Guðný klukkaði mig :0)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.

Leiðbeinandi í Leikskóla

Þerna á Hótel Eddu á Egilsstöðum

Fokkstjóri (undir Áslaugu, rosa skemmtilegt sumar)

Söngkennari á Egilsstöðum


Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

Grease

My fair Lady

James myndirnar, flest allar

Pirates of the Carabian

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Efra Breiðholti

Grafarvogi 

Sogavegi

Lilburn í Georgiu, USA


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Friends

Sex in the City

Closure

Saving Grace


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum;

París

Þýskaland

Madríd

Florida

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg;

www.mbl.is

www.visir.is

http://www.wunderground.com/US/GA/Lilburn.html

www.facebook.com



Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Íslenskt lamb

Íslenskur fiskur

Indverskur matur

Lúða að hætti ömmu Gróu


Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Discover your voice eftir Oren L. Brown

Man ekki eftir fleirum, ég gef mér orðið lítinn tíma fyrir það, því miður.


Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka

María og Rúnar

Ég ætla ekki að klukka fleiri


Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

Á Íslandi

Skoða Grand Canion

Ríðandi á henni Dögun á sveitavegi,

Í Róm á Ítalíu


Við stelpurnar fórum í mollinn...

WinkHæ, hæ, 

Í gær fórum við með krakkana í Mountainpark park, þar léku stelpurnar sér alveg grimmt og auðvitað hann Hafþór líkaSmile, þeim fannst rosalega gaman. Síðan var farið heim og pöntuð pizza á liðið. Pétur er að vinna svo mikið og Húni í útlöndum að vinna, þannig að við stelpurnar ákváðum að hafa þetta bara auðvelt.

Í morgun sagði Embla mér að hún yrði að fá naglalakk áður en hún færi í skólann, því að allar stelpurar eru með naglalakk. Ég hugsaði bara, vá hvað þetta byrjar snemma. 'Eg rétt náði að skella á hana naglalakki áður en við þurftum að skjótast upp á veg í skólabílinn. Embla var alveg himinlifandi yfir þessu, nú væri hún sko líka flott LoL.

 Í dag ákváðum við Anna Rut að það þýddi nú ekkert að hanga bara heima, eitthvað þarf að gera til að hressa andann. Þannig að við ákváðum að drífa okkur í mollinn, ferðinni var heitið í Discover Mills. Arndís og litli strákurinn hennar, Tóta og litli strákurinn hennar, María og Þórarinn komu líka. 'Eg ætlaði nú ekki að eyða neinu nema að fara í Bath and bodyworks og fá tvær halloween sápur, en ég átti tvo afsláttar miða sem ég hafði eignast og voru að renna út. En svo er það eins og svo oft að auðvitað keypti ég meira en það. Ég keypti buxur á Emblu og bók handa stelpunum, svo fann ég mér þetta fína leðurveski sem átti að kosta 100 dollara en ég fékk á 33, þannig að ég var nú alveg að gera góð kaup Cool, svo fann ég bleika skó handa Eygló, því að hinir sem hún á eru alveg orðnir frekar ógeðslegirTounge. Þegar Embla kom heim úr skólanum, vildi hún og Emiliía endilega fá varagloss og augnskugga, en Embla á snyrtitösku sem hún fékk í afmælisgjöf. Þeim fannst þetta alveg æði. Algjörar skvísur.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, ég skirfa fljótt afturJoyful

Kær kveðja Þóra Wink


Margt var brallað...

Loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrifa.Happy

Ég náði í Önnu upp á flugvöll þann 5. september á miðnætti. Vá hvað það var skrítið að sjá hana Önnu mína svona ólétta, því að það var engin bumba þegar ég fór frá Íslandi í lok apríl.

Laugardagurinn var bara tekinn með ró. Við skruppum í Wal Mart og keyptum í matinn og Anna keypti nokkrar samfellur og barnadót. Það var síðan mikið spjallað. Á sunnudeginum fórum við í tvær heimsóknir. Byrjuðum á því að fara til Guðnýjar og Reynis sem búa í Decatur. Guðný samþykkti að verða leiðsögumaður um bæinn og segja okkur allt um þennan fallega bæ. Við settumst niður á uppáhalds kaffihúsið mitt hér, en það heitir Java Monkey. Þar var mikið spjallað um heima og geimaHappy. Síðan var ferðinni heitið til Atlanta til Tótu og Reynis. Þar var húsið skoðað og svo drukkið kaffi og spjallað, síðan var komin tími á að fara heim enda Eygló og Embla orðnar svangar. Við keyptum okkur tilbúinn mat og settum stelpurnar í rúmið. Svo horfðum við á mynd um kvöldið.

Á mándeginum fór Embla í skólann um morguninn og við Anna og Eygló Þóra fórum í Aquariumið. Það er það stærsta í heimi og mjög gaman að skoða það. Við vorum þar frá opnun til tvö um daginn og fórum svo að ná í Emblu í skólabílinn, en þegar við komum heim var Pétur kominn, en hann var búinn að vera á Íslandi síðan 23. ágúst. Pétur beið eftir skólabílnum og Embla stökk upp í fangið á honum og hrópaði "Pabbi, pabbi!!!", síðan hvíslaði hún í eyrað á honum, "Pabbi, gleymdirðu að kaupa súkkulaðið handa mér?", þegar pabbi sagði nei, þá kreysti hún hann fast og brosti allan hringinn Grin. Um kvöldið fórum við í bíó, að sjá myndina Mamma mia. Önnu fannst þetta allt öðruvísi stemning en heima. Ekkert hlé og allt svo hreint og fínt og mun færra fólk.  Á þriðjudaginn fórum við í Burlington og Anna keypti jólagjafir og margt fleira, við gerðum mjög góð kaup þarna. Eygló var að leika sér að dóti sem maður dregur á eftir sér, kallast hér push me popper. Það sem hún var hrifin af þessu dóti, dró það út um alla búð. Anna ákvað síðan að gefa henni þetta og það sem mín ljómaði af gleði þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún mátti eiga þetta. Á miðvikudaginn  tókum við því nú bara rólega þar sem við ætluðum ekki að vera þreyttar í mollinum daginn eftir. María, strákarnir hennar og Anna Rut og hennar börn komu í kaffi. Við spjölluðum eitthvað fram eftir degi og svo kom Embla mín úr skólanum og þá skruppum við í Target. Um kvöldið horfðum við á bíómynd. Það var vaknað snemma á fimmtudeginum því að nú átti sko að taka mollinn með trompi. Við ákváðum að fara í stærsta mollinn og vera þar allan daginn. Við vorum þar í 7 tíma. Og það var ekki hún Anna sem var orðin þreytt heldur ég, konan sem var ekki komin 6 mán. á leið BlushTounge. Um kvöldið fór Pétur með okkur Önnu og Tótu hans Reynis á Loca Luna sem er salsa staður í Atlanta. Þetta er mjög skemmtilegur staður, hátt til lofts, flottur bar og tiltölulega ódýrt að borða þarna og góðir drykkir, Pétur var bílstjóri ToungeCool. Svo var lifandi tónlist líka og um helgar er meira fjör og þá er dansað.  Það var frábært að geta loksins verið heilan dag ein án barnanna, þó að þær séu auðvitað yndislegar. Á föstudag var svo tekið því svolítið rólega. Við fórum í Best buy og svo fór Embla með Þórarni, Ásþóri og Maríu í sund og við Eygló og Anna fórum í Burlington coat factory og þar gerði ég góð kaup. Ég fann loksins gallabuxur á mig og það á 20 dollara stk. og svo keypti ég tvo kjóla. Pétur fór í vinnuferð og var fram á næsta dag. Við Anna horfðum svo á mynd sem ég var með á leigu. Borðuðum popp og höfðum það kósý og svo var spjallað fram á nótt. Embla kom ekki heim fyrr en klukkan 12 að miðnætti og sagði svo við mig, "Mamma af hverju hreyfist gólfið þegar maður er þreyttur?" Greyið litla, riðaði af þreytu, enda ekki vön að fara svona seint að sofaLoL. Á laugardaginn var pakkað öllu dótinu og vorum við nú ekki lengi að því. Fengum okkur morgunmat og svo ákváðum við bara að drífa okkur á kaffihúsið við vatnið áður en við þurftum að fara upp á völl. Það var alveg yndislegt og mikið spjallað. Svo fórum við upp á flugvöll og áður en ég vissi af var hún farin. Mikið rosalega var þetta fljótt að líða.

Það var rosalega gaman að fá þig Anna mín og mun þetta verða lengi í minnum haft Cool.

 


Stolt mamma :0)

Jæja, þá er ég loksins búin að opna síðu sem auðveldara er að komast inn á, hehe. Það er búið að vera nóg að gera síðast liðna daga. Slá garðinn, sem er mjöööög stór og eitra fyrir rauðmaurum. Nú á ég bara eftir að klippa runnana og þá er bara orðið rosa flott hérna hjá okkur.

Í dag er 30 stiga hiti og sól. Það var stelpu-kaffi í hádeginu í dag. Eva, María og strákarnir og Anna Rut og börnin hennar komu í kaffi. Rosa fjör í húsinu Smile.  Þegar Embla kom heim úr skólanum fórum við María með krakkana í sund. Krakkarnir skemmtu sér alveg svakalega vel og voru vel þreytt þegar við komum heim.

Nú fer að líða að því að ég nái í Önnu vinkonu upp á völl, en hún lendir á miðnætti. Ég get ekki beðið enda búin að reyna að hafa nóg fyrir stafni þangað til að ég þarf að fara Grin. María ætlar að vera svo góð að passa fyrir mig á meðan, því að ég er grasekkja þessa dagana. Pétur er á 'Islandi að vinna og kemur ekki fyrr en á mánudag. Embla litla getur ekki beðið eftir að sjá pabba, enda búin að sakna hans alveg rosalega mikið, litla pabba stelpan okkar. Eygló segir bara mjög hátt og snjallt, "Pabbi jinna!!!" og það kemur ekki til greina að hann sé á Íslandi, hann er bara að JINNA og kemur bara ekkert heim LoL

Embla er mjög dugleg í skólanum og mjög samviskusöm hvað varðar lærdóminn og það er ekki séns að ég gleymi að láta hana gera heimavinnuna, það er mikið passað upp á það. Enda er hún búin að fá S+ alveg síðan hún byrjaði, sem er hæsta sem hægt er að fá. Þessi einkunn byggist á góðri hegðun og að vinna heima og skila á réttum tíma. Svo á föstudögum fá krakkarnir sem fá S og S+ að velja sér dót úr Tresurebox, þannig að það er margt að vinnaHappy. Ég var mikið skömmuð af dóttur minni í morgun þar sem við höfðum gleymt að lesa bók sem kennarinn bjó til og hún átti að lesa heima. Við redduðum því og vöknuðum bara aðeins fyrr og svo var heimavinnan unnin. Nei það er sko engin miskun á þessum bæ í sambandi við heimalærdóminn, aðallega pískar hún mér út, en ekki öfugt. Sem er alveg yndislegt. Gaman að sjá hvað hún er dugleg í náminuWink, voða stolt mamma Joyful

Jæja nú verð ég að fara að hætta í bili. Ég skrifa fljótlega eitthvað afturCoolKissing


« Fyrri síða

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband