17.9.2008 | 20:35
Við stelpurnar fórum í mollinn...
Hæ, hæ,
Í gær fórum við með krakkana í Mountainpark park, þar léku stelpurnar sér alveg grimmt og auðvitað hann Hafþór líka, þeim fannst rosalega gaman. Síðan var farið heim og pöntuð pizza á liðið. Pétur er að vinna svo mikið og Húni í útlöndum að vinna, þannig að við stelpurnar ákváðum að hafa þetta bara auðvelt.
Í morgun sagði Embla mér að hún yrði að fá naglalakk áður en hún færi í skólann, því að allar stelpurar eru með naglalakk. Ég hugsaði bara, vá hvað þetta byrjar snemma. 'Eg rétt náði að skella á hana naglalakki áður en við þurftum að skjótast upp á veg í skólabílinn. Embla var alveg himinlifandi yfir þessu, nú væri hún sko líka flott .
Í dag ákváðum við Anna Rut að það þýddi nú ekkert að hanga bara heima, eitthvað þarf að gera til að hressa andann. Þannig að við ákváðum að drífa okkur í mollinn, ferðinni var heitið í Discover Mills. Arndís og litli strákurinn hennar, Tóta og litli strákurinn hennar, María og Þórarinn komu líka. 'Eg ætlaði nú ekki að eyða neinu nema að fara í Bath and bodyworks og fá tvær halloween sápur, en ég átti tvo afsláttar miða sem ég hafði eignast og voru að renna út. En svo er það eins og svo oft að auðvitað keypti ég meira en það. Ég keypti buxur á Emblu og bók handa stelpunum, svo fann ég mér þetta fína leðurveski sem átti að kosta 100 dollara en ég fékk á 33, þannig að ég var nú alveg að gera góð kaup , svo fann ég bleika skó handa Eygló, því að hinir sem hún á eru alveg orðnir frekar ógeðslegir. Þegar Embla kom heim úr skólanum, vildi hún og Emiliía endilega fá varagloss og augnskugga, en Embla á snyrtitösku sem hún fékk í afmælisgjöf. Þeim fannst þetta alveg æði. Algjörar skvísur.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, ég skirfa fljótt aftur
Kær kveðja Þóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...en gaman hjá ykkur;) það er náttúrulega bara gaman að versla í USA. Ánægð með þig Þóra að hafa fundið flott veski. Kv. Anna Fanney
Anna Fanney (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.