Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.11.2008 | 03:59
Myndi gera næstum allt fyrir gott kaffi :0)
Hæ, hæ,
Á sunnudaginn fórum við með stelpurnar á leikvöllinn. Það var sól og hiti. Ég dauðsá eftir að hafa valið mér gallabuxur og síðerma bol til að vera í. Hvernig á maður að vita þetta, hvernig veður er svona á miðjum vetri. María og strákarnir komu líka og það var mjög gaman hjá okkur og krökkunum. Eftir einn og hálfan klukkutíma ákváðum við að fara í Decatur. Þar byrjuðum við á að fá okkur að borða, og skammtarnir náttúrlega fyrir naut en ekki manneskjur, en ég er nú búin að læra að skilja bara efitr það sem kemst ekki niður, annars myndi ég verða ansi "vel" vaxin. Mig langaði að sýna mömmu og pabba þennan litla miðbæ sem þar er og uppáhalds kaffihúsið mitt Java Monkey, sem ég kemst samt allt of sjaldan á, enda tekur 20 mín. að keyra þangað frá mér. En kaffið frá þeim er geðveikislega gott. Geri næstum allt fyrir gott kaffi. Þið ættuð að sjá mig í Target að lykta af öllum kaffibaununum sem þar eru og velja svo (sjálfsafgreiðsla í kaffinu og að mala), yfirleitt tek ég einhverjar tvær tegundir og sulla þeim saman og út úr því kemur þetta fína kaffibragð. Já, maður verður að bjarga sér í Ameríkunni. Á Java Monkey hittum við Reyni og Guðný og Jenný. Þar spjölluðum við í hálftíma sem varð eins og klukkustund því að krakkarnir voru ansi háværir og fjörugir. Þetta varð til þess að allir héldu fast um kaffibollana sína. Við María komumst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að taka alla krakkana með á kaffihús hehe.
Pabbi er kófsveittur að vinna í veröndinni fyrir okkur hjónin. Ég held að það verði langur tími þangað til að hann komi aftur hahaha. En ég held að hann hafi nú svolítið gaman að þessu líka. Ef hann væri ekki að smíða pall að þá væri hann örugglega að klippa runnana fyrir framan húsið eða eitthvað. Í þessu húsi er alltaf nóg til af verkefnum. Engum ætti að leiðast hjá Þóru og Pétri í stóra húsinu með stóra garðinum. Nú er stiginn kominn upp. Nú á eftir að setja handrið og ditta að hinu og þessu í kringum þetta og þá er hann tilbúinn. Ég held að ég verði bara að kaupa kampavín eða eitthvað gott til að skála í fyrir nýja pallinum og smiðnum.
kær kveðja Þóra
1.11.2008 | 16:38
Halloween stuð!!!
Hæ, hæ kæru vinir!
Þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg. Við hittumst íslensku skvísurnar og skárum út grasker. Það var rosalega gaman, en það kom mér á óvart hvað það var erfitt. Ég lét mig samt hafa það að gera 3 stk. Tvö andlit, annað var grimmilegt, hitt var glaðlegt og svo gerði ég hús með gluggum og norn og draugi í glugganum, með smá hjálp frá Söru vinkonu minni. En hún er svo klár í höndunum. Þetta var bara mjög skemmtilegt.
Á halloween sem var í gær var farið í göngutúr í hús. Embla var Lína Langsokkur og Eygló grasker. Þær gengu um með plast graskersfötur og tvö halloween vasaljós sem ég keypti handa þeim. Við máttum banka upp á hjá öllum sem höfðu kveikt á útiljósunum. Eygló var svolítið feimin fyrst en svo lagaðist það aðeins. Embla aðstoðaði systur sína við þetta og voru þær farnar að hlaupa að húsunum þegar leið á kvöldið. Eygló var náttúrlega alveg í skýjunum yfir þessari nammiparadís sem þetta kvöld er og brosti allan hringinn og hrópaði bara "nammi!" og svo kom þetta ómótstæðilega breiða bros sem hún hefur og allir fóru að hlæja. Enda bara ekki hægt annað. Sara kom með okkur á milli húsa og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega þetta kvöld. Pabbi var einn heima til að taka á móti krökkunum og gefa þeim nammi. Ég hafði miklar áhyggjur af því að engin myndi koma og ég sæti uppi með allt þetta nammi fyrir mig til að eta haha. En ég þurfti sko ekki að hafa áhyggjur því að þegar við komum heim, var pabbi alveg kófsveittur, búinn að tæma eina skál og fylla á hana aftur. Hann sagði að það hafði verið stanslaus straumur að dyrabjöllunni. HAHA, en samt er afgangur af þessu blessaða nammi. Stelpurnar eru búnar að lifa á þessu í dag.
Jæja, nú þarf ég að hætta að skrifa og fara í Lowe's og kaupa meira timbur, en pabbi ætlar að klára veröndina áður en þau fara. Nú á bara eftir að kaupa í stigann og þá er þetta komið. Þetta er rosalega flott hjá pabba. Þetta verður flottasta veröndin í hverfinu hahaha. Kominn tími til. Sara sagði: "Það er verst að engin sér hana því að hún snýr út í garð og þú býrð í endagötu!" hahaha.
Ég mun setja myndir af veröndinni jafnóðum og hún verður tilbúin :0)
Kær kveðja Þóra :0)
28.10.2008 | 19:33
Kraftur í karlinum :0)
Hæ aftur,
Það var nú þvílíkur lúxus í morgun. Ég var bara send í rúmið að leggja mig eftir að Embla var komin í skólabílinn og mamma og pabbi fóru niður með Eygló. Þegar ég kem niður klukkan 11 finn ég þau hvergi nokkurs staðar í húsinu. En allt í einu heyri ég skaðræðis öskur og þekkti strax litlu skapmiklu prinsessuna mína. Mér er litið út um gluggann og sé að pabbi er búinn að taka allar spíturnar og naglahreinsa þær og raða þeim snyrtilega upp við vegginn og Eygló alveg svakalega sár því að hún vildi fara úr sokkunum til að fara í sandinn en varð svo svekkt þegar hún fann hvað hann var kaldur. Hún gat nú ekki sætt sig við það að það væri kalt úti. "Þa e katt mamma, tásuna e katt mamma!" og svo orgaði hún yfir þessu öllu saman he he. Það er greinilega komið haust hér í Lilburn. 'Eg þarf greinilega að leggja mig oftar hahaha.
Pabbi kláraði svo að setja hurðina upp á screened og er þetta að verða bara svaka flott. Nú er bara eftir að klára alveg stigann og handriðið og þá er veröndin tilbúin. Það verður spennandi að fylgjast með því, en miðað við drifkraftinn í þeim gamla held ég að næst þegar ég sef út þá verður hann búinn að þessu öllu saman hahaha.
Hafið það sem allra best, kær kveðja frá okkur héðan í Lilburn:0)
28.10.2008 | 17:14
Tvö Halloween partý um helgina :0)
Hæ, hæ kæru vinir!
Það var mikið fjör hjá okkur krökkunum á Halloween hjá CCP um helgina. Embla var klædd sem Lína Langsokkur og Eygló var Pumpkin, já það var sko ekki grasker heldur pumkin. Hún var alveg með það á hreinu. Þær voru voða sætar. Ég ákvað að vera eitthvað einfalt og gott og varð djöfullinn sjálfur fyrir valinu. Það voru margir skemmtilegir búningar þarna og tók ég fullt af myndum. Guðný og Reynir voru stórglæsileg í sínum búningum og Baddi vinur okkur var alveg frábær, hans búningur var bestur að mínu mati. En hann og einn annar lentu með jafnmörg stig í 1. sæti.
Á laugardaginn fórum við svo í krakka Halloween partý til Matt og Jasmine, en dóttir þeirra Eva bauð Emblu að koma. 'Asþór og Þórarinn komu með og skemmtu þau öll sér alveg konunglega. Það var farið í beinaleit, graskeri hent á fullar vatnsflöskur og átti að reyna að fella sem flestar og svo var slegið köttinn úr tunninni. Það var mikið um sælgæti og litlu halloween dóti. Stelpurnar mínar lifðu á sælgæti alla helgina og var lítið um mat, en ég hef reynt að bæta úr því hehe.
Á sunnudaginn komu mamma og pabbi. Við náðum í þau upp á flugvöll í glampandi sólskini og 20. stiga hita. En þetta var heitasti dagurinn sem búið er að vera í svolítinn tíma. Það er rosalega notalegt að fá mömmu og pabba hingað.
Kær kveðja Þóra:0)
23.10.2008 | 18:41
Spilakvöld breyttist í partý :0)
Á laugardagskvöldið ákváðum við Pétur að það væri nú gaman að hittast nokkur saman og hafa smá spilakvöld. Við hringdum í Guðný og Reyni og spurðum þau hvort þau væru til í að koma og spila. Jú þau ákváðu að koma, svo hringdi dyrabjallan og Rúnar og María voru komin og strákarnir. Rúnar og Pétur fóru út á pall að fara yfir Roxör lögin. Á endanum vorum við María komnar út á pall með bjór í hönd til að hlusta á strákana. Það var sko fjör út á palli. Svo hirngdum við í Tótu og Reyni og spurðum hvort þau vildu koma að spila, jú þau ákváðu að koma og gista bara líka, til að geta fengið sér smá í glas. Það endaði með þvi að allir gistu hjá okkur um nóttina og var mikið fjör. Sungið og spilað fram á rauða nótt. María lánaði okkur nokkrar sængur og kodda og þar með reddaðist það, því ekki vantar plássið hehe.
Á sunnudaginn fórum við Pétur svo í golf saman. María var svo góð að passa fyrir okkur á meðan. Þetta var bara gaman, við lentum að spila með tveimur öðrum sem voru bara góðir að spila. Það var svolítið skondið að á fyrstu holu var ég að pitcha inn á völlinn og var frekar langt frá holunni, c.a. 3 metra, og svo sló ég í kúluna og hún þaut upp í loft og svo rann hún beint ofan í holuna. Ég gat ekki einu sinni fagnað ég var svo hissa. Þetta var nú bara eins og Tiger Woods væri að spila, nema að það væri ekki tilviljun hjá honum að hitta ofan í holuna hahaha. Ég tók eftir því að ég er nú orðin aðeins betri að spila núna. Allt í einu er ég farin að slá lengra en ég er vön. Þannig að það hlýtur að vera góðs viti hmmm, vonandi hehe.
Pétur er á Egilsstöðum í góðu yfirlæti hjá foreldrunum og kemur alveg gjörspilltur til baka hehe. Svo er hann að fara að æfa fyrir Roxör og svo er Eve fanfest helgina 7. og 8. nóvember.
Jæja, knús og kossar frá mér til ykkar :0)
18.10.2008 | 21:46
Nýr pallur smíðaður :0)
Jæja, loksins sest ég niður til að skrifa smá fréttir.
Nú er Pétur byrjaður að smíða nýjan pall. Mér til mikillar gleði, enda pallurinn alveg að hruni kominn. Pétur var nú ekki lengi að rífa niður pallinn, enda var hann svo fúinn að naglarnir stóðu bara eftir og var heilmikil vinna í að losa þá alla he he. Nú er það sem betur fer búið og Pétur er búin að klæða pallinn. Því næst setur hann upp nýju hurðina sem við keyptum á milli screened og pallsins. Þá er eftir að gera handriðið og stigann og þá er hann tilbúinn. Jibby. Kannski pabbi dragi okkur að landi með pallinn þegar hann kemur þar sem Pétur er að fara til Íslands á mánudaginn.
Um daginn fóru Pétur í golf og tók Emblu með sér. Það sem Emblu fannst gaman. Nú vill hún fara með honum í hvert sinn sem hann fer. Hún tók margar myndir á myndavélina á golfvellinum og er mjög gaman að sjá hvað litla augað sér og tekur myndir af he he.
Elsku þrjóska Eygló okkar. Hún er farin að geta klifrað yfir rimlana og niður á gólf og á það til að koma nokkrum sinnum niður. Það var mjög fyndið atvik um daginn. Þá var hún búin að tilkynna mér það að hún ætlaði sko ekki að sofna í rúminu sínu og ég sagði henni náttúrlega að fara að sofa enda búin að koma 4 sinnum niður. Síðan heyri ég í tækinu að hún er komin úr rúminu, en ákvað að fara ekki upp í þetta skiptið. Stuttu síðar fer Pétur upp í sturtu og ég byð hann að ath. með Eygló. Hann gengur beint inn í svefnherbergið hennar og finnur hana hvergi og svo allt í einu er honum litið niður á gólf og sér litla stírið steinsofnað á gólfinu alveg í kuðung við vegginn. Við hlógum ekkert smá mikið að þessu hahaha.
Hafið það öll sem allra best, kær kveðja Þóra :0)
8.10.2008 | 02:52
Stelpurnar með hálsbólgu...
Hæ, hæ,
Það er greinilegt að haustið er komið. Laufin eru farin að fjúka af trjánum og kuldi í lofti á morgnanna. Eins og haustið hérna er fallegt og yndislegt að þá fylgir því einn leiðinlegur vágestur og það eru pestirnar. Embla er búin að vera lasin og nú er Eygló litla líka lasin. Báðar með það sama og það er hálsbólga og hiti, læknirinn sagði að þetta var vírus sem þær verða bara að bíða af sér. Embla er byrjuð aftur í skólanum eftir veikindin og gengur bara rosalega vel.
Sara kom í heimsókn í dag í vinnugallanum, því í dag ætluðum við að ráðast á posion ivy í garðinum. Poison Ivyið var búið að marg vefja sig í kringum þrjú tré í garðinum sem eru mjög þétt uppvið hvort annað. Það var alveg ógerlegt fannst okkur að ná því úr trjánum. En þegar við vorum alveg að fara að gefast upp og hætta að hamast í þessu eins og Tarzan og Jane að þá birtust þrír ungir herramenn úr næsta húsi og hjálpuðu okkur. Þá fór þetta að ganga og eftir hálftíma vinnu í viðbót var plantan unnin, í bili allavega hehe. Þegar við vorum búin að þrífa sem mest upp eftir þetta að þá kallar Húni hennar Önnu á okkur í mat. Úff hvað við vorum svangar. Við vorum mjög þakklátar fyrir góðan mat eftir mikla vinnu, en mikið var þetta góð útrás og frábær leikfimi. Eins og þið heyrið að þá veitir ekki af hjálp í þessum stóra garði, eins og einn strákanna sagði: "Þessi garður er svo stór að það væri hægt að byggja 3 hús inn í honum hehe. Ekki gera ykkur upp neinar hugmyndir, þið fáið ekki að byggja sumarbústað í garðinum hahaha.
Sara var 30 ára í gær og við ákváðum að halda afmæliskaffiboð heima hjá mér. Það var eitt boð klukkan eitt um hádegi og svo var annað klukkan fimm fyrir vinnandi fólk hehe. Þetta var mjög skemmtilegur og vel heppnað kaffiboð. Til hamingju Sara með daginn í gær og takk fyrir hjálpina
3.10.2008 | 14:15
Við hjónin fórum aftur í golf...
Hæ,hæ,
Sara bauðst til að passa fyrir mig í einn dag ef ég vildi fara og gera eitthvað fyrir mig. Hún er nú alveg ótrúleg þessi skvísa. Alltaf svo yndisleg og góð. Ég auðvitað greip tækifærið og bað Pétur um að fara með mér í golf, því það tekur nú alveg fjóra klukkutíma að spila 18 holur. Allavega fyrir mig hehe. Þetta var þann 30. september. Það var yndislegt veður, hlýtt en samt svali í loftinu og enginn vindur. Alveg fullkomið golfveður. Okkur gekk báðum bara rosalega vel. Það er að segja Pétur á fínu skori en ég með nokkur mjög góð högg, náði meira að segja að slá boltanum tvívegis úr sandgryfju án þess að vera nokkuð búin að æfa mig í því. Í eitt skiptið chippaði ég inn á greenið og var bara millimeter að hafa hitt beint ofan í holuna. Vá, hvað ég var svekkt þá. Þá hefði ég verið á einum undir pari ef mér hefði tekist það. En var á pari í staðinn. Í hitt skiptið var ég að pútta frekar langt frá holunni og sló aðeins of laust oh, það var svekkjandi. En ég var rosalega ánægð með daginn. Sá skemmtilegasti golfdagur sem ég hef haft í ár. Við hjónin komum alveg endurnærð til baka, þótt að við náðum ekki að spila allar 18, vegna þess að það var orðið of dimmt.
Kær kveðja Þóra :0)
3.10.2008 | 13:48
Mugison í Atlanta
Hæ, hæ,
Við stelpurnar fréttum af Mugison í Atlanta þann 25. sept. og skelltum okkur að sjá þá. Það voru tvær upphitunar hljómsveitir og þeir byrjuðu ekki fyrr en um hálf tólf. Þeir voru að sjálfsögðu mjög góðir og það var mikið stuð. Sara var bílstjóri sem þýddi það að ég gat aðeins fengið mér í glas. Eftir skemmtilega tónleika með Mugison fórum við á karioke bar og þar sungum við María eitt lag með Abba hahaha. Ég veit að margir vinir mínir eru hissa núna, því að það hefur engum tekist að plata mig í karioke, en ég ákvað að skella mér þetta kvöld. Ég var komin heim klukkan hálf fjögur um nóttina.
Á laugardag fórum við Pétur í brúðkaup hjá Melissu og Brian. Anna Rut og Húni voru svo sæt að bjóðast til að passa fyrir okkur um daginn og nóttina. Það var opin bar, hættulegt fyrir heimavinnandi húsmæður sem fara sjaldan á jammið og sem eru komnar á bragðið hahaha. Það var rosalega gaman og mikið drukkið hmmm. En sem betur fer að þá var svo farið hjá mjög mörgum. En ég skemmti mér konunglega og dansaði mikið á dansgólfinu. Þetta var á mjög fallegum stað í Roswell, sem er um 40 mín. héðan. Við Pétur gistum á hóteli, en það var ekkert laust nema reykherbergi, þar sem má reykja í. 'Ogeðslegt. Þvílíkt, sannkallað þynnkuherbergi. Það var reykingarlykt af rúmfötunum. Enda vorum við fljót að yfirgefa herbergið um leið og við vöknuðum. 'Eg ætla aldrei að panta aftur herbergi í reykálmu aftur. Ég er meira að segja hissa á að reykingafólk vilji gista í svona herbergjum. Ekki myndi ég vilja það.
Kær kveðja Þóra :0)
22.9.2008 | 20:46
Komst ein í golf með honum Pétri mínum...
Hæ, hæ,
Á laugardaginn passaði María fyrir okkur Pétur á meðan við drifum okkur í golf. Við höfum einu sinni áður farið ein og þá passaði Guðný fyrir okkur. Þetta var yndisleg stund, ég heyrði meira að segja fuglana syngja og fann fyrir vindinum, hefði ekki tekið eftir þessu með börnin með mér. Það var sól og gott veður og meira að segja smá vindur þannig að þetta var hreinlega fullkomið. Þvílík tilbreyting að geta virkilega einbeitt sér að hverju skoti, ekki það að mér gekk nú ekkert sérlega vel, enda ekki farið í margar vikur. En það var rosalega gaman að komast svona tvö ein. 'Eg fékk líka ágætis lit í framan og á handleggina, það skemmir nú ekki. Því að ekki nenni ég að liggja í sólbaði.
Á sunnudaginn fórum við, þ.e. Húni, Anna Rut, Emilía og Hafþór og við hjónin og stelpurnar á leikvöllinn í Mountainpark park. Það var yndislegt veður og krakkarnir skemmtu sér konunglega. Eygló þurfti auðvitað að reyna að finna glæfralegustu stigana til að ganga upp og glæfralegustu rennibrautina til að renna sér í. Sá stigi sem var í uppáhaldi var þannig að hann lítur út eins og klifurgrind, þessi gamla sem maður var alltaf að klifra í, en þessi kemur í boga og það er frekar langt á milli rimlana. Og mamman fékk alltaf sting í hjartað þegar hún átti svona tvo til þrjá rimla eftir því að þá var hlaupið áfram, þó að ég stæði þarna við hliðina á henni. Af Emblu þarf ég nú lítið að hafa áhyggjur af, hún er mun varkárari, þær Emilía léku sér svo fallega saman allan tíman og það var mikið stuð á þeim. Klukkan eitt fóru strákarnir í golf og við konurnar og börnin fórum heim og fengum okkur kaffi út á verönd.
Í dag fór ég loksins í leikfimina aftur, en ég hef verið frekar löt að fara síðustu tvær - þrjár vikur. En núna ætlar mín að byrja aftur á fullu. Sara og María voru mættar á staðinn líka og var spriklað af öllu afli í klst. Svo bauð Sara okkur Maríu í íslenskar pulsur, vinkona hennar hafði komið með handa henni íslenskt remúlaði og íslenskt sinnep. Nammi, namm!!!. Vanalega get ég nú bara torgað einni en ég borðaði tvær og svo eina hálfa sem ég dífði ofan í gúmmulaðið, sem sagt alveg að springa. Þegar ég kom heim var Eva komin í kaffi, en Anna Rut var hér heima sem betur fer og tók á móti henni. María kom líka og var mikið spjallað. Eva er orðin ansi ófrísk núna, en hún á að eiga þann 25. október. Það verður spennandi að sjá litla prinsinn, en þetta er strákur. Ég og tvær aðrar vinkonur hennar ætla að halda baby shower handa henni 4. október. Það verður mitt fyrsta sem ég tek þátt í og það fyrsta sem ég fer í . Best að taka þetta með trompi.
Jæja, nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili enda er þetta nú orðið ansi langt .
Kær kveðja Þóra
Um bloggið
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar