Íslandsför

Hæ,hæ, það er ýmislegt búið að vera að gera hér á Íslandinu góða. Við lentum um miðnætti 7. júlí og tók ekta íslensk sumar veðurblíða á móti okkur. Magga sótti okkur á flugvöllinn og við gistum hjá henni yfir nóttina. Mamma kom og náði í okkur á miðvikudeginum og var mikil gleði að sjá ömmu. Við heimsóttum afa í vinnuna á fimmtudeginum og það var nú gaman, í sól og blíðu. Það var auðvita farið strax í klippingu með alla famelíuna, enda afbragðsgóðir klipparar á Íslandinu góða. Það urðu miklir fagnaðarfundir að hitta vinkonurnar eftir svona langan tíma og sjá öll börnin sem höfðu fæðst á árinu.

Um helgina, 10. júlí, fórum við svo í sveitina. Embla Nótt var samferða Gumma frænda og Kristófer og lenti í gamaldags heyskap hjá Jónu og Eggert. Hún skemmtii sér svo vel að Gummi tímdi ekki að koma með hana strax í bústaðinn. Ég fór í miðnæturreið með pabba en Pétur var í miðnæturgolfi með vinum sínum. Hann kom svo í sveitina. Á laugardeginum skruppum við Pétur í golf, spiluðum 9 holur á Flúðum, því það var mót á Strandavellinum. Strax eftir það skruppum við til Möggu Láru í bústaðinn hennar. Því næst beið okkar lambalæri upp í bústað hjá mömmu og pabba. Stelpurnar skemmtu sér konunglega í bústaðnum og fannst þeim skemmtilegast að leika sér við hundinn Silju Nótt og velta sér um í grasinu. Á sunnudeginum fórum við í afmælispartý til Helgu Björt frænku og þar hitti ég systkin mömmu og flest öll börnin þeirra og barnabörn. Það var svaka stuð og alveg frábært veður. Eftir veisluna fóru stelpurnar með ömmu og afa til Reykjavíkur en við Pétur skruppum í golf á Þorlákshöfn.

Á mánudeginum fórum við í Húsdýragarðinn í yndislegri sumarblíðu. Það var alveg yndislegt.  Á þriðjudeginum fórum við aftur í bústaðinn og vorum fram á fimmtudag. Það var alveg yndislegt. Pétur var að vinna á meðan. Embla og Eygló fengu að sitja á Lukku Láka. Við pabbi fórum svo í reiðtúr á miðvikudeginum og járnuðum svo Kviku.

Á fimmtudeginum fór ég með krakkana í kaffi til Áslaugar. Það var yndislegt að koma til hennar í kaffi. Langþráð kaffispjall með góðri vinkonu. Um kvöldið var farið í mat til Möggu Láru og þar hittust öll systkinin og börnin þeirra og Tóti afi og Guðborg amma. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá dömunum að sjá afa og ömmu. Á föstudagsmorgninum fóru svo stelpurnar til Tóta afa og Guðborgar ömmu, pabbi og mamma löggðu af stað í hestaferð og við hjónin fórum tvö ein í smá golf-ferð. Pétur keppti svo í golfi á sunnudeginum á Egilsstöðum. Við dvöldum á Egilsstöðum næstu 10 daga. Þar var m.a. farið á Mjóafjörð að hitta skyldmenni Péturs. Við fórum á bát og stelpurnar fengu að sjá þegar fiskar voru veiddir á stöng. Það þótti þeim ekkert smá spennandi. Svo spiluðum við líka mikið golf á meðan við vorum á Egilsstöðum.

Við keyrðum á Djúpavog á sunnudeginum 26. júlí, sem er Brúðkaupsdagurinn okkar. Þar var drukkið kaffi hjá Helgu Björk frænku Péturs. Þar voru líka Össi og Elín. Við keyrðum svo áfram og gistum á Höfn, en Pétur vann gistungu þar á golfmótinu. Næsta dag var farið í bústaðinn og auðvitað drifið sig á hestbak. Ekkert smá gaman. Svo fórum við til Reykjavíkur. Um verslunarmannahelgina fórum við Berglind vinkona að skoða mannlífið niðrí bæ. Það var mjög gaman og mikið spjallað. Næsta dag var farið í mat til Jónu og Eggerts. Geðveikur íslenskur sveitamatur. Svo var farið í bústaðinn og á hestbak auðvitað, en nú fórum við öll saman, þ.e. mamma, pabbi og ég, Lalli og Hrönn. Pétur, Gummi og Kristófer voru í bústaðnum. Pétur var að spila við Kristófer allan tímann og var Kristófer hæstánægður með það. Við skemmtum okkur konunglega vel í reiðtúrnum, enda frábært veður og góða skapið með. Þegar við komum til baka komu Jóna og fjölskylda í heimsókn. Það var mikið helgið og spjallað.

Á sunnudeginum var ferðinni heitið aftur í bæinn, enda komið að ferðalokum. Þetta var ótrúlega fljótt að líða. Næst ætla ég að slaka aðeins meira á og ekki vera á eins miklu þeytingi hehe. Við Pétur fórum í mat til Möggu Árnad. og Ívars. Við skildum stelpurnar eftir heima enda nýkomnar heim úr ferðalagi. Á mánudagskvöldinu hélt mamma og pabbi humarveislu handa okkur. Humarinn bráðnaði í munninum á okkur. Á þriðjudeginum var flogið til Boston og svo til Atlanta. Sara náði í okkur. Ferðin gekk vel.

Í dag var allt fullt af heimsóknum og krakkarnir léku sér saman í allan dag :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband