Rigning aldarinnar hehe :0)

Hæ, hæ!

Það er búið að vera rólegt hjá okkur núna undanfarna daga. Áður en Pétur fór til Íslands keyptum við okkur ársmiða í Atlanta dýragarðinn og höfum við farið með krakkana tvisvar sinnum þangað. Þeim finnst alltaf rosalega gaman að fara. Pétur fór til Íslands á fimmtudaginn síðasta og Jón, Barbro og fjölskylda fór deginum á undan. Þannig að það er búið að vera tómlegt í kofanum hehe :0)
Við mæðgur gátum ekkert sofið í nótt fyrir þrumum og eldingum. Ég hef nú bara ekki upplifað aðra eins rigningadaga hér eins og síðastliðnar tvær vikur. Þetta voru engar þrumur í nótt, þetta voru sprengingar, húsið titraði og skalf og rigningin dundi á rúðunum og eldingarnar lýstu upp herbergið. Embla vaknaði við þetta og skreið upp í til mömmu, en Eygló svaf þetta alveg af sér. Þannig að það var svefnlaus nótt í nótt. Við Embla byðum svo upp á stoppustöð eftir skólabílnum í morgun, en engin skólabíll kom og var okkur sagt að skólanum hefði verið seinkað um eina og hálfa klst. svo ákvað ég nú að hringja í skólann áður en ég laggði af stað með hana í skólann og var mér þá sagt að skólinn væri lokaður í dag. Svo frétti ég að fólk hafi ekki komist í vinnuna vegna flóða á hwy 78. Þannig að eitthvað hefur nú gengið á. Vegir lokaðir og svona skemmtilegt. Nágrannakonan sagði mér að það hefði flætt inn í kjallarann hjá henni og það fyrsta sem ég gerði var að hlaupa niður í kjallara og skoða, en það hafði ekkert flætt inn til mín enda er góður halli frá húsinu. Það er einn kostur við svona geðveika rigningu og það er að hún virkar eins og háþrýstiþvottur á planið hjá mér, þannig að sandurinn í kringum sandkassann sem ég átti eftir að sópa er flotinn burt og drullan meðfram girðingunni sem ég ætlaði að hreinsa með skóflu er næstum horfin. Þannig að það hefur verið svaka kraftur á vatninu og ekki skrítið að flætt hafi inn í einhver hús hér. Það rignir enn...
Embla er að fara í próf næstu 3 morgna. Þetta eru próf sem eru gerð til að athuga hvar þau eru stödd og hvar þau þurfa að bæta sig. Það verður spennandi að vita hvernig henni gengur í þeim. Hérna er það nefnilega þannig að þau mega ekki falla í neinu, þá þurfa þau að taka árið upp aftur. Mjög spes, en þess vegna er mikil áhersla löggð á að þau kunni allt svakalega vel og líka gefnir aukatímar í því sem þarf. Hún er í aukatímum í ensku og svo var skólinn að bjóða upp á aukatíma í reikningi fyrir þau sem þurfa, en hún hefur ekki fengið bréf um það :0)
Ég var að byrja að kenna aðeins aftur. Ég er núna að kenna 8 unglingum í hóp, raddtækni og raddbeitingu, tvisvar í viku. Það er mjög gaman. Þau eru í leiklistartímum og ég er svona viðbót við námið hehe. Þannig að nú er bara að róta í hausnum á sér og ath. hvaða hugmyndir koma upp í kollinn. Það verður spennandi :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband