslandi - við hugsum ekki í kreppu enda bæði í skóla !! LÍN sér um sína ekki satt.

 Bestu kveðjur

Unnur Björk 

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Rúnar og María

Splúff, Þórarinn var auðvitað veikur eftir helgina líka en er að batna. María ætlaði að kíkja til þín í dag, krakkarnir geta þá hóstað í kór :)

Flott blogg. Hvernig býður maður fólki að vera bloggvinir og hvernig sækir maður um það - Það fer einhvernveginn alveg framhjá mér.

Rúnar og María, 16.10.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband