Við hjónin fórum aftur í golf...

Hæ,hæ,

Sara bauðst til að passa fyrir mig í einn dag ef ég vildi fara og gera eitthvað fyrir mig. Hún er nú alveg ótrúleg þessi skvísa. Alltaf svo yndisleg og góð. Ég auðvitað greip tækifærið og bað Pétur um að fara með mér í golf, því það tekur nú alveg fjóra klukkutíma að spila 18 holur. Allavega fyrir mig hehe. Þetta var þann 30. september. Það var yndislegt veður, hlýtt en samt svali í loftinu og enginn vindur. Alveg fullkomið golfveður. Okkur gekk báðum bara rosalega vel. Það er að segja Pétur á fínu skori en ég með nokkur mjög góð högg, náði meira að segja að slá boltanum tvívegis úr sandgryfju án þess að vera nokkuð búin að æfa mig í því. Í eitt skiptið chippaði ég inn á greenið og var bara millimeter að hafa hitt beint ofan í holuna. Vá, hvað ég var svekkt þá. Þá hefði ég verið á einum undir pari ef mér hefði tekist það. En var á pari í staðinn. Í hitt skiptið var ég að pútta frekar langt frá holunni og sló aðeins of laust oh, það var svekkjandi. En ég var rosalega ánægð með daginn. Sá skemmtilegasti golfdagur sem ég hef haft í ár. Við hjónin komum alveg endurnærð til baka, þótt að við náðum ekki að spila allar 18, vegna þess að það var orðið of dimmtCool.

Kær kveðja Þóra :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Svo mín er alveg á fullu í golfinu.. "chippaði in á greenið"... komin með frasana og allt! .. Ekki veit ég hvað er að chippa in á greenið!.. Ha, ha Þóra golfari, bara cool, knús vinkona

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.10.2008 kl. 14:13

2 identicon

Já finnst þér ekki.  Ég get nú ekki sagt að ég sé á fullu, búin að fara nokkrum sinnum hmmm, en vonandi kemst ég oftar. En bíddu bara ég á eftir að draga þig á golfvöllinn einn daginn he he. Það er gott að kunna þetta í ellinni þegar röddin er orðin slitin og puttarnir hættir að getað spilað hahaha.

Knús til þín vinkona, þín er sárt saknað

Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:40

3 identicon

Já golf... Við erum greinilega ekki að ná saman í íþróttunum frænka!! Golf og hestaíþróttir eru ekki alveg my cup of tea.

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband