Stolt mamma :0)

Jæja, þá er ég loksins búin að opna síðu sem auðveldara er að komast inn á, hehe. Það er búið að vera nóg að gera síðast liðna daga. Slá garðinn, sem er mjöööög stór og eitra fyrir rauðmaurum. Nú á ég bara eftir að klippa runnana og þá er bara orðið rosa flott hérna hjá okkur.

Í dag er 30 stiga hiti og sól. Það var stelpu-kaffi í hádeginu í dag. Eva, María og strákarnir og Anna Rut og börnin hennar komu í kaffi. Rosa fjör í húsinu Smile.  Þegar Embla kom heim úr skólanum fórum við María með krakkana í sund. Krakkarnir skemmtu sér alveg svakalega vel og voru vel þreytt þegar við komum heim.

Nú fer að líða að því að ég nái í Önnu vinkonu upp á völl, en hún lendir á miðnætti. Ég get ekki beðið enda búin að reyna að hafa nóg fyrir stafni þangað til að ég þarf að fara Grin. María ætlar að vera svo góð að passa fyrir mig á meðan, því að ég er grasekkja þessa dagana. Pétur er á 'Islandi að vinna og kemur ekki fyrr en á mánudag. Embla litla getur ekki beðið eftir að sjá pabba, enda búin að sakna hans alveg rosalega mikið, litla pabba stelpan okkar. Eygló segir bara mjög hátt og snjallt, "Pabbi jinna!!!" og það kemur ekki til greina að hann sé á Íslandi, hann er bara að JINNA og kemur bara ekkert heim LoL

Embla er mjög dugleg í skólanum og mjög samviskusöm hvað varðar lærdóminn og það er ekki séns að ég gleymi að láta hana gera heimavinnuna, það er mikið passað upp á það. Enda er hún búin að fá S+ alveg síðan hún byrjaði, sem er hæsta sem hægt er að fá. Þessi einkunn byggist á góðri hegðun og að vinna heima og skila á réttum tíma. Svo á föstudögum fá krakkarnir sem fá S og S+ að velja sér dót úr Tresurebox, þannig að það er margt að vinnaHappy. Ég var mikið skömmuð af dóttur minni í morgun þar sem við höfðum gleymt að lesa bók sem kennarinn bjó til og hún átti að lesa heima. Við redduðum því og vöknuðum bara aðeins fyrr og svo var heimavinnan unnin. Nei það er sko engin miskun á þessum bæ í sambandi við heimalærdóminn, aðallega pískar hún mér út, en ekki öfugt. Sem er alveg yndislegt. Gaman að sjá hvað hún er dugleg í náminuWink, voða stolt mamma Joyful

Jæja nú verð ég að fara að hætta í bili. Ég skrifa fljótlega eitthvað afturCoolKissing


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Frábært Þóra mín að þú sért komin á bloggið!  Nú fær maður að fylgjast með... risaknús og bið að heilsa, kveðja Áslaug

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 6.9.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðný og Reynir

Frábært að þú sért komin með blogg eins og við :) vúúhúú

Guðný og Reynir, 8.9.2008 kl. 21:01

3 identicon

Gaman að finna þig hér færnka. Hlakka til að lesa um frekari ævintýri ykkar

Unnur Bjork (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband