Svona eitt og annað...

Úti skín sólin og fuglarnir syngja. Sumarið er komið hérna í Lilburn. Það er greinilegt að fuglarnir eru í hreiðurgerð þar sem að mér var litið í plast tösku sem er bundinn á hjólið hennar Emblu, sem er inni í bílskúr, og lítil fuglahjón voru búin að gera hreiður ofan í töskunni. Ég get ekki alveg skilið hvernig þeim datt þetta í hug þar sem bílskurinn er oft lokaður hehe.

Við hjónin skruppum til Mexico með CCP, fyrirtækinu sem Pétur vinnu hjá. Það var rosalega gaman og alveg frábært hótel sem við vorum á. Starfsfólkið var alveg yndislegt og alltaf brosandi. Það voru 3 sundlaugar og heitir pottar og svo var sjór og strönd alveg við. Fjórir veitingastaðir og nokkrir barir.  Allt var innifalið, matur og drykkir. Meira að segja mini barinn. Ég væri sko alveg til í að fara þangað aftur.  Mamma passaði fyrir okkur á meðan við vorum úti og var yndislegt að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af börnunum. 

Annars er allt gott að frétta héðan úr sólinni. Ég og stelpurnar komum til Íslands þann 15. júní og verðum til 24. júlí.  Ég hlakka til að sjá ykkur, knús og kossar héðan úr Lilburn :0)

 


Fréttir af okkur :0)

Hæ, hæ, loksins sest ég niður, alltaf langur tími inni á milli hehe. Í gær fór ég í vinnuna og kenndi á píanó. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að kenna á píanó, en ég ákvað að slá til því að hér eru fleiri sem velja píanó en söng, en ég fór bara fram á að kenna bara byrjendum. Ég er komin með 2 píanó nemendur, en þau eru systkini á aldrinum 8 og 12 ára. Þessi eldri er búinn að læra á gítar og klarinett. Kennslan gekk það vel að honum langar að halda áfram og fannst skemmtilegt :0) Það var yndisleg tilfinning eftir 3 ára veru hér að fá loksins vinnu og ég tala nú ekki um við það sem mér finnst skemmtilegt. Svo er ég með 3 söngnemendur sem byrja næsta mánudag, svo vonandi vindur þetta upp á sig og ég fæ fleiri Smile.

Embla sannaði hversu mikið gáfnaljós hún er og náði 3 af 4 gáfnaprófum. En þau þurfa að ná 90% og yfir til að teljast hafa náð. Þetta voru mörg próf sem hún tók á heilli viku. Ég man sérstaklega eftir einum degi þegar hún kom heim úr skólanum og átti að gera heimavinnuna sína sem hún gerir vanalega á nánast engum tíma, en aumingja litla barnið mitt horfði bara starandi fram fyrir sig á blaðið og leit svo á mig og sagði " Mamma, vilt þú ekki bara gera þetta fyrir mig núna?" HAHA , hún var alveg búin á því eftir þennan dag. Þeir kalla þetta "gifted program".  Þetta skiptist í Mental Abilities, Achivement, Motivation og Creativity. Hún náði ekki Creativity, en var með 88% þar, þannig að hún er ekki langt frá því Happy.  Þau verða prófuð á hverju ári og þurfa að ná á hverju ári til að fá að halda áfram. Þótt hún fari í þetta prógram að þá er hún ekkert lengur í skólanum, heldur fer hún í sérstaka tíma 2svar í viku með kennara sem sér um þetta. Mjög spennandi fyrir hana.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Eygló stækkar og þroskast. Allt í einu var hún ekki lítil lengur heldur stór stelpa. 'Eg er að fara að sækja um leikskóla fyrir hana fyrir næsta haust. Hún getur ekki beðið eftir að byrja í skóla og við erum að læra stafina fyrir skólann :0) Hún elskar að dansa og ætla ég að finna einhvern danstíma fyrir hana. Hún má bara ekki heyra lag án þess að hún fer að gera einhverja danstakta. Það er alveg yndislegt að fylgjast með henni þegar hún heldur að ég er ekki að horfaSmile. Ég þyrfti að ná því á video, það er nefnilega mjög flott hjá henni.

Jæja, ég hef ekki meira að segja í bili en sendi knús og fullt af kossum til ykkar :0)


Allt hvítt í Atlanta :0)

Það er heilmikill snjór hér í Lilburn. Stelpurnar ruku út í morgun til að leika sér í snjónum. Það er alveg yndislegt að fá smá snjó, brakandi mjúkan hehe.  Við íslensku stelpurnar erum að fara út að borða í kvöld og svo förum við á Fox theatre að sjá Mamma Mia söngleikinn, það verður fjör.

'I gær áttum við Pétur 9 ára sambandsafmæli. Ég eldaði góðan og hollan mat og bjó til Tofu-súkkulaðimús með hindberjum. 'Eg veit að það hljómar ekki vel, en þetta er bara góður desert haha. Ég er loksins búin að fá atvinnuleyfið mitt og get því byrjað að vinna í nýju vinnunni, sem er Nýi tónlistarskólinn eða "The New School of music".  Þar mun ég kenna söng og byrjendum á píanó. Ég er reyndar enn að bíða eftir að ökuskírteinið mitt endurnýjist, en það hefur tekið tíma sinn. Einhver formsatriði, skil ekki alveg. Mér finnst reyndar bara fyndið að hafa atvinnuleyfi í landinu en geta ekki keyrt. En það reddast einhvern veginn, ég ætti að fá það í byrjun Mars. Það eru bara spennandi tímar framundan Smile. Við Pétur byrjuðum í kór fyrir 2 vikum síðan. Við erum að æfa Mozart requiem sem verður flutt 10. maí. Það verður "audition" í einsöngshlutverkin síðar á tímabilinu. Ætli það verðir ekki í mars eða apríl sem það verður. 'Eg hef ekki gert það enn upp við mig hvort ég ætli að taka þátt í því:0), kemur í ljós. Það er allavega gaman að hitta fólk og fá um eitthvað annað að hugsa en hús og börn. Ég tala nú ekki um að fá að vinna við það sem maður hefur gaman að. Ég get ekki beðið eftir að byrja Happy.

Annars er mest lítið að frétta af okkur hérna. Allir hressir og Emblu gengur vel í skólanum og Eygló er voða dugleg að læra stafina. Ég teikna þrjá stafi í einu og svo litar hún þá og svo lærir hún þá, einn af öðrum hehe. Litla krúttið. Þær leika sér mjög fallega saman, en rífast smá inn á milli. Það var mjög sætt sem Embla sagði á föstudaginn. Embla er nýkomin inn úr dyrunum úr skólanum þegar Eygló kemur mjög niðurlút til hennar og segir: "Embla ég þarf að segja þér svolítið. Ég braut hann alveg óvart". Hún var með sprota sem Embla átti, sem var brotinn í tvennt. Embla horfði á sprotann og tók svo utan um systur sína og sagði svo: "Veistu hvað, að nú er Valentínusardagur og ég elska þig miklu meira en sprotann. Veistu að þetta er bara dót. Viltu koma og hjálpa mér að gera 17 Valentínusarkort sem ég þarf að gera fyrir bekkinn minn" Ég gat nú ekki varist því að tárast yfir þessum orðum stóru stelpunnar minnar og fékk hún hrós fyrir :0) En Eygló ber mikla virðingu fyrir stóru systurSmile.

Þangað til næst, knús og kossar frá okkur héðan í Lilburn :0)


Jólin :0)

Loksins gef ég mér tíma til að skirfa nokkarar línur :0)

Jólin voru yndisleg. Stelpurnar svo spenntar að það var ekki annað en hægt að hlæja. Um kvöldið opnuðum við pakkana og borða konfekt og kaffi/gos. Mér er minnisstæðast þegar Eygló og Embla opnuðu saman pakka frá vinkonum sínum og í því var íslenskt nammi.  Þegar Eygló sá nammið þá strauk hún magann og sagði nammi namm og svo dansaði hún. Við náttúrlega skellihlógum yfir þessuLoL. Þann 28. desember var spilakvöld hér og var spiluð félagsvist. Þórarinn litli var alveg ótrúlegur, ekki nema 6 ára og vann hvert spilið á fætur öðru og fékk nánast enga hjálp við það. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Þann 29. desember fórum við í pinnkjötsveislu til Jóns og Barbro. Þetta var kjöt frá Noregi, ekkert smá gott. Svo var djamm á eftir. Við Pétur ákváðum svo að vera bara heima með stelpurnar á gamlárskvöld og hafa það kósý. Það var alveg yndislegt. Eftir matinn horfðum við á áramótaskaupið og svo þegar átti að fara að sprengja þessar fáeinu kökur sem fást hérna, eitthvað sem okkur Íslendingum myndi finnast óttalegt prump haha, að þá voru stelpurnar sofnaðar. Greyin litlu. Við fórum því bara út hjónin og sprengdum :0) 

Í gær snjóaði og stelpurnar voru svo æstar að fá að fara út. Embla var með hita daginn áður en við ákváðum samt að leyfa henni að fara út, því að það snjóar nú svo sjaldan hérna. Þær fóru því út kappklæddar. Embla fékk plastpoka til að renna sér á, en það var of lítill snjór í brekkunni í garðinum til að renna sér, þannig að hún kom grátandi inn. Ég sagði henni bara að búa til engil í staðinn og kenna Eygló að gera það líka. Þær gerðu það. Eftir að hafa verið úti í svona klukkutíma komu þær inn, alveg kafrjóðar og brosandi út að eyrum. Ég gerði svo heitt kakó handa þeim og svo léku þær sér allan daginn. Elsku litlu englarnir mínir. Þær fengu ekki að fara út í dag, því að Embla var enn með hita í gærkvöldi. Það er níu stiga frost í dag, sem er nú fremur óvenjulega kalt miðað vð hér. Þetta er kaldur vetur, en svo kemur vorið áður en ég veit af :0)  

 


Mamma og systur voru í heimsókn :0)

Hæ, hæ,

 Mamma, Erla og Jóna lentu á flugvellinum í Atlanta þann 28. október. Ég næ í þær í góðu veðri. Við förum heim og tökum því rólega svona fyrsta daginn. 'A föstudeginum fórum við upp í sveit til tengdaforeldra Trygga með Tryggva frænda og Lee Ann. Það var mjög skemmtilegt og þvílík náttúrufegurð á þessum stað. Við fengum túr um landið og sáum nautgriparæktunina sem hann er með þarna. Landið er risastórt og tók töluverðan tíma að fara yfir þetta allt. Um kvöldið fengum við dýrlegan kvöldmat. Að því búnu fórum við heim. Eygló skemmti sér konunglega, enda fékk hún kók og nammi. Hún skipti namminu systurlega á milli sín og Emblu og geymdi það þangað til hún kom heim. Alltaf að hugsa um systur sína. Frábær dagur. Halloween var svo á laugardeginum. Um morguninn fórum við að skoða búninga. Konurnar keyptu sér nornahatta og ég keypti mér hárkollu, ég var búin að kaupa búninginn áður en þær komu :0). Um kvöldið fórum við öll saman í trick or treat. Embla gat ómögulega sagt "Trick or treat" henni fannst það bara mjög dónalegt að hóta fólki að hrekkja það. Þannig að hún sagði "Happy Halloween!" en Eygló sagði "Trick or treat" það var mjög sætt. Þær sneru svo heim með fullar fötur af nammi og tók langan tíma að borða þetta allt. Síðar um kvöldið fórum við svo til Jóns og Barbro. Þar var partý, eftir það fóru systurnar heim og stelpurnar með þeim, en við Pétur skruppum í Halloween partý hjá fyrirtækinu, það var mjög gaman.

Daginn eftir skruppum við svo í mollinn og það var mikið keypt. Næstu dagar voru búðardagar. Á miðvikudeginum tókum við pásu á búðum og Jóna og Erla fóru í Aquarium og ég, mamma og Eygló  fórum í Coca Cola verksmiðjuna á meðan. Það var mjög gaman, sérstaklega fannst mér skemmtilegt að horfa á mömmu gretta sig ógurlega, þegar hún smakkaði einhvern ógeðisdrykk frá einhverju landinu. Það var nefnilega smökkun á allskonar drykkjum frá Coca Cola frá mismunandi löndum, það vantaði þó 'Island inn í þetta. Það væri of mikil samkeppni við þá hér held ég hehe, enda íslenska kókið lang, lang best :0) Eftir þetta keyri ég þær í lyftuna upp á Stone Mountain steininn og ég fór að ná í Emblu í skólabílinn á meðan. Síðan keyrði ég Emblu til Barbro því að við komumst ekki allar í bílinn. Keypti eitthvað að borða handa þeim, enda ekki búið að borða neitt þann daginn, nema morgunmat. Þær borðuðu svo á skottinu á bílnum og svo var farið í kaffi til Barbro hehe. Mikil törn þennan dag. Við fórum þaðan um 6 leytið. 'Eg náði í Pétur og svo fórum við á Loca Luna og þar borðuðum við marga litla rétti og hlustuðum á lifandi salsatónlist, eftir það var ferðinni heitið á Carpé Diem og þar hlustuðum við á lifandi djass og þær drukku hvítvín og svona á meðan ég fékk mér kaffi og köku:0) Við skemmtum okkur konunglega, en vorum alveg búnar á því þegar við komum heim. Daginn eftir og alla hina dagana sem eftir vorum, vorum við í búðum. Þetta var mjög skemmtilegt og ég vona að þær hafi líka skemmt sér vel, því að mér fannst yndislegt að hafa þær. Það er þeim að þakka að nú veit ég nákvæmlega hvar allt er í Discover Mills mollinum HAHAHA.

Knús á ykkur elskulegu systur. Við sjáumst svo hressar í sumar :0) Smá ekstra knús á mömmu:0)


Stoltir foreldrar :0)

Embla situr hérna við hliðina á mér og les fyrir skólann, voðalega notalegt. Eygló er að horfa á uppáhaldsmyndina sína GOSI á meðan hehe. Það er farið að kólna svolítð hérna hjá okkur og þá finn ég hvað húsin hérna eru illa einangruð en samt finnst mér kuldinn notalegri en hitinn sem er hér í júlí og ágúst. Embla kom heim með þrenn verðlaun frá skólanum á föstudaginn fyrir árangur í skólanum á fyrstu 9 vikunum. Hún var rosalega stolt eins og við hin auðvitað. Hún fékk frían ís og frían mat á veitingastað í verðlaun. Hún fékk "Principal's Academic Award", þau verðlaun fær maður fyrir að vera með A í öllu eða E (Excellent), næstu verðlaun voru "Certificate of Achievement" (improvement of extra effort) og svo verðlaun fyrir "Perfect Attendance" (fullkomin mæting)Smile. Hún bauð systur sinni upp á ís í gær. Hún er rosalega dugleg að læra og finnst það mjög skemmtilegt. Einhvern veginn leikur allt í höndunum á henni :0) Eygló getur ekki beðið eftir að fá að byrja í skóla og er að læra stafina núna með mömmu á daginn. Hún verður voðalega glöð þegar hún finnur að hún kann eitthvað af þeim. Þetta gengur aðeins hægar að læra stafina þar sem að hún er að læra þá bæði á ensku og íslensku. En hún er voðalega dugleg :0)Það er mjög gaman að fylgjast með þróuninni hjá Eygló að teikna, reyndar hjá þeim báðum, fyrst voru það karlar með hendur og fætur út úr höfðunum, það er reyndar enn þannig, en það var t.d. aldrei neitt hár á þeim, en núna er sko svakalega mikið hár á höfðinu á þessum körlum og kerlingum haha Smile. Við fórum í matarboð á föstudaginn til Frigga og Brynju. Það var alveg frábær matur og mjög gaman. Við fórum ekki heim fyrr en klukkan 6 um morguninn. Í dag fór Pétur í golf en við stelpurnar vorum bara hérna heima að hafa það notalegt í kluldanum.

 Nú fer að styttast í að mamma, Erla og Jóna koma í heimsókn. Ég get varla beðið ég hlakka svo til. Alltaf gaman að fá heimsóknir. Þetta verður stuttur tími og við munum hafa nóg að gera :0) Segi ykkur frá því þegar þær koma. Halloween verður þá og svaka stuð :0)


Rigning aldarinnar hehe :0)

Hæ, hæ!

Það er búið að vera rólegt hjá okkur núna undanfarna daga. Áður en Pétur fór til Íslands keyptum við okkur ársmiða í Atlanta dýragarðinn og höfum við farið með krakkana tvisvar sinnum þangað. Þeim finnst alltaf rosalega gaman að fara. Pétur fór til Íslands á fimmtudaginn síðasta og Jón, Barbro og fjölskylda fór deginum á undan. Þannig að það er búið að vera tómlegt í kofanum hehe :0)
Við mæðgur gátum ekkert sofið í nótt fyrir þrumum og eldingum. Ég hef nú bara ekki upplifað aðra eins rigningadaga hér eins og síðastliðnar tvær vikur. Þetta voru engar þrumur í nótt, þetta voru sprengingar, húsið titraði og skalf og rigningin dundi á rúðunum og eldingarnar lýstu upp herbergið. Embla vaknaði við þetta og skreið upp í til mömmu, en Eygló svaf þetta alveg af sér. Þannig að það var svefnlaus nótt í nótt. Við Embla byðum svo upp á stoppustöð eftir skólabílnum í morgun, en engin skólabíll kom og var okkur sagt að skólanum hefði verið seinkað um eina og hálfa klst. svo ákvað ég nú að hringja í skólann áður en ég laggði af stað með hana í skólann og var mér þá sagt að skólinn væri lokaður í dag. Svo frétti ég að fólk hafi ekki komist í vinnuna vegna flóða á hwy 78. Þannig að eitthvað hefur nú gengið á. Vegir lokaðir og svona skemmtilegt. Nágrannakonan sagði mér að það hefði flætt inn í kjallarann hjá henni og það fyrsta sem ég gerði var að hlaupa niður í kjallara og skoða, en það hafði ekkert flætt inn til mín enda er góður halli frá húsinu. Það er einn kostur við svona geðveika rigningu og það er að hún virkar eins og háþrýstiþvottur á planið hjá mér, þannig að sandurinn í kringum sandkassann sem ég átti eftir að sópa er flotinn burt og drullan meðfram girðingunni sem ég ætlaði að hreinsa með skóflu er næstum horfin. Þannig að það hefur verið svaka kraftur á vatninu og ekki skrítið að flætt hafi inn í einhver hús hér. Það rignir enn...
Embla er að fara í próf næstu 3 morgna. Þetta eru próf sem eru gerð til að athuga hvar þau eru stödd og hvar þau þurfa að bæta sig. Það verður spennandi að vita hvernig henni gengur í þeim. Hérna er það nefnilega þannig að þau mega ekki falla í neinu, þá þurfa þau að taka árið upp aftur. Mjög spes, en þess vegna er mikil áhersla löggð á að þau kunni allt svakalega vel og líka gefnir aukatímar í því sem þarf. Hún er í aukatímum í ensku og svo var skólinn að bjóða upp á aukatíma í reikningi fyrir þau sem þurfa, en hún hefur ekki fengið bréf um það :0)
Ég var að byrja að kenna aðeins aftur. Ég er núna að kenna 8 unglingum í hóp, raddtækni og raddbeitingu, tvisvar í viku. Það er mjög gaman. Þau eru í leiklistartímum og ég er svona viðbót við námið hehe. Þannig að nú er bara að róta í hausnum á sér og ath. hvaða hugmyndir koma upp í kollinn. Það verður spennandi :0)


Lífið í Atlanta

Loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrifa um lífið hér í Atlanta.

Það er búið að vera mjög gott veður hér, en ég farin að finna smá kulda í lofti á morgnanna, sem mér finnst reyndar æði. Embla er búin að vera tvær vikur í skólanum og gengur rosalega vel. Hún fær mjög góða einkunn í hverri viku. Kennarinn gefur einkunn fyrir hverja viku, hegðun og vinnu heima og í skólanum. Eygló er mjög háð systur sinni og finnst erfitt að sjá eftir henni í skólann. Hún fær að byrja í leikskóla næsta haust.

Við Pétur fórum á föstudaginn í hjónagolf og Guðborg frænka passaði. Þetta var keppni sem var þannig að sá sem átti betra skor á þeirri holu vann holuna. Við urðum í fjórða sæti, það hefði verið ljúft að vera aðeins hærri. Næsta dag var önnur keppni sem fjórir voru saman í grúppu og áttu allir að taka kúluna sína að besta skotinu hjá hverjum og einum í grúppunni. Þetta var mjög skemmtilegt. Ég fór með þeim bræðrum. Við áttum öll góð skot, en Pétur átti nú þau flest. Hann chippaði t.d. einu sinni beint í holuna, sem var mjög cool hehe. Við fengum æðislegt veður báða dagana. Á sunnudaginn fórum við með Emblu og Eygló í mini-golf. Þeim fannst rosalega gaman. Jón og Barbro, Guðborg og Bjarki komu líka.

Við Sigga, hún er kona Jóns Hördal, en hann vinnur í CCP og hún er hér að læra í 6 mán., förum alltaf í golf á miðvikudagsmorgnum. Þ.e.a.s. þegar ég fæ pössun. Við spiluðum 18 holur síðast. Núna ætlar Chardonee að passa fyrir mig og Brynju, en hún ætlar að koma með okkur næsta miðvikudag. Ég hlakka voðalega til.

Annars er mest lítið að frétta þannig. Lífið heldur áfram og verður hversdagslegt eins og alls staðar annars staðar :0) Ég sló fyrir framan hús og gerði snyrtilegt. Núna er bara túnið fyrir aftan hús eftir. Það er ekki hægt að kalla þetta garð hahaha.

Hafið það sem allra best kæru vinir :0)


Íslandsför

Hæ,hæ, það er ýmislegt búið að vera að gera hér á Íslandinu góða. Við lentum um miðnætti 7. júlí og tók ekta íslensk sumar veðurblíða á móti okkur. Magga sótti okkur á flugvöllinn og við gistum hjá henni yfir nóttina. Mamma kom og náði í okkur á miðvikudeginum og var mikil gleði að sjá ömmu. Við heimsóttum afa í vinnuna á fimmtudeginum og það var nú gaman, í sól og blíðu. Það var auðvita farið strax í klippingu með alla famelíuna, enda afbragðsgóðir klipparar á Íslandinu góða. Það urðu miklir fagnaðarfundir að hitta vinkonurnar eftir svona langan tíma og sjá öll börnin sem höfðu fæðst á árinu.

Um helgina, 10. júlí, fórum við svo í sveitina. Embla Nótt var samferða Gumma frænda og Kristófer og lenti í gamaldags heyskap hjá Jónu og Eggert. Hún skemmtii sér svo vel að Gummi tímdi ekki að koma með hana strax í bústaðinn. Ég fór í miðnæturreið með pabba en Pétur var í miðnæturgolfi með vinum sínum. Hann kom svo í sveitina. Á laugardeginum skruppum við Pétur í golf, spiluðum 9 holur á Flúðum, því það var mót á Strandavellinum. Strax eftir það skruppum við til Möggu Láru í bústaðinn hennar. Því næst beið okkar lambalæri upp í bústað hjá mömmu og pabba. Stelpurnar skemmtu sér konunglega í bústaðnum og fannst þeim skemmtilegast að leika sér við hundinn Silju Nótt og velta sér um í grasinu. Á sunnudeginum fórum við í afmælispartý til Helgu Björt frænku og þar hitti ég systkin mömmu og flest öll börnin þeirra og barnabörn. Það var svaka stuð og alveg frábært veður. Eftir veisluna fóru stelpurnar með ömmu og afa til Reykjavíkur en við Pétur skruppum í golf á Þorlákshöfn.

Á mánudeginum fórum við í Húsdýragarðinn í yndislegri sumarblíðu. Það var alveg yndislegt.  Á þriðjudeginum fórum við aftur í bústaðinn og vorum fram á fimmtudag. Það var alveg yndislegt. Pétur var að vinna á meðan. Embla og Eygló fengu að sitja á Lukku Láka. Við pabbi fórum svo í reiðtúr á miðvikudeginum og járnuðum svo Kviku.

Á fimmtudeginum fór ég með krakkana í kaffi til Áslaugar. Það var yndislegt að koma til hennar í kaffi. Langþráð kaffispjall með góðri vinkonu. Um kvöldið var farið í mat til Möggu Láru og þar hittust öll systkinin og börnin þeirra og Tóti afi og Guðborg amma. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá dömunum að sjá afa og ömmu. Á föstudagsmorgninum fóru svo stelpurnar til Tóta afa og Guðborgar ömmu, pabbi og mamma löggðu af stað í hestaferð og við hjónin fórum tvö ein í smá golf-ferð. Pétur keppti svo í golfi á sunnudeginum á Egilsstöðum. Við dvöldum á Egilsstöðum næstu 10 daga. Þar var m.a. farið á Mjóafjörð að hitta skyldmenni Péturs. Við fórum á bát og stelpurnar fengu að sjá þegar fiskar voru veiddir á stöng. Það þótti þeim ekkert smá spennandi. Svo spiluðum við líka mikið golf á meðan við vorum á Egilsstöðum.

Við keyrðum á Djúpavog á sunnudeginum 26. júlí, sem er Brúðkaupsdagurinn okkar. Þar var drukkið kaffi hjá Helgu Björk frænku Péturs. Þar voru líka Össi og Elín. Við keyrðum svo áfram og gistum á Höfn, en Pétur vann gistungu þar á golfmótinu. Næsta dag var farið í bústaðinn og auðvitað drifið sig á hestbak. Ekkert smá gaman. Svo fórum við til Reykjavíkur. Um verslunarmannahelgina fórum við Berglind vinkona að skoða mannlífið niðrí bæ. Það var mjög gaman og mikið spjallað. Næsta dag var farið í mat til Jónu og Eggerts. Geðveikur íslenskur sveitamatur. Svo var farið í bústaðinn og á hestbak auðvitað, en nú fórum við öll saman, þ.e. mamma, pabbi og ég, Lalli og Hrönn. Pétur, Gummi og Kristófer voru í bústaðnum. Pétur var að spila við Kristófer allan tímann og var Kristófer hæstánægður með það. Við skemmtum okkur konunglega vel í reiðtúrnum, enda frábært veður og góða skapið með. Þegar við komum til baka komu Jóna og fjölskylda í heimsókn. Það var mikið helgið og spjallað.

Á sunnudeginum var ferðinni heitið aftur í bæinn, enda komið að ferðalokum. Þetta var ótrúlega fljótt að líða. Næst ætla ég að slaka aðeins meira á og ekki vera á eins miklu þeytingi hehe. Við Pétur fórum í mat til Möggu Árnad. og Ívars. Við skildum stelpurnar eftir heima enda nýkomnar heim úr ferðalagi. Á mánudagskvöldinu hélt mamma og pabbi humarveislu handa okkur. Humarinn bráðnaði í munninum á okkur. Á þriðjudeginum var flogið til Boston og svo til Atlanta. Sara náði í okkur. Ferðin gekk vel.

Í dag var allt fullt af heimsóknum og krakkarnir léku sér saman í allan dag :0)


Svona eitt og annað...

Jæja, loksins sest ég niður og skrifa.

Í byrjun Júní fórum við að sjá P.J.Harvey, hún var geðveikt góð. Við fórum nokkur saman og skemmtum okkur konunglega :0)

Ég er að vinna í einn mánuð í ITA Youth Club Center. Það gengur bara vel. Ég er ekki með marga nemendur en þeim hefur nú þegar farið heilmikið fram. Ég mun bara vinna þarna í einn mánuð og svo verður bara að koma í ljós með þá skóla sem ég er búin að sækja um. Ég bíð bara spennt :0)

Á fimmtudaginn fórum við Pétur, María og Rúnar í golf saman. Það var rosalega gaman, mér gekk reyndar ekki vel en það er allt í lagi, gengur bara betur næst. María var að fara í fyrsta skipti og stóð sig rosalega vel. Chardonnee passaði fyrir mig. Það er stelpa sem ég kynntist í vinnunni. Frábær stelpa og er alveg til í að passa og ég nýti mér það náttúrlega alveg í botnSmile.

Á föstudaginn fórum við Pétur saman á Sumar óperuna, nemenda ópera sem kennarinn minn stendur fyrir. Það sóttu víst 65 nemendur um að fá að syngja þar, en bara helmingurinn komst inn. Það hefði verið gaman að taka þátt, en það kostar 900 dollara, sem var of mikið fyrir mig núna. Ég þyrfti líka að fá pössun í 3 vikur, sem er ekki auðvelt hér hehe. En ég ætla að reyna að stefna á næsta sumar, það væri rosalega gaman að taka þátt.

Á laugardaginn fórum við með Emblu í golf. Hún stóð sig eins og hetja. Gekk og spilaði allar 9 holurnar. Við fórum á fjölskylduvöll sem er 40 mínútur héðan. Hún kvartaði ekkert að ganga með kylfurnar á bakinu í 35 stiga hita og glampandi sól. 'Otrúlega dugleg. Eygló var orðin þreytt þegar við komum á 7. holu, þá var hún alveg meira en tilbúin að fara heim. Enda orðin þreytt á öllu labbinu. Ég loksins uppgötvaði hvernig ég átti að sveifla, eða hvað ég gerði vitlaust, sem var mjög gaman. Smá stökk fram á við.

Í dag ætlar Chardonnee að passa og við hjónin ætlum aftur að skreppa í golf hehe. Það er reyndar 36 stiga hiti og sól en það verður að hafa það. Ætli ég verði þá ekki á bíl í dag svo ég leki ekki niður.

Nú eru bara rétt rúmar tvær vikur þangað til við komum og ég get varla beðið. Nú verður talið niður hehe.

Hafið það sem allra best, kær kveðja Þóra :0)

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Höfundur

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ari og Berglind
  • Olivia
  • Sara, Liza og maðurinn hennar
  • Melissa og Brian
  • Reynir og Guðný sem Mario bros bræður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband