22.9.2008 | 20:46
Komst ein í golf með honum Pétri mínum...
Hæ, hæ,
Á laugardaginn passaði María fyrir okkur Pétur á meðan við drifum okkur í golf. Við höfum einu sinni áður farið ein og þá passaði Guðný fyrir okkur. Þetta var yndisleg stund, ég heyrði meira að segja fuglana syngja og fann fyrir vindinum, hefði ekki tekið eftir þessu með börnin með mér. Það var sól og gott veður og meira að segja smá vindur þannig að þetta var hreinlega fullkomið. Þvílík tilbreyting að geta virkilega einbeitt sér að hverju skoti, ekki það að mér gekk nú ekkert sérlega vel, enda ekki farið í margar vikur. En það var rosalega gaman að komast svona tvö ein. 'Eg fékk líka ágætis lit í framan og á handleggina, það skemmir nú ekki. Því að ekki nenni ég að liggja í sólbaði.
Á sunnudaginn fórum við, þ.e. Húni, Anna Rut, Emilía og Hafþór og við hjónin og stelpurnar á leikvöllinn í Mountainpark park. Það var yndislegt veður og krakkarnir skemmtu sér konunglega. Eygló þurfti auðvitað að reyna að finna glæfralegustu stigana til að ganga upp og glæfralegustu rennibrautina til að renna sér í. Sá stigi sem var í uppáhaldi var þannig að hann lítur út eins og klifurgrind, þessi gamla sem maður var alltaf að klifra í, en þessi kemur í boga og það er frekar langt á milli rimlana. Og mamman fékk alltaf sting í hjartað þegar hún átti svona tvo til þrjá rimla eftir því að þá var hlaupið áfram, þó að ég stæði þarna við hliðina á henni. Af Emblu þarf ég nú lítið að hafa áhyggjur af, hún er mun varkárari, þær Emilía léku sér svo fallega saman allan tíman og það var mikið stuð á þeim. Klukkan eitt fóru strákarnir í golf og við konurnar og börnin fórum heim og fengum okkur kaffi út á verönd.
Í dag fór ég loksins í leikfimina aftur, en ég hef verið frekar löt að fara síðustu tvær - þrjár vikur. En núna ætlar mín að byrja aftur á fullu. Sara og María voru mættar á staðinn líka og var spriklað af öllu afli í klst. Svo bauð Sara okkur Maríu í íslenskar pulsur, vinkona hennar hafði komið með handa henni íslenskt remúlaði og íslenskt sinnep. Nammi, namm!!!. Vanalega get ég nú bara torgað einni en ég borðaði tvær og svo eina hálfa sem ég dífði ofan í gúmmulaðið, sem sagt alveg að springa. Þegar ég kom heim var Eva komin í kaffi, en Anna Rut var hér heima sem betur fer og tók á móti henni. María kom líka og var mikið spjallað. Eva er orðin ansi ófrísk núna, en hún á að eiga þann 25. október. Það verður spennandi að sjá litla prinsinn, en þetta er strákur. Ég og tvær aðrar vinkonur hennar ætla að halda baby shower handa henni 4. október. Það verður mitt fyrsta sem ég tek þátt í og það fyrsta sem ég fer í . Best að taka þetta með trompi.
Jæja, nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili enda er þetta nú orðið ansi langt .
Kær kveðja Þóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fylgist spennt með lífinu hjá ykkur.
Bk. Unnur Björk
Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.