Fréttir af okkur :0)

Hæ, hæ, loksins sest ég niður, alltaf langur tími inni á milli hehe. Í gær fór ég í vinnuna og kenndi á píanó. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að kenna á píanó, en ég ákvað að slá til því að hér eru fleiri sem velja píanó en söng, en ég fór bara fram á að kenna bara byrjendum. Ég er komin með 2 píanó nemendur, en þau eru systkini á aldrinum 8 og 12 ára. Þessi eldri er búinn að læra á gítar og klarinett. Kennslan gekk það vel að honum langar að halda áfram og fannst skemmtilegt :0) Það var yndisleg tilfinning eftir 3 ára veru hér að fá loksins vinnu og ég tala nú ekki um við það sem mér finnst skemmtilegt. Svo er ég með 3 söngnemendur sem byrja næsta mánudag, svo vonandi vindur þetta upp á sig og ég fæ fleiri Smile.

Embla sannaði hversu mikið gáfnaljós hún er og náði 3 af 4 gáfnaprófum. En þau þurfa að ná 90% og yfir til að teljast hafa náð. Þetta voru mörg próf sem hún tók á heilli viku. Ég man sérstaklega eftir einum degi þegar hún kom heim úr skólanum og átti að gera heimavinnuna sína sem hún gerir vanalega á nánast engum tíma, en aumingja litla barnið mitt horfði bara starandi fram fyrir sig á blaðið og leit svo á mig og sagði " Mamma, vilt þú ekki bara gera þetta fyrir mig núna?" HAHA , hún var alveg búin á því eftir þennan dag. Þeir kalla þetta "gifted program".  Þetta skiptist í Mental Abilities, Achivement, Motivation og Creativity. Hún náði ekki Creativity, en var með 88% þar, þannig að hún er ekki langt frá því Happy.  Þau verða prófuð á hverju ári og þurfa að ná á hverju ári til að fá að halda áfram. Þótt hún fari í þetta prógram að þá er hún ekkert lengur í skólanum, heldur fer hún í sérstaka tíma 2svar í viku með kennara sem sér um þetta. Mjög spennandi fyrir hana.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Eygló stækkar og þroskast. Allt í einu var hún ekki lítil lengur heldur stór stelpa. 'Eg er að fara að sækja um leikskóla fyrir hana fyrir næsta haust. Hún getur ekki beðið eftir að byrja í skóla og við erum að læra stafina fyrir skólann :0) Hún elskar að dansa og ætla ég að finna einhvern danstíma fyrir hana. Hún má bara ekki heyra lag án þess að hún fer að gera einhverja danstakta. Það er alveg yndislegt að fylgjast með henni þegar hún heldur að ég er ekki að horfaSmile. Ég þyrfti að ná því á video, það er nefnilega mjög flott hjá henni.

Jæja, ég hef ekki meira að segja í bili en sendi knús og fullt af kossum til ykkar :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Þóra og til lukku með nýju vinnuna, atvinnuleyfið og kórinn. Gaman að heyra hvað það gengur vel hjá ykkur, öfunda ykkur af því að vera saman í kór.

mér datt í hug að kíkja á bloggið þitt en það er hrikalega langt síðan ég kíkti, Facebook hefur einokað allan manns tíma...

Bið kærlega að heilsa - knús í bæinn,

Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband