Margt var brallað...

Loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrifa.Happy

Ég náði í Önnu upp á flugvöll þann 5. september á miðnætti. Vá hvað það var skrítið að sjá hana Önnu mína svona ólétta, því að það var engin bumba þegar ég fór frá Íslandi í lok apríl.

Laugardagurinn var bara tekinn með ró. Við skruppum í Wal Mart og keyptum í matinn og Anna keypti nokkrar samfellur og barnadót. Það var síðan mikið spjallað. Á sunnudeginum fórum við í tvær heimsóknir. Byrjuðum á því að fara til Guðnýjar og Reynis sem búa í Decatur. Guðný samþykkti að verða leiðsögumaður um bæinn og segja okkur allt um þennan fallega bæ. Við settumst niður á uppáhalds kaffihúsið mitt hér, en það heitir Java Monkey. Þar var mikið spjallað um heima og geimaHappy. Síðan var ferðinni heitið til Atlanta til Tótu og Reynis. Þar var húsið skoðað og svo drukkið kaffi og spjallað, síðan var komin tími á að fara heim enda Eygló og Embla orðnar svangar. Við keyptum okkur tilbúinn mat og settum stelpurnar í rúmið. Svo horfðum við á mynd um kvöldið.

Á mándeginum fór Embla í skólann um morguninn og við Anna og Eygló Þóra fórum í Aquariumið. Það er það stærsta í heimi og mjög gaman að skoða það. Við vorum þar frá opnun til tvö um daginn og fórum svo að ná í Emblu í skólabílinn, en þegar við komum heim var Pétur kominn, en hann var búinn að vera á Íslandi síðan 23. ágúst. Pétur beið eftir skólabílnum og Embla stökk upp í fangið á honum og hrópaði "Pabbi, pabbi!!!", síðan hvíslaði hún í eyrað á honum, "Pabbi, gleymdirðu að kaupa súkkulaðið handa mér?", þegar pabbi sagði nei, þá kreysti hún hann fast og brosti allan hringinn Grin. Um kvöldið fórum við í bíó, að sjá myndina Mamma mia. Önnu fannst þetta allt öðruvísi stemning en heima. Ekkert hlé og allt svo hreint og fínt og mun færra fólk.  Á þriðjudaginn fórum við í Burlington og Anna keypti jólagjafir og margt fleira, við gerðum mjög góð kaup þarna. Eygló var að leika sér að dóti sem maður dregur á eftir sér, kallast hér push me popper. Það sem hún var hrifin af þessu dóti, dró það út um alla búð. Anna ákvað síðan að gefa henni þetta og það sem mín ljómaði af gleði þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún mátti eiga þetta. Á miðvikudaginn  tókum við því nú bara rólega þar sem við ætluðum ekki að vera þreyttar í mollinum daginn eftir. María, strákarnir hennar og Anna Rut og hennar börn komu í kaffi. Við spjölluðum eitthvað fram eftir degi og svo kom Embla mín úr skólanum og þá skruppum við í Target. Um kvöldið horfðum við á bíómynd. Það var vaknað snemma á fimmtudeginum því að nú átti sko að taka mollinn með trompi. Við ákváðum að fara í stærsta mollinn og vera þar allan daginn. Við vorum þar í 7 tíma. Og það var ekki hún Anna sem var orðin þreytt heldur ég, konan sem var ekki komin 6 mán. á leið BlushTounge. Um kvöldið fór Pétur með okkur Önnu og Tótu hans Reynis á Loca Luna sem er salsa staður í Atlanta. Þetta er mjög skemmtilegur staður, hátt til lofts, flottur bar og tiltölulega ódýrt að borða þarna og góðir drykkir, Pétur var bílstjóri ToungeCool. Svo var lifandi tónlist líka og um helgar er meira fjör og þá er dansað.  Það var frábært að geta loksins verið heilan dag ein án barnanna, þó að þær séu auðvitað yndislegar. Á föstudag var svo tekið því svolítið rólega. Við fórum í Best buy og svo fór Embla með Þórarni, Ásþóri og Maríu í sund og við Eygló og Anna fórum í Burlington coat factory og þar gerði ég góð kaup. Ég fann loksins gallabuxur á mig og það á 20 dollara stk. og svo keypti ég tvo kjóla. Pétur fór í vinnuferð og var fram á næsta dag. Við Anna horfðum svo á mynd sem ég var með á leigu. Borðuðum popp og höfðum það kósý og svo var spjallað fram á nótt. Embla kom ekki heim fyrr en klukkan 12 að miðnætti og sagði svo við mig, "Mamma af hverju hreyfist gólfið þegar maður er þreyttur?" Greyið litla, riðaði af þreytu, enda ekki vön að fara svona seint að sofaLoL. Á laugardaginn var pakkað öllu dótinu og vorum við nú ekki lengi að því. Fengum okkur morgunmat og svo ákváðum við bara að drífa okkur á kaffihúsið við vatnið áður en við þurftum að fara upp á völl. Það var alveg yndislegt og mikið spjallað. Svo fórum við upp á flugvöll og áður en ég vissi af var hún farin. Mikið rosalega var þetta fljótt að líða.

Það var rosalega gaman að fá þig Anna mín og mun þetta verða lengi í minnum haft Cool.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný og Reynir

Takk fyrir skemmtilegan sunnudag :)

P.s. þú varst klukkuð - getur kíkt á mitt blogg svo þú sjáir hvað þú átt að gera!!

Guðný og Reynir, 15.9.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Svo gaman að fá að fylgjast með Þóra mín! Á ekkert að fara að syngja fyrir Kanana?

Knús! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.9.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Jú, ég þarf endilega að fara að syngja fyrir þá. Ég hef hugsað mikið um að fara að skella mér í gírinn og halda tónleika. Það er alveg komin tími á það.

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 16.9.2008 kl. 12:22

4 identicon

Hæ hæ

Takk fyrir mig, þetta var þvílíkt skemmtileg ferð. Rosa gaman að koma til ykkar og vera með ykkur þennan tíma:) Strax farin að hlakka til að koma aftur, vonandi að það líði ekki svo langt þangað til. Hafið það rosa gott, þín vinkona Anna Fanney 

Anna Fanney (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband