Stelpurnar eiga afmæli :0)

Einhvern veginn hefur það æxlast að það er búið að vera partý eða eitthvað um að vera síðustu þrjár helgar. Brjálaður mánuður hehe. Það var ákveðið að hafa svona stelpudag án barna og manna. Við hittumst niður á Altantic station og drukkum rauðvín og rósavín. Svo var kíkt smá í búðir og verslað. Svo var sest niður á annan stað og þar drukkum við María mjög skemmtilegan romm-kokteil saman í risastóru glasi. Mjög gaman. Drukkum tvo svoleiðis. Eftir það var leiðinni haldið heim til Brynju og þar var djammað til klukkan fjögur um nóttina. Pétur kom svo og náði í okkur sveitadísirnar.

Svo helgina þar á eftir var Júróvision-party hérna í kjallaranum hjá okkur. Það var sjónvarp tengt á báðum hæðum. Jón Helgi og Pétur gerðu mjög flottan pinnamat og svo var skálað í kampavíni og horft á Jurovision. Þetta var langur og skemmtilegur dagur. Allir skemmtu sér konunglega enda mikil stemmning.

Þann 19. maí varð Eygló okkar 3ja ára. Embla var í skólanum og við ákváðum mæðgurnar í tilefni dagsins að stefna öllum liltu krökkunum í Stone Mountain Park og þar fengu þau að leika sér. Sem betur fer tók Anna Rut Eygló með sér í bílinn, því á leið í garðinn bilaði bíllinn okkar. Og við sem vorum nýbúin að gera við hann. Ég hringdi í stelpurnar og bað einhverjar um að koma og hjálpa mér að ýta bílnum upp á næsta grasbala, því að löggan sagði að bíllinn væri á mjög hættulegum stað. Hún var líka svo elskuleg að kalla á löggumenn til að hjálpa mér. Eftir smá stund kom Anna Rut og svo komu allt í einu 3 lögreglubílar. Einn með blikkandi ljósum og sírenurnar á fullt. Ég fór nú svolítið hjá mér en mikið var ég glöð að sjá þessa herramenn koma hjálparvana konunni til bjargar. Þegar búið var að ýta bílnum út af, kom heill bílafloti sem var tilbúinn að hjálpa, María kom og Pétur og svo sá ég tvo aðra bíla keyra fram hjá sem voru Arndís og Tóta. 'Eg gat nú ekki annað en brosað og hugsað "Já, það er nú gott að eiga góða að". Þegar Pétur kom sagði einn lögreglumaðurinn við hann, "Já, hún hlýtur að hafa gert eitthvað, svo bíllinn bilaði". Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta yfir áliti lögreglumannsins á konum og bílum. Svo var bíllinn dreginn á verkstæði og komumst við að því að tímareiminn hafði slitnað, en bíllinn bjargaðist sem betur fer. Hann lifir enn!!! hehe

Helgina næstu átti Húni afmæli og var þá partý og svaka stuð. Það var mikið um kræsingar. Ég ákvað að vera á bíl í þetta skipti og leyfa manninum að fá sér í aðra löppina. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og fórum við síðust heim :0)

Í dag á Embla okkar afmæli og er orðin 6 ára. Úff, hvað þetta líður hratt. Litla stelpan mín að verða svo stór. Hún vaknaði við pakka eins og systir hennar fékk á sínu afmæli. Svo fór ég í söngtíma niður í bæ og þær fengu að vera hjá Brynju niðrí bæ á meðan. Þegar ég kom fórum við á leikvöll og leyfðum þeim að fá smá útrás í leik og svo lá leiðin til Tótu. Þar var Arndís og við fengum okkur kaffi og spjölluðum saman. Þetta var alveg yndislegur dagur með sól og sumri. Síðan var keypt nammi handa henni Emblu minni og hún valdi sér eina mynd sem þær systur horfðu á saman. Við ætlum svo að halda upp á afmælið þeirra beggja á morgun. Þá komum við öll saman og höfum gaman. Embla valdi skellibjölluköku og Eygló litlu hafmeyjuna, ég reyndi að gera þá köku í fyrra og Pétur hló svo mikið. Greinilega ekki verið mjög flott hehe, hva, munnurinn mistókst bara aðeins. Ég reyni að standa mig betur í kökulistinni á morgun.


Gaman, gaman...

Hæ allir,

Á þriðjudag fórum við stelpurnar í afmæli til Hörpu, það var svaka stuð. Við hitttumst fyrst á stað sem heitir Ecco niðrí bæ. Mjög flottur restaurant. Þar fengum við okkur slatta af smáréttum. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég keyrði inn á bílastæðið og lagði "fína" bílnum mínum í stæðið hjá þeim og spurði hvort hann vildi lyklana af honum, en hann leit bara á mig með svip og sagði "nei, nei" hahaha. En þegar Brynja kom var henni bannað að leggja sjálf í stæði og lykillinn bara tekinn af henni og lagt fyrir hana. Hann brosti allan hringinn þegar hann afhenti henni svo lyklana af jeppanum síðar um kvöldið HAHAHAHA. Mér hefur aldrei fundist bíllinn minn jafngamall og þetta kvöld. Síðan lá leiðin á blúsbar. Það var svakalega gaman. Lifandi tónlist sem hægt var að dilla sér við. Ég var bílstjóri þetta kvöld og var ekki búin að keyra stelpurnar heim fyrr en klukkan 3 um nóttina, enda mín alveg svakalega þreytt klukkan sjö um morguninn þegar ég fór með Emblu í skólann hehe.

Í gær átti CCP afmæli. Það var grillveisla í hádeginu og geðveikislega flott kaka. En það þorði bara enginn að borða hana, því að hún var svo flott hehe. Eygló fannst rosalega gaman að hitta alla krakkana. Embla mín var í skólanum, þannig að hún missti af fjörinu, en ef ég þekki hana rétt að þá hefur henni sko ekki fundist leiðinlegt þar. Við fórum svo þaðan um 3 leytið til að vera heima þegar Embla kæmi úr skólanum. Það var búið að vera sól og hiti um daginn, en Embla slapp svo rétt inn fyrir dyrnar áður en himnarnir opnuðust og rigningin streymdi. Það var sko grenjandi rigning og þrumur. Pétur er í fríi í dag og á morgun, þannig að það er löng helgi fram undan :0)

Bjarney kemur á föstudaginn og við Pétur ætlum að hringja í Tryggva og fá að kíkja í heimsókn til að sjá tvíburana um helgina, en ég hef ekkert séð þá enn. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá fallegu krílin.

Hafið það sem allra best kæru vinir, knús og kossar :0)

 

 

 

 

 

 


Hitt og þetta :0)

Hæ, hæ.

Vá, hvað er langt síðan ég skrifaði síðast. Það er bara heill mánuður svei mér þá! Tryggvi og Lee Ann eignuðust tvíbura að kvöldi 7. apríl. Eina stelpu og einn strák og þeim heilsast vel. Alveg yndislegar fréttir. Tryggvi hringdi í mig þegar Lee Ann var komin á  spítalann. Mikið þótti mér vænt um að fá að vita þetta. Svo fengu allir e-mail þegar fæðingin var afstaðin og allt gekk vel sem betur fer.

Ég sló fyrsta sláttí í þar seinustu viku, eða rétt áður en Þórunn Elfa kom. Hún kom í heimsókn í lok apríl og við fórum á Aquarium safnið og svo á kaffihús og tvisar á smá jamm og svo í bíó og í óperuna. Brjálað að gera í þessa nokkra daga sem hún var hér. Við fórum að sjá Hollendinginn fljúgandi í óperunni. Það var bara gaman. Sá sem söng Hollendinginn var mjög góður, alveg yndislegt að hlusta á hann syngja.  Svo eftir óperuna fórum við í Kosningapartý hjá Tótu og Reyni. Þar var kjaftað og drukkið. Þórunn keyrði þetta kvöld hehe.

Síðan er búið að vera frekar rólegt. Ég var að passa litla strákinn hennar Evu í gær og það gekk bara vel. 

Ég og Arndís ætlum að vera með skipti pössun nætu 3 vikur eða þar til skólinn er búinn. Fyrsti dagurnn var í dag, þar sem ég var ein heima í allan dag. Það var ótrúlega skrítið. Ég kom heilmiklu í verk. Söng og söng, skrifaði niður texta til að læra og leitaði að skólum til að sækja um vinnu í. Við sjáum til hvernig það gengur, það er víst ekki auðvelt að fá vinnu núna. Allir að spara hehe.

Jæja, kæru vinir, þetta var nú það helsta sem var og er í fréttum :0)


Flensan herjar á okkur mæðgur

Það er svo sem ekki mikið að frétta héðan, annað en að vorið er svo sannarlega komið, með rigningu og sól.

Embla varð mjög veik á fimmtudaginn og kvartaði um hausverk. Síðan var henni illt í hálsinum. Á föstudeginum hækkaði hitinn upp í 39 gráður og ekkert lát á að barninu mínu færi að líða betur. Við urðum að sleppa þemapartýinu hjá CCP vegna veikinda. Á laugardagskvöldinu ríkur daman upp í 39,8 og var mér þá ekki farið að lítast á blikuna og hringdi í Brynju, en hún er íslenski hjúkrunarfræðingurinn í grúppunni. Það er sko gott að hafa hjúkrunarfræðing hérna á svæðinu. Hún sagði mér að gefa henni hitalækkandi og fylgjast svo með hvort hitinn lækkaði ekki. 'Eg gaf henni hálfa panodíl og svo var bara fylgst með hvort hitinn færi nú ekki að lækka, sem hann gerði sem betur fer og næsta dag var mín komin með 38,7. En nú varð það mamman sem var orðin veik. Ég hef ekki fengið hita í einhver ár, enda mældi ég mig tvisvar sinnum því að ég var viss um að þetta hlyti að vera vitlaust. 'I dag er Embla mun betri en ég mun verri. Ég fór með Emblu til læknis og útkoman var að þetta er flensa. Læknirinn var nú heldur hissa hvað við fengum hana seint, því að hún á að vera að mestu afstaðin. Þannig að nú er bara að bíða og láta sér batna. Pétur, Jón og Rúnar fóru á jarðarför sem er fimm tíma héðan og lögðu eldsnemma af stað í morgun.

Annars er nú mest lítið að frétta, nema að ég tel dagana þangað til við komum til Íslands, ég get hreinlega ekki beðið að sjá ykkur öll og njóta íslenskrar veðurblíðu. Ferskt loft og hlýan svalan í andlitið, það er ekkert sem toppar það. Það verður sko farið í útreiðartúr og útilegu. Það er efst á óskalistanum ákkurat núna og jú, íslenskt lambakjöt, nammi namm. Grillaðar kótilettur úff, nei nú hætti ég. Ég verð nú bara svöng á þessu tali.

Jæja, knús og kossar og hafið það sem allra best :0)

 


"Pabbi, ég hló svo mikið að ég pissaði á mig!"

Það er mikið búið að rigna síðustu daga. Það er langt síðan ég hef séð annað eins, en kosturinn við það var að nýi pallurinn er orðin alveg skínandi hreinn og fínn. Í dag er frekar kalt en verður þurrt og á að hlýna með deginum, en svo er spáð rigningu alveg fram á föstudag.  Veðurspá lokið hehe.

Þóra skellti sér í Pilates á mánudeginum síðasta, sem væri svo sem ekki frásögu færandi nema að ég fór svo í bakinu eftir tímann að ég gat varla gengið, en sem betur fer að þá er það allt að lagast, en varð til þess að það var engin leikfimi í heila vikuErrm.

Pétur hélt vinnupartý á föstudaginn. Bræðurnir tóku allt í gegn og allt gert fínt úti undir pallinum. Allir komu með smá að borða og svo borðuðum við öll saman. Þetta varð svaka partý og vakað til fimm um morguninnLoL. Mikið hlegið og sungið. Ekta íslenskt stuð. 

Pétur og Gunna, Rúnar, María og strákarnir komu í heimsókn í gær. Af því tilefni bakaði ég pönnukökur sem lukkuðust svo vel að allir töluðu um hvað þær væru góðar, mín bara orðin almennileg húsmóðir. Eftir kaffið fóru krakkarnir út að leika og svo var okkur tilkynnt að það væri leikrit. Embla og Þórarinn héldu svaka sýningu handa okkur og Embla söng á meðan Þórarinn blés sápukúlur. Þau voru mjög skemmtileg frændsystkinin. Um kvöldið kemur Embla inn og tilkynnir okkur það að hún hafi pissað í sig. "Pabbi, ég hló svo mikið að ég pissaði á mig!" Við nátturlega sprungum úr hlátri.

Jæja nú tekur alvaran við og mín þarf að fara að hysja sig aftur í leikfimina og læra fyrir söngtímann í næstu viku. Ég fer svo að setja inn nýjar myndir flótlega. Hafið það sem allra best kæru vinir :0)


Skólar lokaðir í dag...

Í gær snjóaði risastórum snjóflyksum. Alvöru snjór í Atlanta. Við skruppum í bíó með stelpurnar í gær á myndina Coraline. Hún var svolítið scary fyrir þær, en Eygló sagði með reglulegu millibili við pabba sinn, "Þetta er gaman!", Embla var komin þétt upp að mér í síðari hlutanum. Eftir myndina þurfti Pétur að skafa af bílnum, því það hafði snjóað allan tíman sem við vorum þar. Þegar krakkarnir komu heim þá fóru þær út að leika. Embla var í kuldagallanum sínum og ullarfötunum frá Eygló ömmu og Eygló líka. Þær voru voða flottar  í snjónum. Eygló kom inn ísköld og rennandi blaut og bað um að fara inn, þegar ég var búin að klæða hana úr að ofan, hætti hún við að fara inn og vildi fara út aftur og þá lét ég hana fá nýja vetlinga með flís inn í og pollaefni að utan og hélt að það væri voðalega sniðugt. Þegar mér er litið út um gluggann stendur mín í miðjum drullupolli og er að fylla vettlingana af vatni. HAHAHA. Þegar þær komu inn rennandi blautar og fínar var sko allt sett í þvottavélina á eftir hehe.

Í dag fór ég upp á bus stop með Eygló með mér í skítakulda og hálku. Þar beið ég og beið og auðvitað datt mér ekki í hug að skólarnir væru lokaðir á þessum fallega degi. Þegar ég var búin að bíða í korter og var svona farið að gruna að ekki var allt eins og það á að vera, þá kom maður gangandi að mér og sagði mér að það væri búið að loka öllum skólum í Gwinnett. Ég meina auðvitað, það er snjór og hálka. Það er eins gott að ekki snjói oft hér, þá væri bara enginn skóli haha. Okkur Íslendingunum finnst þetta náttúrlega voðalega fyndið :0). En þegar ég hugsa um það þá eru bílarnir ekki búnir undir þetta og svo kann fólk ekki að keyra í þessari færð.

 

 


Embla skrifar Valentínusarkort :0)

HeartHæ, hæ, hvað segið þið gott í dag?

Á þriðjudag buðum við Badda, Reyni, Guðný og systur hennar í mat. Við enduðum á því að spila borðspil. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í góðra vina hópiSmile.

Í gær fór ég í leikfimi að lyfta, rosa dugleg og svo fórum við þ.e. ég og Eva og stelpurnar út að ganga í Stone Mountain park. Við lögðum bílnum svolítið í burtu frá leikvellinum og gengum þangað og það gekk nú alveg ljómandi vel, en leiðin til baka fannst stelpunum erfið, enda verið að stefna að bílnum en ekki að leikvellinum í þetta sinn. Þannig að ég held í næsta skipti að þá leggjum við á leikvellinum og göngum þaðan fram og til baka hehe. En það var æðislegt veður sól og 20 stiga hiti, algjört stuttermabols veðurSmile.

Embla er búin að vera að skrifa HeartValentínusarkortHeart fyrir krakkana í bekknum alla vikuna. Hún vildi hafa öll kortin frekar persónuleg, það er sko ekki nóg að skrifa "Happy Valentine". Öll kortin voru voða falleg og persónuleg, eins og "I want to be your friend, would you want to be mine?" eða Love Embla" og svo framvegis. En það er ein stelpa í bekknum sem henni semur ekki við og í hennar kort skrifaði hún " Dear xxx! You are an unusual friend, Love Embla" LoL. Þetta fannst mér náttúrlega alveg geðveikislega fyndið og spurði af hverju hún hafði skrifað þetta, þá sagði Embla. "Mamma, hún er bara ekki góð við mig!" En ég sagði henni þá bara að skrifa frekar "Happy Valentine" í hennar kort sem hún og gerði. Ég fór til kennarans hennar í viðtal í gærmorgun og sagði henni þetta og hún alveg skellihló og sagði að þetta væri nú líkt Emblu, segir bara það sem henni finnst, en hún sagði þetta ekki á neikvæðan hátt samt. Embla fékk mjög góða einkunn hjá kennaranum og gengur henni rosalega vel. Hún er búin að bæta sig heilmikið í því sem vantaði upp á. Hún hefur líka ofsalega gaman af því að læra.

Hafið það sem allra best kæru vinir Smile


Fernbank safnið skoðað...

Við, Rúnar, María og strákarnir fórum í Fernbank museum. Það hefur lengi verið talað um að fara þangað og nú loksins létum við verða af því. Þetta var mjög skemmtilegt og margt að sjá. 'Eg tók einhverjar myndir sem ég get sett á netið um leið og ég finn snúruna af myndavélinni til að gera það. Þarna voru risaeðlur, risaeðluegg og fullt af dýrum sem eru í dýraríkinu hér í Georgíu, uppstoppuð að sjálfsögðu hehe. Sum af þeim hafði ég nú bara séð í garðinum mínum hehe, enda nóg af dýralífi þar.

Annars er nú lítið að frétta, nema að ég er byrjuð í ræktinni aftur og ætla nú aldeilis að taka á því og komast í þrusuform. Stelpurnar eru alveg yndislegar og góðar. Eygló er farin að sofna hjá Emblu í okkar rúmi og það gengur mjög vel. Þær sofna alveg sjálfar og eru ekkert að spjalla hehe. Við breyttum rúminu hennar í krakkarúm í gær. Hún varð voðalega stolt. Ég hafði mestar áhyggjur af því að hún myndi velta út úr því en það gerðist nú reyndar ekki sem betur fer.

 Kær kveðja Þóra :0)

 


Afi og Amma fóru í dag

Í dag var jólatréð tekið niður og þar með jólin búin hérWink. Tengdaforeldrarnir fóru heim í dag og er búið að vera alveg yndislegt að hafa þau. Pétur og Tóti eru búnir að spila mikið á spil og mikið hlegið. Við konurnar erum líka mikið búnar að spjalla og hafa gamanGrin.

Pétur fór með foreldrana í bíltúr alla leið til N-Carolinu, nánar tiltekið "Great Smokey Mountains". Það var mjög gaman hjá þeim og sá Þórarinn marga sveitabæi á leiðinni þótt að ekki væri stoppað á neinum þeirra. "Cherokee Resorvation" er verndarsvæði Indjána og liggur þetta svæði við "Great Smokey Mountains". Þar var m.a. leðurbúð, sem var með handunnið leður unnið af Indjánum sem var mjög gaman að skoða. Ég ætla pottþétt að fara þangað og fá að sjá þetta svæðiHappy.

Í gær fórum við María með Guðborgu í búðir. Það var mjög gaman hjá okkurCool. Um kvöldið borðuðum við svo öll saman. Embla var svolítið lítil í sér í gærkvöldi þar sem hún vissi að amma og afi færu á morgunCrying, en var svo fljót að jafna sig og gat sofnaðSmile. Ég sagði henni að áður en hún vissi af værum við á leið til Íslands. Í morgun fylgdu afi og amma henni í skólabílinn og kvaddi hún þau með bros á vör og gaf þeim engan tíma til að vera leið hehe. Emblu minni líkt, alltaf svo gaman að fara í skólann. Pétur keyrði þau svo út á flugvöll.

Hafið það sem allra best kæru vinir Tounge

 


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla :0)

Pétur fór með stelpurnar að ná í Ömmu og Afa á flugvöllinn að kvöldi 27. des. Það var mikið fjör hjá þeim og Eygló reyndi alltaf að tala hærra en Embla við ömmu svo hún fengi nú alla athyglina. 'A meðan þau fóru var ég heima að ausa öndina sem átti að vera í matinn um kvöldið. Maturinn heppnaðist svakalega vel, þvílíkt nammi, enda Pétur algjör snillingur í að elda. Já, Pétur minn á allan heiðurinn af hátíðarmatnum. Eftir matinn voru opnaðir pakkar og var þetta jafnmikið og á aðfangadag, þannig að það var mikil spenna í loftinu. Þetta var mjög skemmtilegt og fjörugt kvöld hehe.

Við tengdó erum búnar að fara í búðir og versla svona ýmislegt, en þess á milli að spjalla og fá okkur kaffi. Í gær fórum við að sjá King Tut, en á þessu safni voru um 130 fornmunir frá Egypsku faróunum sem fannst árið 1922. Þetta er heljarinnar safn og glæsilegt. Síðan var förinni heitið í aquarium og þar vorum við þangað til lokaði. Við vorum svo uppgefin eftir þessi tvö söfn enda búin að vera að ganga í sjö klukkustundir. Afi og Amma buðu okkur svo út að borða á mexíkanskan stað, rosalega gott Smile. Allir fóru snemma að sofa, enda uppgefnir eftir daginn hehe. Afi svaf heima hjá Rúnari og Maríu og fylgdi strákunum í skólann og Amma svaf hér og vaknaði með Emblu í skólabílinn. Núna fóru afi og amma að ná í Þórarinn með Maríu og svo ætla þau að fara með Þórarni og 'Asþóri í Júdóið í kvöld. Þannig að það verður svaka fjör hjá þeim hehe. Stelpurnar eru að leika sér og ég að þrífa húsið því að við erum bara einar stelpurnar. Pétur fór nefnilega í golf að prófa nýja staðsetningartækið sem ég gaf honum Wink.

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla Happy.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband