Svona eitt og annað...

Jæja, loksins sest ég niður og skrifa.

Í byrjun Júní fórum við að sjá P.J.Harvey, hún var geðveikt góð. Við fórum nokkur saman og skemmtum okkur konunglega :0)

Ég er að vinna í einn mánuð í ITA Youth Club Center. Það gengur bara vel. Ég er ekki með marga nemendur en þeim hefur nú þegar farið heilmikið fram. Ég mun bara vinna þarna í einn mánuð og svo verður bara að koma í ljós með þá skóla sem ég er búin að sækja um. Ég bíð bara spennt :0)

Á fimmtudaginn fórum við Pétur, María og Rúnar í golf saman. Það var rosalega gaman, mér gekk reyndar ekki vel en það er allt í lagi, gengur bara betur næst. María var að fara í fyrsta skipti og stóð sig rosalega vel. Chardonnee passaði fyrir mig. Það er stelpa sem ég kynntist í vinnunni. Frábær stelpa og er alveg til í að passa og ég nýti mér það náttúrlega alveg í botnSmile.

Á föstudaginn fórum við Pétur saman á Sumar óperuna, nemenda ópera sem kennarinn minn stendur fyrir. Það sóttu víst 65 nemendur um að fá að syngja þar, en bara helmingurinn komst inn. Það hefði verið gaman að taka þátt, en það kostar 900 dollara, sem var of mikið fyrir mig núna. Ég þyrfti líka að fá pössun í 3 vikur, sem er ekki auðvelt hér hehe. En ég ætla að reyna að stefna á næsta sumar, það væri rosalega gaman að taka þátt.

Á laugardaginn fórum við með Emblu í golf. Hún stóð sig eins og hetja. Gekk og spilaði allar 9 holurnar. Við fórum á fjölskylduvöll sem er 40 mínútur héðan. Hún kvartaði ekkert að ganga með kylfurnar á bakinu í 35 stiga hita og glampandi sól. 'Otrúlega dugleg. Eygló var orðin þreytt þegar við komum á 7. holu, þá var hún alveg meira en tilbúin að fara heim. Enda orðin þreytt á öllu labbinu. Ég loksins uppgötvaði hvernig ég átti að sveifla, eða hvað ég gerði vitlaust, sem var mjög gaman. Smá stökk fram á við.

Í dag ætlar Chardonnee að passa og við hjónin ætlum aftur að skreppa í golf hehe. Það er reyndar 36 stiga hiti og sól en það verður að hafa það. Ætli ég verði þá ekki á bíl í dag svo ég leki ekki niður.

Nú eru bara rétt rúmar tvær vikur þangað til við komum og ég get varla beðið. Nú verður talið niður hehe.

Hafið það sem allra best, kær kveðja Þóra :0)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1596

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband