3.10.2008 | 13:48
Mugison í Atlanta
Hæ, hæ,
Við stelpurnar fréttum af Mugison í Atlanta þann 25. sept. og skelltum okkur að sjá þá. Það voru tvær upphitunar hljómsveitir og þeir byrjuðu ekki fyrr en um hálf tólf. Þeir voru að sjálfsögðu mjög góðir og það var mikið stuð. Sara var bílstjóri sem þýddi það að ég gat aðeins fengið mér í glas. Eftir skemmtilega tónleika með Mugison fórum við á karioke bar og þar sungum við María eitt lag með Abba hahaha. Ég veit að margir vinir mínir eru hissa núna, því að það hefur engum tekist að plata mig í karioke, en ég ákvað að skella mér þetta kvöld. Ég var komin heim klukkan hálf fjögur um nóttina.
Á laugardag fórum við Pétur í brúðkaup hjá Melissu og Brian. Anna Rut og Húni voru svo sæt að bjóðast til að passa fyrir okkur um daginn og nóttina. Það var opin bar, hættulegt fyrir heimavinnandi húsmæður sem fara sjaldan á jammið og sem eru komnar á bragðið hahaha. Það var rosalega gaman og mikið drukkið hmmm. En sem betur fer að þá var svo farið hjá mjög mörgum. En ég skemmti mér konunglega og dansaði mikið á dansgólfinu. Þetta var á mjög fallegum stað í Roswell, sem er um 40 mín. héðan. Við Pétur gistum á hóteli, en það var ekkert laust nema reykherbergi, þar sem má reykja í. 'Ogeðslegt. Þvílíkt, sannkallað þynnkuherbergi. Það var reykingarlykt af rúmfötunum. Enda vorum við fljót að yfirgefa herbergið um leið og við vöknuðum. 'Eg ætla aldrei að panta aftur herbergi í reykálmu aftur. Ég er meira að segja hissa á að reykingafólk vilji gista í svona herbergjum. Ekki myndi ég vilja það.
Kær kveðja Þóra :0)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.