Svona eitt og annað...

Úti skín sólin og fuglarnir syngja. Sumarið er komið hérna í Lilburn. Það er greinilegt að fuglarnir eru í hreiðurgerð þar sem að mér var litið í plast tösku sem er bundinn á hjólið hennar Emblu, sem er inni í bílskúr, og lítil fuglahjón voru búin að gera hreiður ofan í töskunni. Ég get ekki alveg skilið hvernig þeim datt þetta í hug þar sem bílskurinn er oft lokaður hehe.

Við hjónin skruppum til Mexico með CCP, fyrirtækinu sem Pétur vinnu hjá. Það var rosalega gaman og alveg frábært hótel sem við vorum á. Starfsfólkið var alveg yndislegt og alltaf brosandi. Það voru 3 sundlaugar og heitir pottar og svo var sjór og strönd alveg við. Fjórir veitingastaðir og nokkrir barir.  Allt var innifalið, matur og drykkir. Meira að segja mini barinn. Ég væri sko alveg til í að fara þangað aftur.  Mamma passaði fyrir okkur á meðan við vorum úti og var yndislegt að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af börnunum. 

Annars er allt gott að frétta héðan úr sólinni. Ég og stelpurnar komum til Íslands þann 15. júní og verðum til 24. júlí.  Ég hlakka til að sjá ykkur, knús og kossar héðan úr Lilburn :0)

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband