Allt hvítt í Atlanta :0)

Það er heilmikill snjór hér í Lilburn. Stelpurnar ruku út í morgun til að leika sér í snjónum. Það er alveg yndislegt að fá smá snjó, brakandi mjúkan hehe.  Við íslensku stelpurnar erum að fara út að borða í kvöld og svo förum við á Fox theatre að sjá Mamma Mia söngleikinn, það verður fjör.

'I gær áttum við Pétur 9 ára sambandsafmæli. Ég eldaði góðan og hollan mat og bjó til Tofu-súkkulaðimús með hindberjum. 'Eg veit að það hljómar ekki vel, en þetta er bara góður desert haha. Ég er loksins búin að fá atvinnuleyfið mitt og get því byrjað að vinna í nýju vinnunni, sem er Nýi tónlistarskólinn eða "The New School of music".  Þar mun ég kenna söng og byrjendum á píanó. Ég er reyndar enn að bíða eftir að ökuskírteinið mitt endurnýjist, en það hefur tekið tíma sinn. Einhver formsatriði, skil ekki alveg. Mér finnst reyndar bara fyndið að hafa atvinnuleyfi í landinu en geta ekki keyrt. En það reddast einhvern veginn, ég ætti að fá það í byrjun Mars. Það eru bara spennandi tímar framundan Smile. Við Pétur byrjuðum í kór fyrir 2 vikum síðan. Við erum að æfa Mozart requiem sem verður flutt 10. maí. Það verður "audition" í einsöngshlutverkin síðar á tímabilinu. Ætli það verðir ekki í mars eða apríl sem það verður. 'Eg hef ekki gert það enn upp við mig hvort ég ætli að taka þátt í því:0), kemur í ljós. Það er allavega gaman að hitta fólk og fá um eitthvað annað að hugsa en hús og börn. Ég tala nú ekki um að fá að vinna við það sem maður hefur gaman að. Ég get ekki beðið eftir að byrja Happy.

Annars er mest lítið að frétta af okkur hérna. Allir hressir og Emblu gengur vel í skólanum og Eygló er voða dugleg að læra stafina. Ég teikna þrjá stafi í einu og svo litar hún þá og svo lærir hún þá, einn af öðrum hehe. Litla krúttið. Þær leika sér mjög fallega saman, en rífast smá inn á milli. Það var mjög sætt sem Embla sagði á föstudaginn. Embla er nýkomin inn úr dyrunum úr skólanum þegar Eygló kemur mjög niðurlút til hennar og segir: "Embla ég þarf að segja þér svolítið. Ég braut hann alveg óvart". Hún var með sprota sem Embla átti, sem var brotinn í tvennt. Embla horfði á sprotann og tók svo utan um systur sína og sagði svo: "Veistu hvað, að nú er Valentínusardagur og ég elska þig miklu meira en sprotann. Veistu að þetta er bara dót. Viltu koma og hjálpa mér að gera 17 Valentínusarkort sem ég þarf að gera fyrir bekkinn minn" Ég gat nú ekki varist því að tárast yfir þessum orðum stóru stelpunnar minnar og fékk hún hrós fyrir :0) En Eygló ber mikla virðingu fyrir stóru systurSmile.

Þangað til næst, knús og kossar frá okkur héðan í Lilburn :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband